Kynningar
Fór á kynningu í deildinni minni í gær. Það eru 13 nýjir doktorsnemar að hefja nám, þar af amk. 5 stelpur. Evrópubúar í meirihluta sem mér finnst alveg stórmerkilegt. Reyndar flestir frá Austur-Evrópu en já við sláum Asíubúana út ;)
Stórmerkileg þessi tala, 13. Minnir um margt á gamla X-bekkinn úr MR. Vona samt að talan minnki ekki niður í 11 eins og gerðist á þeim bæ.
Í dag þarf ég að skrá mig í námskeið ásamt því að fara í kynningu hjá GSAS (Graduate School of Arts and Sciences). Það góða við þessar kynningar er að við fáum amk frítt að borða ;)
Það er ekkert planað á morgun en á fimmtudag og föstudag fer ég á kennslunámskeið og í enskupróf. Ef ég stend mig ekki nógu vel í enskuprófinu þarf ég að sitja enskutíma allan næsta vetur. Ég er komin með tékkhefti og debetkort frá banka hér´i borg - fyndin þessi ávísanamenning í Bandaríkjunum. Annars lítur út fyrir að ég fái bráðum eitthvað til að leggja inn á bankann jafnvel bara seinna í dag ;)
Free Food - The most important thing about Graduate School!