Ragna í New York

26. ágúst 2006

Nýtt forrit

Er að prófa nýtt forrit til að skrifa inn fréttir. Vonum að þetta virki.
Nýjar fréttir frá því í gær. Keypti mér KitchenAid blandara á Amazon. Bíð svaka spennt eftir að fá hann.

Ég gleymdi að minnast á það í gær að nú eru 2 próf af þremur búin og bara líkindafræðin eftir á mánudaginn.

Næsta vika ætti að vera fróðleg. Ég á að byrja að kenna kúrs núna þessa önn. Hef ekkert pælt í kennslunni enda sagði prófessorinn minn að ég ætti ekkert að hugsa um það fyrr en eftir prófin mín. Nú var ég að fatta að ég á eftir að setja upp vefsíðuna, eftir að setja inn bókalista, eftir að finna út hvaða bók á að kenna. Eftir að gera ALLT!!! Ég byrja að kenna 6. september - þið megið óska mér góðs gengis.


Þann 27 ágúst, 2006 08:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gangi þér vel Ranga mín. Þú átt alveg eftir að pluma þig í þessu. Þú spáir bara aðeins í þetta og svo verðurðu enga stund að gera þetta allt. :)

 
Þann 28 ágúst, 2006 12:03, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gangi þér svaka vel þú átt eftir rúlla þessu upp að vanda :)

 
Viltu tjá þig?

Alveg ótrúlegt

Ég veit ekki hvort einhver hafi viljandi ákveðið að gera grín af póstinum mínum hér fyrir nokkrum dögum með því að finna síðuna mína hjá Google með leitarorðinu "pollabuxur". Prófið bara - er á síðu númer 6. Reyndar er aldrei að vita nema ég verði komin ofar á lista eftir að hafa sett orðið inn aftur. Kannski kemst ég á fyrstu síðu með því að endurtaka það aftur og aftur. Pollabuxur. Pollabuxur. Pollabuxur. Pollabuxur. Pollabuxur.

Já hver sem getur getið upp á því hver er í miðjum prófum, er velkominn í partí hjá mér á mánudagskvöld. Ef þið komið ykkur á staðinn þá skal ég sjá um annað.

Þann 26 ágúst, 2006 13:39, sagði Anonymous Nafnlaus...

Haha, ég prófaði að googla pollabuxur og þú ert enn á bls. 6. En beint fyrir ofan þig á bls. 6 er Jana vinkona mín. Virkilega fyndið

 
Þann 26 ágúst, 2006 15:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

gangi þér vel í prófunum

 
Viltu tjá þig?

22. ágúst 2006

1 búið 2 eftir

Kláraði fyrsta prófið mitt í dag - verð búin eftir viku.

Var annars að fatta að á morgun þriðjudag (eða í dag eftir því hvernig á það er litið) er nákvæmlega ár liðið frá því ég flutti til New York. Vá hvað þetta er fljótt að líða allt saman. Ef ég kemst yfir þessa prófahindrun þá lítur næsta ár bara allsæmilega út. Ég er samt ennþá jafnvitlaus og ég var fyrir ári síðan ;) hahaha

update: ennþá meira haha. Skv. teljaranum mínum kom einhver lesandi hingað inn með því að leita á Google eftir orðunum "versla í New York" og ég var númer fimm á þeim lista. hahahahaha

Þann 22 ágúst, 2006 16:25, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hahaha, fyndið.
Gangi þér vel í þeim prófum sem eru eftir. :)

 
Þann 24 ágúst, 2006 07:05, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sæl Ragna mín,
Gangi þér áfram vel í prófunum, en mér finnst verst að þér skuli ekki hafa farið neitt fram á heilu ári (hahaha). Gaman að heyra frá þér. Kveðja Sigrún

 
Þann 24 ágúst, 2006 19:55, sagði Blogger Hákon...

Það sem maður gerir í prófum...
(ég hef samt ekki prófað að gúgla mig svona út í ystu ;) )

 
Þann 24 ágúst, 2006 21:22, sagði Blogger Ragna...

iss Hákon - ekki eins og mér hafi dottið í hug að leita að síðunni minn með þessum orðum. Ég sá bara á statistíkinni á síðunni minni að einhver annar hefði fundið síðuna mína með því að leita að "versla í New York" á Google ;)
Annars er ég nú bara fegin að það var ekki verra en þetta :D

 
Viltu tjá þig?

17. ágúst 2006

Sjónvarpsmáltíð

Kynntist þessum ekta amerísku sjónvarpsmáltíðum í dag. Kjúklingur í raspi með karftöflumús og maísbaunum með skúffuköku í eftirrétt. Ha ha ha - maður setti sko allt í örbylgjuofninn og svo þegar tíminn var hálfnaður þá þurfti maður að taka skúffukökuna úr því þá var hún tilbúin.

Annars byrja prófin mín á mánudaginn - tek þrjú próf það síðasta 28. ágúst. Þið megið hugsa fallega til mín næstu vikuna.

Konan - eins og ég ætla að kalla hana héreftir - flutti út 1. ágúst og borgar ekki leigu fyrir ágústmánuð, skilst mér frá Meha. Ég skil þetta ekki. Þegar við tékkuðum í byrjun júní hvort hægt væri að henda henni út þá skildist mér að fyrst á pappírunum stæði að hún mætti vera til 24. ágúst þá væri ekki hægt að reka hana út fyrr en þá. Nú segja þeir hins vegar að ekki sé hægt að krefja hana um leigu fyrir ágústmánuð þar sem það væru engir pappírar fyrir utan þennan sem fór til Columbia og konan fór út fyrir fyrsta. Æi heilinn á mér snýst í hringi núna. Ég held að það væri óvitlaust að láta athuga þetta nánar.

Annars virðist allt vera að vakna til lífsins núna aftur. Fólk er greinilega að flytja í hverfið í hrönnum og ég hef lent í því oftar en tvisvar að vera spurð að því hvernig það er að búa hérna og hvar sé öruggt oþh. Ætli maður sé farinn að líta út fyrir að vera svona heimavanur hérna???

Þann 18 ágúst, 2006 15:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég er farin að hafa virkilegan áhuga á því hvað þessi kona gerði.

 
Þann 20 ágúst, 2006 20:13, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gangi þér vel í prófinu á morgun!

 
Þann 26 ágúst, 2006 14:58, sagði Anonymous Nafnlaus...

Leið og maður hættir að horfa týndur í kringum sig þá lítur maður út fyrir að vera heimamaður, er alveg löngu byrjuð að upplifa þetta, Lára

 
Viltu tjá þig?

7. ágúst 2006

Kjálkabrjótur

Var að koma úr tveggja daga ferð til Siggu að ná í restið af dótinu mínu. Ágætisferð fékk m.a. myntuís á stað þar sem hægt var að fá 24 bragðtegundir af ís úr vél ;)
Fór annars í bíó í dag í staðinn fyrir popp og kók(eða sprite í mínu tilfelli) þá ákvað ég að fá mér kjálkabrjót til að gæða mér á yfir myndinni. Þetta var svona risakúla á stærð við konfektepli! og var hún alveg hörð. Fyrstu mínúturnar fóru í að velta fyrir sér hvernig ég gæti í ósköpunum borðað þetta, endaði með að sleikja kúluna eins og ís þangað til hún komst upp í mig. Eftir að myndin var búin var kúlan á stærð við borðtenniskúlu. Svo ég flutti hana með mér til New York og stari núna á hana og velti því fyrir mér hvort ég muni einhvern tíman klára að borða kúluna. Annars má segja að það séu margfalt betri kaup í þessu heldur en poppi og sprite, sjö sinnum ódýrara - endist tíu sinnum lengur ;)

Þann 08 ágúst, 2006 08:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

haha... já, en er ekki skrýtið að vera að sjúga á einhverju risastóru nammi í bíósal? Varstu ekkert smeyk um að það myndu heyrast of mikið í þér?

 
Þann 08 ágúst, 2006 10:16, sagði Blogger Ragna...

sumir geta nú verið hljóðlátir ;)

 
Viltu tjá þig?

3. ágúst 2006

Komin

Ég er komin í þessa allsvakalegu hitabylgju sem ríður yfir þessa dagana. Það er varla líft inn í íbúðinni fyrir utan herbergið mitt þar er voða notalegt að vera. Keypti meira að segja viftu bara til að hafa í stofunni svo ég geti horft á rockstar í sjónvarpinu. Ætli það megi ekki segja að það sé HOT HOT HOT hérna ;)

Mér tókst nefnilega að koma akkúrat á heitasta degi sumarsins eftir að hafa notið góðu loftkælingarinnar hjá Siggu í um viku.
Það var alveg frábært á Íslandi, þetta var æðislegur tími. Þakka sérstaklega r-unum mínum, Ragnhildi og Rögnu fyrir að vera svona skemmtilegar. Mjááááá myndi leigubílstjórinn ábyggilega segja ;)

Annars byrjaði Íslandsdvölin mín á að fara í 3 nátta ferð norður á Siglufjörð með foreldrum mínum, afslappandi og skemmtileg ferð. Eftir að ég kom í bæinn aftur fór ég í innflutningspartí til Emilíu og Jóns Þórs, hitti Bjarnheiði, Ásdísi og Völlu í 6.X stelpuhittingi og svo fór ég í afar skemmtilegt 'roadtrip' um Snæfellsnesið með R-unum. Ég held að kríurnar við Arnarstapa jafni sig varla í bráð. Þegar hér er komið við sögu var vika liðin af dvölinni. Rúmri viku áður hafði systir mín skyndilega ákveðið að taka Stefán Helgi með í business ferð til Evrópu og skilja hann eftir á Íslandi. Fyrstu tvo dagana fórum við í tennis niður í Laugardal og svo í fjöruferð uppi í sveit. Mið-fös hafði Bragi fengið leyfi til að Stefán mætti fara í Sumarbúðir í Borg hjá Völsurum. Það endaði svo með því að ég fékk líka að fara í sumarbúðir í Borg ;) og fór því galvösk í fjölskyldugarðinn og nauthólsvíkina. Það vildi svo heppilega til að akkúrat þessa daga hans Stefáns á leikjanámskeiðinu var besta veður það sem þá var liðið sumri og þar sem mér tókst að taka sólarvörnina mína upp úr ferðatöskuni áður en ég lagði af stað til íslands þá hef ég dágóða sönnun þess að maður getur víst orðið brúnn á Íslandi. Annars á föstudeginum hitti ég Helgu Björk í hádegismat og fór á Austurvöll með henni ásamt því að heimsækja Ástu í KB-banka þar sem við vorum einu viðskiptavinirnir. Seinna um kvöldið fór ég svo á Footloose með R-unum og ég er ekki frá því að hafa orðið fyrir smávonbrigðum, ætli þetta hafi ekki verið svona sýning eins og maður ímyndaði sér Versló-sýningarnar hér á árum áður. Á laugardeginum hitti ég svo Emilíu, Jón Þór, Ragnhildi, Rögnu og Katrínu í grill heima hjá Emilíu og skruppum við R-in síðan í smá Singstar partí eftir það. Daginn eftir skrapp ég svo upp í sveit þar sem mamma, pabbi, Sigga Sóley og Stefán voru. Held ég hafi bara hitt nánast alla ættingja mína í pabba ætt þann daginn. Ég passaði mig ekki, það tók 5-6 klst að fara á milli þessa þriggja bústaða og afraksturinn var þessi fína rauða bringa. Hitti svo stærðfræðistelpurnar Guðbjörtu, Helgu Björk og Ástu á kaffihúsi seinna um kvöldið.Á mánudeginum fór ég í smáverslunarferð með Siggu ásamt því að hitta Sigga Smára á kaffihúsi og svo skruppum við upp í sveit með Ragnhildi til að hitta restina af mannskapnum í kvöldmat. Á þriðjudeginum var svo komið að heimferð hjá mér - hef aldrei séð jafnmikið af fólki í Leifsstöð að checka sig inn!!! Vel á minnst til hamingju með nýju vinnuna Ragna!!!

Já svona var ferðin mín í löngum dráttum, ábyggilega eitthvað sem ég hef gleymt eins og hinum mörgu ísferðum, kringlukránni?, öllum grillmatnum, græjur blastaðar í Hvalfjarðargöngunum osfrv.

Góðu fréttirnar eru annars þær að konan er fariin!!! jibbý!!! Hún reyndar tók espressókaffikönnuna mína (skildi svo eftir sína sem vantar á svarta tappann á lokið) en hvað nennir maður svo sem að gera í því. Líka alveg ótrúlegt hvað henni tókst að sprengja af ljósaperum í íbúðinni og skilja eftir 5 ruslapoka á ganginum fyrir framan íbúðina sem lyktuðu ekki ýkja vel þegar ég kom...

...látum þetta vera nóg af kvarti og kveini - núna er það bara skólinn og reyna að lifa af þennan hita (við erum að tala um 38 gráður í raka sem manni finnst vera 42 gráður) en sem betur fer á hitinn að lækka aðeins á morgun

Þann 04 ágúst, 2006 07:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

það er sko hot hot að konan sé farin og þú getir verið heima hjá þér í friði!

 
Þann 04 ágúst, 2006 11:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

takk fyrir það og takk æðislega fyrir síðast, ævintýrin voru mörg:)

gott að heyra að konan er farin..jibbi:)

hafðu það gott skvís:)

hot hot hot kveðja Ragna:)

 
Þann 06 ágúst, 2006 14:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

JAHÚ! og jibbíjei að þú sért laus við kon(frenj)una!!!
Þetta hefur verið frábær Íslandsdvöl sé ég - nda áttiru það nú meir en skilið eftir hrakningarnar síðustu vikur fyrir heimkomu! :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)