Ragna í New York

25. ágúst 2005

Í Subway

Skruppum aðeins downtown í dag. Gengum Central Park og þaðan fórum við í neðanjarðarlestarstöð. Settumst á svona 6 sæta bekk, tókum ekkert eftir skrítnum poka sem var í einu sætanna. Allt í einu kemur maður að bekknum tekur pokann og setur fyrir framan bróður íbúðarfélagans míns (treysti mér ekki til að skrifa nafnið hans). Þá föttuðum við allt í einu að það var enginn þarna sem átti pokann. Við lítum til beggja hliða og sjáum tvo lögreglumenn koma frá báðum áttum (þ.e. 2X2). Okkur var sagt að hypja okkur í burtu. Svo stóðum við í 20m fjarlægð þar til lestin kom og flutti okkur í burtu. Á meðan gættu löggurnar pokans, með stingandi augnarráði.

Úff þetta var smá scary, samt ekki pokinn sko heldur þegar löggurnar örkuðu svona að okkur. Annars fórum við og hittum vin Meha sem býr á 36 hæð með alveg frábæru útsýni við 50sta stræti, ótrúleg íbúð. Fengum gott að borða á Indónesískum stað. Gengum svo upp á Times Square og að Rockefeller Center og sáum okkar skerf af skrítnu fólki í leiðinni.

Á leiðinni heim í lestinni rákum við svo augun í plakat sem á stóð: "If you see something, say something". Þeir hefðu kannski átt að segja okkur það fyrr!

Þann 26 ágúst, 2005 16:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ hæ. Til hamingju með íbúðina :) En varð bara að segja þér að lásum í vegahandókinni um einhvern kall sem var hneigður til stærðfræði!! Þekkir þú einhverja sem eru svoleiðis? :) hehehe (vorum sko á ferðalagi þegar við lásum þetta í bókinni) ;)

 
Þann 27 ágúst, 2005 08:54, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ha,ha, grey fólk sem gleymir dótinu sínu óvart e-rsstaðar...löngu búið að gera allt upptækt af löggunni og svo er maður kannski handtekinn í þokkabót!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)