New York
Jæja, þetta gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Mætti hálftíma of seint til að skrifa undir samninginn. Lögðum samt af stað á góðum tíma en vorum bara einstaklega óheppnar með umferðina. Þurfti svo að bíða í 2 tíma til að komast að til að skrifa undir. En já um kl. 3 þá var ég mætt til húsvarðarins til að fá íbúðina. Það fyrsta sem hann segir: "the apartment might not be ready". Við löbbum upp, fyrsta sem ég sé eru málarar að mála ganginn fyrir framan. Kem inn í íbúðina - búið að bletta hér og þar í stofunni og þvílík málningarlykt. Eldhúsið skítugt upp fyrir haus og baðið enn verra. Herbergið mitt var þó nánst tilbúið á bara eftir að skrúbba gólfið. En ég fékk amk að setja allt dótið mitt upp í herbergið (hvað annað gat ég gert) en það var ekki séns að ég myndi gista þarna. Þá er nú gott að eiga frænku í borginni. Nú sit ég uppi í rúmi, nývöknuð eftir góðan nætursvefn. Þetta er 38 hæða hús sem frænka mín býr í og ég er inni á þráðlausu neti hjá nágrannanum - nóg af slíkum netum hér í húsinu. Svo er bara að sjá til hvernig allt gengur í dag.
Úff, þetta hlýtur að hafa verið frekar pirrandi!
iss, tetta er ekkert of mikid vesen, tu faerd (vonandi) ibudina hreina og fina eftir nokkra daga. Og tu tarft ekki ad vera hraedd vid manninn sem hleypir ter inn um kvoldin (eins og eg)
Af hverju ertu hraedd vid hann?
Hann er gamall, frekar fullyndur karl, og eg og vinkona min tvaer saetar stelpur, brosandi og segjum videigandi kurteisiord sem vid kunnum, en hann yrdir varla a okkur. Og aetli vid seum ekki ad trufla hann fra tvi ad horfa a sjonvarp eda eitthvad