Ragna í New York

31. ágúst 2005

Lítið merkilegt búið að gerast í dag. Búin að taka því rólega - reyndar búin að standa í nokkrum biðröðum líka en það var ekkert svakalegt.

Í gær fór ég á kynningu fyrir PHD stúdenta í flestum deildum Columbia. Hitti fullt af hressu fólki. Þrennt sem flestir segja við mann þegar þeir heyra að ég er frá Íslandi: "You're the first Icelandic person I've ever met", "Do you know Bjork" og "Do you know Sigurrass". Jámm svona er framburðurinn hérna.

Þurfti að skrifa nafnið mitt og deild á nafnspjald fyrir sjálfa mig og þar sem ég nennti ekki að skrifa Haraldsdóttir þá skrifaði ég bara Ragnheidur. Þegar konan sem var að dreifa þessum spjöldum sá þetta, spurði hún hvort ég væri frá Íslandi. Ég varð svo hissa að ég ætlaði ekki að geta andað. Hún sagði mér að hún hefði séð þetta á þremur síðustu stöfunum þ.e. dur. Það er víst eitthvað séríslenskt. Aldrei pælt í þessu áður.

Já annars í gær þá skráði ég mig í námskeið. Þurfti að fá undirskrift frá ákv. manni í deildinni eins og allir hinir doktorsnemarnir. Hann mætti sérstaklega uppeftir í gær til að skrifa undir en varð að taka krakkann sinn með. Svo þegar sumir ætluðu að fara þá var kominn miði þar sem á stóð: ekki banka, barnið sefur. Allir þurftu víst að hvísla. Þegar kom að mér þá fór ég með tveimur strákum. Þá var barnið (tveggja ára strákur) vaknað og var að byrja að kvarta og kveina (var eitthvað úrillur). Prófessorinn þurfti samt að segja eitthvað mikilvægt við okkur svo hann byrjaði að tala við okkur á barnamáli. Ef þið getið ímyndað ykkur fólk að tala við <1 árs gömul börn, að segja hluti eins og "þið megið bara taka annan af þessum tveimur kúrsum" . En já ætli þið hafið ekki þurft að vera þarna. Ég ætlaði varla að halda andliti.
Samt gaman að hafa svona skemmtilega karaktera.

Eftir að ég var búin að skrá mig í námskeiðin, fór ég í leiðangur til að sækja um kennitölu (SSN). Sú skrifstofa sem er næst Columbia er í Harlem - samt ekkert inni í miðju Harlem - en í Harlem engu að síður. Ég hafði planað að fara þetta ein en svo þegar tveir aðrir samnemendur mínir heyrðu að ég væri á leiðinni þangað þá slógust þau í hópinn, kínversk stelpa og serbneskur strákur. Ótrúlegt hvað umhverfið breytist bara við að labba 5 mín í burtu frá Columbia. Held við höfum verið eina ekkisvört-fólkið þarna á stórum radíus. Á leiðinni til baka þá var ég mjög fegin að við fórum þetta þrjú saman.

Annars hitti ég nokkra samnemendur mína í kvöldmat í gærkvöldi. Þar á meðal eru tveir tékkneskir strákar. Þeir koma úr sama skólanum í Prag, voru í sama námi í þrjú ár og komust svo báðir inn í tölfræðinámið í Columbia og búa núna saman í húsnæði frá skólanum. Verð að viðurkenna að ég var alveg rugluð á þeim fyrst - hafði nefnilega hitt annan þeirra á undan hinum og sá sagði mér að hann væri frá Tékklandi. Síðar hitti ég hinn og hann sagði mér að hann væri frá Tékklandi. Ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að ég væri bara rugluð og vissi ekkert í minn haus, hver væri hvaðan. En já til þess að hafa þetta á hreinu þá eru þeir tveir.

En jæja, allt er að komast í gang hérna á svæðinu. Þessi vika hefur ekki verið þverfótað fyrir "undergrad" nemum.
Núna síðustu daga (og næstu skv. veðurspá) hefur verið allt, alltof heitt. Ég er farin að hlakka til haustsins, bara vegna þess að þá ætti veðrið að vera orðið viðráðanlegra.

Annars var ég að klára að setja upp hillurnar mínar áðan. Núna er bara að bíða eftir að allt annað reddist fyrir herbergið.
Yfir og út.

Þann 01 september, 2005 15:09, sagði Anonymous Nafnlaus...

Múha :-D Er að reyna að ímynda mér prófessorinn babbla við ykkur - algjör snilld!

 
Viltu tjá þig?

30. ágúst 2005

Kynningar

Fór á kynningu í deildinni minni í gær. Það eru 13 nýjir doktorsnemar að hefja nám, þar af amk. 5 stelpur. Evrópubúar í meirihluta sem mér finnst alveg stórmerkilegt. Reyndar flestir frá Austur-Evrópu en já við sláum Asíubúana út ;)
Stórmerkileg þessi tala, 13. Minnir um margt á gamla X-bekkinn úr MR. Vona samt að talan minnki ekki niður í 11 eins og gerðist á þeim bæ.

Í dag þarf ég að skrá mig í námskeið ásamt því að fara í kynningu hjá GSAS (Graduate School of Arts and Sciences). Það góða við þessar kynningar er að við fáum amk frítt að borða ;)

Það er ekkert planað á morgun en á fimmtudag og föstudag fer ég á kennslunámskeið og í enskupróf. Ef ég stend mig ekki nógu vel í enskuprófinu þarf ég að sitja enskutíma allan næsta vetur. Ég er komin með tékkhefti og debetkort frá banka hér´i borg - fyndin þessi ávísanamenning í Bandaríkjunum. Annars lítur út fyrir að ég fái bráðum eitthvað til að leggja inn á bankann jafnvel bara seinna í dag ;)

Þann 31 ágúst, 2005 17:22, sagði Blogger Stebbi...

Free Food - The most important thing about Graduate School!

 
Viltu tjá þig?

27. ágúst 2005

Sími

Komin með nýjan farsíma: 1-646-678-1662.

Annars nenni ég ekki að segja meira. Fórum annars á tyrkneskan stað í gær þar sem magadansmær sýndi listir sínar.

Þann 29 ágúst, 2005 17:35, sagði Anonymous Nafnlaus...

fyi: kom til að sýna mömmu bloggið þitt

 
Viltu tjá þig?

25. ágúst 2005

Í Subway

Skruppum aðeins downtown í dag. Gengum Central Park og þaðan fórum við í neðanjarðarlestarstöð. Settumst á svona 6 sæta bekk, tókum ekkert eftir skrítnum poka sem var í einu sætanna. Allt í einu kemur maður að bekknum tekur pokann og setur fyrir framan bróður íbúðarfélagans míns (treysti mér ekki til að skrifa nafnið hans). Þá föttuðum við allt í einu að það var enginn þarna sem átti pokann. Við lítum til beggja hliða og sjáum tvo lögreglumenn koma frá báðum áttum (þ.e. 2X2). Okkur var sagt að hypja okkur í burtu. Svo stóðum við í 20m fjarlægð þar til lestin kom og flutti okkur í burtu. Á meðan gættu löggurnar pokans, með stingandi augnarráði.

Úff þetta var smá scary, samt ekki pokinn sko heldur þegar löggurnar örkuðu svona að okkur. Annars fórum við og hittum vin Meha sem býr á 36 hæð með alveg frábæru útsýni við 50sta stræti, ótrúleg íbúð. Fengum gott að borða á Indónesískum stað. Gengum svo upp á Times Square og að Rockefeller Center og sáum okkar skerf af skrítnu fólki í leiðinni.

Á leiðinni heim í lestinni rákum við svo augun í plakat sem á stóð: "If you see something, say something". Þeir hefðu kannski átt að segja okkur það fyrr!

Þann 26 ágúst, 2005 16:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ hæ. Til hamingju með íbúðina :) En varð bara að segja þér að lásum í vegahandókinni um einhvern kall sem var hneigður til stærðfræði!! Þekkir þú einhverja sem eru svoleiðis? :) hehehe (vorum sko á ferðalagi þegar við lásum þetta í bókinni) ;)

 
Þann 27 ágúst, 2005 08:54, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ha,ha, grey fólk sem gleymir dótinu sínu óvart e-rsstaðar...löngu búið að gera allt upptækt af löggunni og svo er maður kannski handtekinn í þokkabót!

 
Viltu tjá þig?

24. ágúst 2005

Komin í íbúðina!

Jæja nú sit ég í fínu íbúðinni minni ;)

Byrjum samt á gærdeginum. Tók subway upp í Columbia frá Petu frænku. Tókst að lenda í 15 mínútna stoppi í fyrstu lestinni sem ég fór í - ekki gaman - ég gat þó snyrt á mér neglurnar á meðan og svona. Ég fór ekki beint í íbúðina því ég bjóst ekki við að neitt yrði tilbúið. Fór því fyrst á skrifstofuna fyrir erlenda stúdenta (ISSO). Þar var gaur að fá fólk til að stofna bankareikning sem var ágætt því ég þurfti að gera það og hann var með öll eyðublöð fyrir erlenda stúdenta. Hjá ISSO þurfti ég að fylla út e-a pappíra og svo fékk ég bréf sem ég þarf að fara með til að sækja um "social security number" (SSN). Til þess að fá SSN þarf líka e-a pappíra frá vinnuveitenda, í þessu tilviki deildinni minni. Klukkan var bara rétt 12 svo ég fór bara beint þangað. Það var tekið vel á móti mér og ég fékk sýnisferð um bygginguna. Tölfræðideildin er á 9 og 10 hæð í 11 hæða, nýju húsi. Þetta lítur allt mjög vel út. Við doktorsnemarnir fáum skrifstofur með skrifborðum, reyndar 5 saman í skrifstofu but who cares. Svo fékk ég tvo lykla hjá þeim, eina fyrir skrifstofuna og eina fyrir pósthólfið mitt. Ég get nefnilega látið senda mér póst á skrifstofuna ;)

Ég hafði ekkert meira planað þennan dag nema að hitta nýja íbúðarfélagann minn sem heitir Meha. Hún kom ásamt bróður sínum í gær. Ég held ég hefði ekki getað verið heppnari, vona að allt eigi eftir að ganga vel.

Í lok dagsins í gær var búið að þrífa ísskápinn, mála íbúðina og gera við klósettið. Ég ákvað að fá að gista eina nótt í viðbót hjá Petu. Ég kvaddi því Meha og bróður hennar og tók Subway heim. Missti reyndar af stoppinu mínu en það var allt í lagi, fór bara út næst og tók e-n annan subway til Petu frænku.

Í dag fór ég og keypti air-bed. Ég ætla sem sagt að sofa á því þar til ég er búin að finna mér fínt rúm. Þetta er rosalega sniðugt með pumpu og verður að rúmi á 60 sekúndum. Hún Meha kemur með svefnsófa þ.a. það verður nóg til af dóti til að sofa á hjá okkur. Ég hélt sem sagt á þessu loftrúmi í gegnum 2 lestir og yfir 3 breiðgötur. Ætli ég verði ekki komin í þvílíkt form eftir þessa reynslu.

Í dag töluðum við við húsvörðinn. Við þurfum að fá nýjan vask og svo þarf mjög líklega að skipta um gólf í stofunni því (mjög líklega) málararnir hafa eitthvað skemmt það því það eru blettir á dúknum sem er á gólfinu. Einnig þarf að sverfa undan hurðinni í herbergið mitt því það lokast ekki nema með því að taka mjög harkalega í hurðina. Þetta er vegna þess að það var skipt um gólfefni nýlega. Einnig er hurðin inn í íbúðina svipuð nema það er mjög ljótt svart far eftir hana þar sem hún kemur við gólfið. Við erum að vona að við verðum ekki þessir leigendur sem verða síkvartandi ;)

Annars þreif ég bara gólfið inni í herberginu mínu sjálf í dag. Þeir eiga að gera þetta fyrir okkur (áður en við fáum íbúðina) en við nenntum bara ekki að bíða. Við keyptum því svona voðalega amerískt hreingerningarsóp með sápu fasta við til að úða á gólfið - voða fyndið. Ég þvoði því allt gólfið og svo þvoði ég gluggana (sem voru svartir af drullu) ásamt því að þvo ofninn.
Núna er ég búin að blása upp rúmið, setja saman tvo stóla og einn skemil frá IKEA. Einnig þrifum við eldhúsið og settum allt dótið sem við vorum komin með í skápana þannig að eldhúsið er orðið nokkuð fínt. Mér líst bara vel á það.

Í kvöld ætlum við mjög líklega að kíkja út á Times Square - reyndar ekki fyrr en eftir að flutningamennirnir koma með dótið henna Meha. Núna bíðum við bara eftir því.

Ætli þetta sé ekki nóg í bili. Ég set inn fréttir af mér síðar ásamt myndum þegar ég verð búin að setja saman fleiri húsgögn.

Þann 25 ágúst, 2005 06:10, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til hamingju með nýju íbúðina!! Gaman að heyra að allt gengur vel og að það sé nóg af dóti til að sofa á ;).

 
Þann 25 ágúst, 2005 09:29, sagði Blogger Ragna...

Já það verður ekki vandamál - núna er kannski meiri spurning um lök, kodda, sængur oþh.
Ég held það eina sem við höfum nánast núna er eitthvað til að sofa á ;)

 
Þann 25 ágúst, 2005 11:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

Tu verdur lika ad taka "before"myndir. Tvi fleiri myndir tvi betra

 
Þann 25 ágúst, 2005 11:51, sagði Blogger Ragna...

búin að því - tók þær reyndar á þriðjudaginn eftir að búið var að mála allt saman

 
Þann 25 ágúst, 2005 19:07, sagði Anonymous Nafnlaus...

Iss, lætur bara fólk mæta með svefnpoka! :-)

 
Viltu tjá þig?

23. ágúst 2005

New York

Jæja, þetta gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Mætti hálftíma of seint til að skrifa undir samninginn. Lögðum samt af stað á góðum tíma en vorum bara einstaklega óheppnar með umferðina. Þurfti svo að bíða í 2 tíma til að komast að til að skrifa undir. En já um kl. 3 þá var ég mætt til húsvarðarins til að fá íbúðina. Það fyrsta sem hann segir: "the apartment might not be ready". Við löbbum upp, fyrsta sem ég sé eru málarar að mála ganginn fyrir framan. Kem inn í íbúðina - búið að bletta hér og þar í stofunni og þvílík málningarlykt. Eldhúsið skítugt upp fyrir haus og baðið enn verra. Herbergið mitt var þó nánst tilbúið á bara eftir að skrúbba gólfið. En ég fékk amk að setja allt dótið mitt upp í herbergið (hvað annað gat ég gert) en það var ekki séns að ég myndi gista þarna. Þá er nú gott að eiga frænku í borginni. Nú sit ég uppi í rúmi, nývöknuð eftir góðan nætursvefn. Þetta er 38 hæða hús sem frænka mín býr í og ég er inni á þráðlausu neti hjá nágrannanum - nóg af slíkum netum hér í húsinu. Svo er bara að sjá til hvernig allt gengur í dag.

Þann 24 ágúst, 2005 00:11, sagði Blogger Stebbi...

Úff, þetta hlýtur að hafa verið frekar pirrandi!

 
Þann 24 ágúst, 2005 04:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

iss, tetta er ekkert of mikid vesen, tu faerd (vonandi) ibudina hreina og fina eftir nokkra daga. Og tu tarft ekki ad vera hraedd vid manninn sem hleypir ter inn um kvoldin (eins og eg)

 
Þann 24 ágúst, 2005 13:49, sagði Blogger Stebbi...

Af hverju ertu hraedd vid hann?

 
Þann 25 ágúst, 2005 11:28, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hann er gamall, frekar fullyndur karl, og eg og vinkona min tvaer saetar stelpur, brosandi og segjum videigandi kurteisiord sem vid kunnum, en hann yrdir varla a okkur. Og aetli vid seum ekki ad trufla hann fra tvi ad horfa a sjonvarp eda eitthvad

 
Viltu tjá þig?

21. ágúst 2005

Á morgun, New York

Jæja mér var hleypt inn í landið. Allt morandi í gömlum MR-ingum í Leifsstöð. Töskurnar komust til skila og kakan sem ég tók með í handfarangri leit ennþá út fyrir að vera kaka. Varð smá smeyk þegar ég sá hvað flugstjórinn og aðstoðarflugmaðurinn voru ungir. Sigga minntist meira að segja á það þegar hún sá þá koma út. (Jæja, kannski flugstjórinn hafi bara verið unglegur en aðstoðarflugmaðurinn leit út fyrir að vera 4 árum yngri en ég.)
Búin að hafa það fínt þrátt fyrir hitann. Á morgun er það svo New York. Ég fór í innkaupaferð í IKEA í dag með Siggu Sóleyju - við vorum 6 tíma í búðinni. Á samt enn eftir að kaupa rúm og skrifborð - en ég veit amk hvað ég vil. Það verður samt heljarinnar ævintýri að bera allt þetta upp á fjórðu hæð (engin lyfta!) en ég hlakka nú samt til að sjá íbúðina (og herbergið mitt.) Ég skal taka myndir þegar ég verð búin að setja þetta allt saman. Vona að það takist það læddist amk eitt stk kassi með verkfærum ofan í innkaupakörfuna í IKEA í dag (hamar, töng o.þ.h.)

19. ágúst 2005

Bless bless

Jæja kveð í bili. Er að leggja lokahönd á allt saman. Tvær stórar ferðatöskur, troðfullar af alls konar dóti. Flugvélin fer í loftið kl. 16.40. Við sjáumst!

Þann 19 ágúst, 2005 10:45, sagði Anonymous Nafnlaus...

Góða ferð! Sjáumst í New York!!!!

 
Þann 19 ágúst, 2005 17:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

jej, tu hefur getad pakkad, dugleg stelpa

 
Þann 20 ágúst, 2005 16:11, sagði Blogger Stebbi...

Góða ferð!! :)

 
Viltu tjá þig?

17. ágúst 2005

Hitt og þetta

Var að bæta við nýjum myndum á myndasíðuna (ýtið á myndatengilinn hér til hægri)
Annars er nóg að gera núna - nákvæmlega núna er ég að bíða eftir að þvottavélin klári svo ég geti þvegið fleiri föt.
Fór á Austur-Indíafélagið með Nikkitu og Braga. Mmmm, æðislegur matur, mæli sérstaklega með sæta naanbrauðinu. Enduðum svo á Mokka í góðu vöfflunum. Ef þið hafið ekki prófað þær, endilega prófið.
Baaaaaaa, 2 dagar...

16. ágúst 2005

Ekkert skrítin!


What is your weird quotient? Click to find out!

Muhahaha ég er bara venjuleg. Svo er náttúrulega spurningin hvernig fólk tekur svona próf. Kannski er ég bara venjuleg í hópi skrítins fólks?? Annars fór ég í hárgreiðslu í dag og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég lét gera við hárið á mér.

Þann 16 ágúst, 2005 16:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

aaaahh... veit ég það? þ.e. er það það sem mér dettur í hug?

 
Þann 16 ágúst, 2005 20:53, sagði Blogger Ragna...

Ég les ekki hugsanir fólks Ragnhildur mín. Tók einmitt þannig próf (átti að lesa hugsanir tölvunnar með því að giska hvað hún myndi svara, voru þrír möguleikar) á sama stað og hitt. Fékk 25% rétt út úr því en apar eiga að fá 33% rétt. Annars var ég ósátt, ekki mér að kenna að tölvan velji svona fáum sinnum c-liðinn.

 
Þann 17 ágúst, 2005 07:28, sagði Anonymous Nafnlaus...

þú veist samt alveg hvað ég er að hugsa um, þori bara ekki að segja neitt og skemma fyrir þegar aðrir hitta þig

 
Viltu tjá þig?

15. ágúst 2005

Matarboð



Mig langar að þakka systrunum, Bjarnheiði og Líneyju fyrir skemmtilegt matarboð um daginn. Maturinn var mjög góður þó maður hefði nú kannski ekki trúað því í byrjun ;)
Hvað er annars að frétta af ísnum?
Svör óskast :)

Þann 18 ágúst, 2005 07:27, sagði Anonymous Nafnlaus...

Múha! :) Ísinn fraus að lokum daginn eftir en var þá orðinn að klakaklumpi *andvarp* :P Um kvöldið var svo hægt að smakka, þetta var mjög spes svona sítrónu-kókos-eitthvað-bragð! Við verðum bara að bjóða þér aftur í mat við tækifæri og veðja þá á enn furðulegri rétti (g.r.f. að bragð batni í réttu hlutfalli við furðulegheit...)

 
Viltu tjá þig?

Helgin

Jæja viðburðarrík (ja svona sumir hlutir amk) helgi liðin. Hófst með grilli sumarstarfsmanna upp í Heiðmörk. Það var bara mjög hressilegt. Ég skildi við liðið þar og skundaði mína 500m að næsta hófi, afmælinu hennar Rögnu vinkonu sem var einmitt líka uppi í Heiðmörk. Þurfti reyndar ekki að labba langt því ég var pikkuð upp af vinum hennar þegar ég var hálfnuð ;) Kvöldið endaði svo niðri í bæ.
Laugardagurinn er ekki frásagna verður en á sunnudeginum fórum við nokkur út að borða á Ítalíu, held ég eldi aldrei framar pastarétti úr pökkum. Annars uppgötvaði ég þegar ég var að hafa mig til að kortaveskið mitt var týnt, með debet- og kreditkorti ásamt ökuskírteini. Jæja eftir að hafa tékkað á því að ekkert hafði verið tekið út af kortunum þá andaði ég aðeins léttar. Samt alveg týpískt að týna svona þegar minna en vika er í brottför. En með þökk góðra manna (þú veist hver þú ert!) þá fannst kortaveskið í morgun uppi í vinnu en ég hætti einmitt í vinnunni á föstudaginn. Jámm, einmitt ég skrapp því bara upp í vinnu aftur í dag, heilsaði upp á liðið og sýndi að ég bara get ekki slitið mig frá vinnunni ;)
Núna þarf ég bara að bíða eftir nýju debetkorti (því það er ekki hægt að opna það aftur) en á meðan þá nota ég bara kreditkortið á fullu.
Ó já, svo fékk ég þessa fínu bók að gjöf frá vinkonum mínum, Maturinn hennar mömmu. Nú get ég boðið upp á soðna ýsu á undan pönnukökunum :)

Þann 16 ágúst, 2005 05:56, sagði Blogger Rosie G....

"Here I come to save the daaaaay..." - yes I know who I am ;o)

 
Viltu tjá þig?

11. ágúst 2005

Námskeiðin mín

Ég tek þrjú námskeið næsta vetur: hagnýta tölfræði(G6101), fræðilega tölfræði(G6107) og fræðilega líkindafræði(G6105). Mikið er ég fegin að hafa þrjóskast í gegnum mál- og tegurfræðina síðasta vetur. Hún verður einmitt tekin fyrir í líkindafræðikúrsinum. Fínt að taka þetta svo aftur. Ég held ég sé búin að læra mikið sem er tekið í þessum námskeiðum þannig að ég vona að næsti vetur verði ekkert of strembinn.

Þann 11 ágúst, 2005 19:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Mér finnst þetta sem stendur efst svona fast sem titill í blogginu þínu alveg gríðarlega smellið :-)

 
Þann 12 ágúst, 2005 05:39, sagði Anonymous Nafnlaus...

...oooh, og ég skil ekki brandarann (var samt búin að gruna að þetta væri eitthvað "fyndið")

 
Viltu tjá þig?

10. ágúst 2005

Fleiri bloggarar

Vildi bara benda á linkana hér til hliðar. Var einmitt að bæta honum Stebba á listann en hann bloggar úr hitanum í Cornell.

8. ágúst 2005

Uppfærðar fréttir

pönnukökupanna
Pönnukökuspaði kominn í hús líka. Uppgötvaðist í kringlunni að það yrði að fylgja með líka. Spaðinn fylgir sem sagt með pönnunni núna. (þetta er nákvæmlega spaðinn kostaði samt bara þriðjung af verðinu hjá þessum aðila)

Þann 09 ágúst, 2005 11:17, sagði Anonymous Nafnlaus...

Á barasta að borða pönnukökur í öll mál? :)

 
Þann 09 ágúst, 2005 11:37, sagði Blogger Ragna...

Ég hélt að Bandaríkjamenn væru búnir að gleypa þig ;)
En er það annars slæmt, pönnukökur í öll mál?
Annars ertu velkominn á 113 í pönnukökur - mæli þó með að boða komu þína svo ég geti passað upp á að eiga mjólk og svona í pönnukökurnar ;)

 
Þann 10 ágúst, 2005 09:25, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ætlaru að bjóða okkur Sigga upp á pönnukökur? Við viljum sko alveg ekta íslenskar, ekkert sýrópsjukk fyrir okkur!

 
Þann 10 ágúst, 2005 10:10, sagði Blogger Ragna...

já upprúllaðar með sykri!

 
Viltu tjá þig?

7. ágúst 2005

Tilbúin


Ég held ég sé bara tilbúin að fara út. Búin að fá allt sem mig vantar (???) Foreldrar mínir komu nefnilega færandi hendi í dag. Nú er ég orðinn stoltur eigandi glæsilegrar pönnukökupönnu og lítils veskis með öllu sem þarf til að stoppa í sokka og laga tölur. Jæja þá mun ég amk geta steikt pönnukökur og lagað götóttu sokkana mína strax og ég kem út þó íbúðin verði tóm ;) (vert er að geta þess að myndin er eingöngu til viðmiðunar og er á engan hátt eins og nýja pannan mín)

Þann 08 ágúst, 2005 10:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

Mér finnst að þú verðir að reyna að búa til pönnukökur áður en þú ferð. Þú verður að sýnast reynd í pönnukökubakstri þarna úti.

Ég býð mig fram sem smökkunarmaður, enda er ég tilvonandi matvælafræðingur og hef vit á mat.

 
Þann 08 ágúst, 2005 10:26, sagði Blogger Ragna...

Hvað, heldurðu að ég sé ekki reynd í pönnukökubakstri???

 
Þann 08 ágúst, 2005 11:08, sagði Anonymous Nafnlaus...

jú auðvitað, vildi bara að þú fengir meiri æfingu.

hvenær bakaðir þú annars pönnukökur síðast? ;)

 
Þann 08 ágúst, 2005 12:04, sagði Blogger Valla...

Sjitt nú stressaru mig! Ég á enga pönnukökupönnu! ;) Býð mig einnig fram í smökkun þó ég sé ekki matvælafræðingur þá er ég þekkt fyrir mikla matarást (sbr. oink oink frá Stefáni)

 
Þann 08 ágúst, 2005 17:26, sagði Blogger Ragna...

Þið verðið bara að koma í heimsókn á 113 í pönnukökur. Þá verður líklegast komin skán á pönnuna. Pabbi sagði mér nefnilega að meðan pannan er ný þá eru pönnukökurnar ekkert góðar.
En hver veit nema hægt sé að redda reyndari pönnu áður en ég fer. Já já, hver veit.

 
Þann 08 ágúst, 2005 18:58, sagði Anonymous Nafnlaus...

þess vegna einmitt verðurðu að þjálfa þig og pönnuna... og ég get alveg komið í smökkun oftar en einu sinni, þetta er nefnilega ekki vísindalegt nema að gera margar endurtekningar, þú veist... fyrir staðalfrávik og svona

 
Viltu tjá þig?

4. ágúst 2005

The Island

Kíkti í bíó í kvöld á eyjuna. Alveg ágætismynd. Verð að segja að mér fannst myndatakan oft mjög flott. Skil nú samt ekki í þeirri framtíðarsýn að breyta neðanjarðarlestakerfinu í háloftalestakerfi. Sé það nú ekki fyrir mér vegna nokkurs sem kallast sjónmengun. Annars er Ewan McGregor mjög töff gæi. Samt ekki eins töff og Elijah Wood í Sin City. Brad Pitt í Mr. and Mrs. Smith og Tom Cruise í War of the Worlds ná svo ekki í hælana á þeim.

Vorum einmitt að tala um kvikmyndir í vinnunni um daginn. Kom í ljós að ég er greinilega bíósjúklingur. Hafði ekki áttað mig á því fyrr. Var nefnilega búin að sjá svo rosalega margar myndir að mér var farið að líða illa þegar við vorum að ræða þetta.

Vona samt að ég hafi ekki ofboðið ykkur með að segja að Elijah Wood hafi verið töff í Sin City. Ég er ekki að meina maxxxxxð eða afxxxxxxxa heldur bara svona hann var svo brjálæðislega töff. Skiljið þið?

Þann 05 ágúst, 2005 07:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

mér finnst samt ennþá hann Elijah ekkert hafa verið töff í SinCity heldur einstaklega creepy.

 
Þann 05 ágúst, 2005 11:09, sagði Blogger Ragna...

þú getur bæði verið töff og creepy ;)

 
Viltu tjá þig?

Verslunarmannahelgin

Jæja þá er aðalhelgin búin. Var bara í bænum. Fór reyndar í smá "roadtrip" með R-unum mínum um Hvalfjörðinn og enduðum í sundi í Borgarnesi ásamt því að takast að hitta Emilíu og Jón Þór. (Hverjar eru líkurnar á því að hitta einhvern sem þú þekkir við botn Hvalfjarðar?)
Nýjustu fréttir eru að ég er komin í samband við nýja herbergisfélagann minn (íbúðarfélagann???) enda líður tíminn og það styttist í þetta - hann Stebbi meira að segja farinn út til USA úfff.....

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)