Ragna í New York

30. ágúst 2005

Kynningar

Fór á kynningu í deildinni minni í gær. Það eru 13 nýjir doktorsnemar að hefja nám, þar af amk. 5 stelpur. Evrópubúar í meirihluta sem mér finnst alveg stórmerkilegt. Reyndar flestir frá Austur-Evrópu en já við sláum Asíubúana út ;)
Stórmerkileg þessi tala, 13. Minnir um margt á gamla X-bekkinn úr MR. Vona samt að talan minnki ekki niður í 11 eins og gerðist á þeim bæ.

Í dag þarf ég að skrá mig í námskeið ásamt því að fara í kynningu hjá GSAS (Graduate School of Arts and Sciences). Það góða við þessar kynningar er að við fáum amk frítt að borða ;)

Það er ekkert planað á morgun en á fimmtudag og föstudag fer ég á kennslunámskeið og í enskupróf. Ef ég stend mig ekki nógu vel í enskuprófinu þarf ég að sitja enskutíma allan næsta vetur. Ég er komin með tékkhefti og debetkort frá banka hér´i borg - fyndin þessi ávísanamenning í Bandaríkjunum. Annars lítur út fyrir að ég fái bráðum eitthvað til að leggja inn á bankann jafnvel bara seinna í dag ;)

Þann 31 ágúst, 2005 17:22, sagði Blogger Stebbi...

Free Food - The most important thing about Graduate School!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)