Komin í íbúðina!
Jæja nú sit ég í fínu íbúðinni minni ;)
Byrjum samt á gærdeginum. Tók subway upp í Columbia frá Petu frænku. Tókst að lenda í 15 mínútna stoppi í fyrstu lestinni sem ég fór í - ekki gaman - ég gat þó snyrt á mér neglurnar á meðan og svona. Ég fór ekki beint í íbúðina því ég bjóst ekki við að neitt yrði tilbúið. Fór því fyrst á skrifstofuna fyrir erlenda stúdenta (ISSO). Þar var gaur að fá fólk til að stofna bankareikning sem var ágætt því ég þurfti að gera það og hann var með öll eyðublöð fyrir erlenda stúdenta. Hjá ISSO þurfti ég að fylla út e-a pappíra og svo fékk ég bréf sem ég þarf að fara með til að sækja um "social security number" (SSN). Til þess að fá SSN þarf líka e-a pappíra frá vinnuveitenda, í þessu tilviki deildinni minni. Klukkan var bara rétt 12 svo ég fór bara beint þangað. Það var tekið vel á móti mér og ég fékk sýnisferð um bygginguna. Tölfræðideildin er á 9 og 10 hæð í 11 hæða, nýju húsi. Þetta lítur allt mjög vel út. Við doktorsnemarnir fáum skrifstofur með skrifborðum, reyndar 5 saman í skrifstofu but who cares. Svo fékk ég tvo lykla hjá þeim, eina fyrir skrifstofuna og eina fyrir pósthólfið mitt. Ég get nefnilega látið senda mér póst á skrifstofuna ;)
Ég hafði ekkert meira planað þennan dag nema að hitta nýja íbúðarfélagann minn sem heitir Meha. Hún kom ásamt bróður sínum í gær. Ég held ég hefði ekki getað verið heppnari, vona að allt eigi eftir að ganga vel.
Í lok dagsins í gær var búið að þrífa ísskápinn, mála íbúðina og gera við klósettið. Ég ákvað að fá að gista eina nótt í viðbót hjá Petu. Ég kvaddi því Meha og bróður hennar og tók Subway heim. Missti reyndar af stoppinu mínu en það var allt í lagi, fór bara út næst og tók e-n annan subway til Petu frænku.
Í dag fór ég og keypti air-bed. Ég ætla sem sagt að sofa á því þar til ég er búin að finna mér fínt rúm. Þetta er rosalega sniðugt með pumpu og verður að rúmi á 60 sekúndum. Hún Meha kemur með svefnsófa þ.a. það verður nóg til af dóti til að sofa á hjá okkur. Ég hélt sem sagt á þessu loftrúmi í gegnum 2 lestir og yfir 3 breiðgötur. Ætli ég verði ekki komin í þvílíkt form eftir þessa reynslu.
Í dag töluðum við við húsvörðinn. Við þurfum að fá nýjan vask og svo þarf mjög líklega að skipta um gólf í stofunni því (mjög líklega) málararnir hafa eitthvað skemmt það því það eru blettir á dúknum sem er á gólfinu. Einnig þarf að sverfa undan hurðinni í herbergið mitt því það lokast ekki nema með því að taka mjög harkalega í hurðina. Þetta er vegna þess að það var skipt um gólfefni nýlega. Einnig er hurðin inn í íbúðina svipuð nema það er mjög ljótt svart far eftir hana þar sem hún kemur við gólfið. Við erum að vona að við verðum ekki þessir leigendur sem verða síkvartandi ;)
Annars þreif ég bara gólfið inni í herberginu mínu sjálf í dag. Þeir eiga að gera þetta fyrir okkur (áður en við fáum íbúðina) en við nenntum bara ekki að bíða. Við keyptum því svona voðalega amerískt hreingerningarsóp með sápu fasta við til að úða á gólfið - voða fyndið. Ég þvoði því allt gólfið og svo þvoði ég gluggana (sem voru svartir af drullu) ásamt því að þvo ofninn.
Núna er ég búin að blása upp rúmið, setja saman tvo stóla og einn skemil frá IKEA. Einnig þrifum við eldhúsið og settum allt dótið sem við vorum komin með í skápana þannig að eldhúsið er orðið nokkuð fínt. Mér líst bara vel á það.
Í kvöld ætlum við mjög líklega að kíkja út á Times Square - reyndar ekki fyrr en eftir að flutningamennirnir koma með dótið henna Meha. Núna bíðum við bara eftir því.
Ætli þetta sé ekki nóg í bili. Ég set inn fréttir af mér síðar ásamt myndum þegar ég verð búin að setja saman fleiri húsgögn.
Til hamingju með nýju íbúðina!! Gaman að heyra að allt gengur vel og að það sé nóg af dóti til að sofa á ;).
Já það verður ekki vandamál - núna er kannski meiri spurning um lök, kodda, sængur oþh.
Ég held það eina sem við höfum nánast núna er eitthvað til að sofa á ;)
Tu verdur lika ad taka "before"myndir. Tvi fleiri myndir tvi betra
búin að því - tók þær reyndar á þriðjudaginn eftir að búið var að mála allt saman
Iss, lætur bara fólk mæta með svefnpoka! :-)