Ragna í New York

31. janúar 2007

Bizarre uses for cremated remains:

Í boði dagatalsins míns:
from my calendar:

Frisbees:
When Frisbee inventor Ed Headrick died in August 2002 at age 78, family members had his ashes molded into a flying disc, which, as ABC's Buck Wolf observed, meant that his grandkids could still play catch with Grandpa.

Ink for comic books: In 1997, the ashes of Mark Gruenwald, an editor at Marvel Comics, were put into the ink of a comic series called Squadron Supreme. "This is something that he really wanted because he really loved comics," said Marvel's editor in chief, Bob Harras. "He wanted to be part of his work in a very real sense."

29. janúar 2007

Síðan síðast

Skrapp til Siggu um helgina. Tók þá skyndiákvörðun á fimmtudagskvöldið að hitta aðeins á Völlu í Philadelphíu á föstudeginum. Fór því á fætur kl. 8 um morguninn til að skreppa á skrifstofuna áður en ég legði af stað. Langt síðan ég hef farið í subwayinn svona snemma dags, fékk meira að segja frítt AM blað. Tók New Jersey Transit til Trenton þar sem ég hitti Völlu og tókum við SEPTA lestina til Philadelphíu. Við löbbuðum um Drexel og UPenn svæðið en það var svo kalt (-11°C - feels like -21°C) að við entumst nú ekki lengi úti við. Samt skemmtilegt að sjá hvað þessi tvö háskólasvæði, sem liggja hlið við hlið, eru ólík. Að sjálfsögðu keyptum við Valla okkur e-a skemmtilega hluti, samt no comment á hvað það var ;) Svo þegar Valla þurfti að mæta í tíma þá skrapp ég á lestarstöðina og tók SEPTA lest til Wilmington. Allt í allt borgaði ég 12 dollara fyrir þessar lestir - geri aðrir betur. (Reyndar ókeypis í NJT í síðustu viku fyrir stúdenta). Ég náði að kaupa mér tvö borðspil - sem ég var lengi búin að ætla mér. Hlakka til að geta tekið þau í gagnið. Kom svo aftur til baka í gær eftir að hafa fengið skutl til Princeton til að taka lestina.

Önnur impulse kaup sem ég gerði um helgina: Festi kaup á flugmiða með flugleiðum til London í mars. Ætla að fljúga þaðan áfram til Vínarborgar að heimsækja Helgu og Sigga. Stoppa svo í nokkra daga heima á bakaleiðinni. Manni finnst alltaf sárt þegar maður fær farmiða til London með ágætis stoppi á klakanum fyrir lægra verð en miðinn kostar heim án stopps í London. Ætla sem sagt að eyða vorfríinu mínu í Vínarborg.

Went to visit my sister this weekend. Met a friend in Philadelphia first though we didn't do much because of the extreme cold. The New Jersey Transit was free last week for students so my trip only cost $12. Pretty sweet. Came back last night on the NJT of course.

I finally bought my tickets to London for spring break. I'm actually going to Vienna but I decided to fly with Iceland Air(thus London) so I can make a 4 day stop in Iceland on my way back.

Þann 29 janúar, 2007 14:06, sagði Anonymous Nafnlaus...

Það verður örugglega æðislegt að skreppa til Vínar. Líka til London. Ég kann mjög vel við þá borg eftir að hafa heimsótt hana í sumar.

 
Þann 29 janúar, 2007 19:04, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sjibbí! Vínarborg í vorfríinu. Það verður örugglega fjör!

 
Viltu tjá þig?

23. janúar 2007

Síðustu dagar

Búið að vera ágætlega mikið að gera frá því ég kom til baka. Fyrstu þrjá dagana hafði Stebbi ofan af fyrir mér. Á fimmtudagskvöldið fór ég í "vísindaferð" í business skólann og endaði á að kanna fjóra bari hér í nágrenninu. Á föstudag fór ég ásamt nokkrum úr skólanum á þýskan stað - þetta var partur af alþjóðlegu matarkvöldunum sem fólk hér í deildinni er að standa fyrir. Eftir það þá kíkti ég með nokkrum vel völdum einstaklingum í partí uppi í Washington Heights - það er alveg nyrst á Manhattan og tekur svona 20 mín með lest frá mér. Á laugardeginum var ég búin að bjóða fullt af fólki í hangikjöt og fleira. Dagurinn fór því í það að laga til og fara út í búð á milli þess sem ég horfði á einstaka þátt af 24. Ágætis mæting um kvöldið, forrétturinn, sem var reyktur lax og graflax, rann svo fljótt út að ég fékk ekkert af honum. Mér tókst að búa til uppstúf og sjóða kartöflur sem ég hafði með hangikjötinu ;) og svo var ég með íslenskar pönnukökur í eftirrétt og þær alveg hreint hurfu. Seinna um kvöldið tók ég svo fram hákarl og brennivín og ótrúlegt en satt þá var amk einn einstaklingur sem fékk sér aftur og aftur...
Kíkti svo út á "hverfis"bar hérna rétt hjá með nokkrum hressum einstaklingum. Sem sagt einstaklega hressandi helgi hérna hjá mér. Í gær eftir kennslu fór ég svo á lagabókasafnið. Heimaverkefni fyrir lagatölfræðikúrsinn sem ég er að taka var nefnilega að kíkja á bókasafnið og leita uppi gamalt mál og finna gögn í því svo ég gæti unnið eitthvað smotterí með þau. Þ.a. núna ef ykkar vantar að láta leita uppi mál úr bandarísku réttarkerfi - þá vitið þið hvern þið getið talað við ;)

I'll post an English version if someone requests one, otherwise I'm too lazy right now.

Þann 23 janúar, 2007 16:19, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

ég held að það sé varla hægt að hafa íslenskari mat en þetta... mér finnst mjög merkilegt að það sé til kúrs sem heitir lagatölfræði!

 
Þann 23 janúar, 2007 16:27, sagði Blogger Ragna...

hann heitir nátla ekki lagatölfræði heldur Advanced Topics in Statistics. Hins vegar er bara verið að fjalla um hvernig tölfræði er notuð í lagamálum o.þ.h.

 
Þann 23 janúar, 2007 16:49, sagði Blogger Ragnhildur...

Hvort fékk sér þessi einstaklingur aftur og aftur af brennivíni eða hákarl? Það er nefnilega jafn ógeðslegt bæði tvennt

 
Þann 23 janúar, 2007 17:07, sagði Blogger Ragna...

þá meinti ég nú hákarlinn... það voru aðrir sem vildu meira brennivín til að skola óbragðið úr munninum...

 
Viltu tjá þig?

19. janúar 2007

Nýtt kortaveski


Var að fá mér svona veski um daginn (kallast innaní-úti veski.) Algjör snilld. Setur bara peningana á milli, lokar og opnar svo á hinn veginn og þá eru þeir orðnir fastir í veskinu.

I just got one of these inside-out wallets the other day. It’s brilliant. You put the money loose in it and then close it and open it the other way and voila they’re fastened in the wallet.

16. janúar 2007

I'm back

Came back last night. The flight was fine - there were some interesting groups and characters on it though. Highlights of the trip: the drunk, old, Icelandic woman that couldn't keep her hands off of my seatmate (who was American and did not understand a word she said). Strange to be back were there's no snow - now I won't slip trying to walk outside. Stebbi was on the same flight so he's staying here for a couple of days. We met Guðrún Halla, another Icelandic Columbia student at the airport so we all took a cab back to campus. Real life starts again today...

Kom til New York í gærkvöldi. Flugið var fínt - skondnir hópar og persónur um borð þó. Hápunkturinn var ábyggilega eldri íslensk kona, sem var full og gat ekki staðist það káfa á sessunaut mínum (sem var bandarískur og skildi ekki orð af því sem hún sagði). Skrítið vera komin tl baka í engan snjó - amk mun ég ekki renna í hálkunni úti. Stebbi kom með sama flugi og ætlar dvelja í nokkra daga. Við hittum Guðrúnu Höllu, sem er líka í Columbia,
fyrir utan flugstöðina og tókum við svo öll leigubíl á campus. Í dag bíður blákaldur raunveruleikinn eftir mér...

11. janúar 2007

Góðverk dagsins

Góðverki dagsins lokið - fór með Ragnhildi í blóðbankann og gaf blóð. Náðum meira að segja að hitta Rögnu vinkonu sem er nýbyrjuð að vinna í blóðbankanum.

I was a good Samaritan today, went and donated blood. Went with my friend Ragnhildur and we met our friend Ragna that just started working at the blood bank of Iceland.

Þann 11 janúar, 2007 15:34, sagði Blogger Ragnhildur...

Já, það var sko heldur betur góðverk.
Það er meira að segja ennþá vont ef ég ýti á staðinn þar sem náling fór inn ;)

 
Viltu tjá þig?

10. janúar 2007

Afturhvarf til fortíðar

Er búin að mæta upp á bókasafn VRII eftir hádegi alla þessa viku. Margt búið að breytast en að sömuleiti margt alveg eins. Amk nældi ég mér í borð á sama stað og ég sat nánast allt síðasta árið mitt hér í HÍ. Svo er þótt ótrúlegt sé ennþá nokkur kunnugleg andlit þó stærri hluti þeirra eigi nú heima á kennaraliðinu hehe. En já ég er sem sagt að undirbúa kennsluna sem byrjar í næstu viku. Það þýðir ekkert að slappa af þó maður sé á Íslandi. Annars er ágætt að nota þennan "dauða" tíma meðan allir eru í vinnunni, til þess að vinna smá líka ;)

I've been going to my old college library for the past few days. Nice to go and remember old times. I can still see familiar faces even thoug a higher proportion now belongs to the staff...
I'm preparing for teaching next week - it's not just vacation here in Iceland (btw. right now it's 19°F and a whole lot of snow). Anyways, it's good to use this "dead" time for work because everyone else I know is out working or at school.

9. janúar 2007

Nýr sími

Mig langar í svona
I want one of these

Þann 10 janúar, 2007 09:48, sagði Blogger Ragnhildur...

kemur á óvart :P

 
Þann 10 janúar, 2007 14:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá flottur!!!

 
Viltu tjá þig?

4. janúar 2007

Bókmenntafræðingurinn

Skrapp upp í LÍN í gær. Þurfti nefnilega að koma til þeirra staðfestingu á að ég væri enn í námi svo ég þurfi ekki að byrja að borga námslánin á þessu ári frá því í BS-num hérna heima. Ég skilaði e-u vottorði sem ég fékk frá skólanum úti þar sem í raun kom aðeins fram að ég hafi verið í fullu námi á síðasta ári og væri skráð í fullt nám þetta ár líka. Einnig kom fram að ég hafi fengið mastersgráðu frá skólanum. Stúlkan sem afgreiddi mig fór baka til og kom svo og sagði mér að þetta væri nóg til þess að fresta endurgreiðslunni. Ég skammaðist mín reyndar smá þegar ég fór með vottorðið því það voru nokkrir kaffiblettir á bréfinu eftir að ég hellti niður heilum kaffibolla ofan á fullt af dóti þegar ég var að reyna að búa um Stebba þegar hann kom í heimsókn fyrir jólin. En já aftur að LÍN, núna rétt áðan var ég að tékka hvort eitthvað væri komið um þetta á mínu svæði hjá LÍN. Þeir greinilega mjög duglegir og búnir að setja eitthvað inn en það fyndna er að þeir skrá mig í mastersnám hjá Columbia í enskum bókmenntum! Eins og ég sagði þá kemur ekkert fram nákvæmlega í hvaða grein ég stunda nám - né að ég sé í doktorsnámi þó ég eigi reyndar bréf frá deildinni minni sem getur staðfest það. En mér finnst rosafyndið að hugsa sér mig að læra enskar bókmenntir. Ætli ég leyfi þeim ekki bara að halda það hehe.

Short english summary: Now a certain Icelandic institution (it handles students loaning) thinks that I'm doing an MA in English Literature at Columbia. I'm thinking about not correcting them...

3. janúar 2007

Calendar

My new calendar says that Italians believe it's best to get a haircut during full moon. Interesting huh?
I'm going to put my new calendar on my desk in the office when I get back to NYC (well if there's room for it...) My calendar seems to be full of knowledge - maybe I'll put in more of it's wisdom on this blog during the year.

1. janúar 2007

Gleðilegt nýtt ár - Happy New Year

Another crazy New Years Eve is behind. This year my neighbours threw a show for us, they had so many fireworks that they were nonstop from 8pm to 2am. It was really nice even though my roof window now has paper snips frozen stuck to it(from blown up fireworks). I heard on the news that Icelanders had set another record: most fireworks bought ever in Iceland. I think Icelanders set this record every year. At least since I was born.

Actually the New Years Eve I remember the most from childhood was when my sisters friend Bragi came to visit. I was maybe 5 or 6 so he would have been in the age group of 20-30 which is the age group that's most famous for buying fireworks (I mean a lot of them, 14 year olds can't afford to buy a lot). So of course Bragi had a lot of fireworks (which was a good thing in my opinion). What stood out was this circle kind of thing that was supposed to be hung up on a wall and when tended it was supposed to go in circles (I think). Anyways where I used to live we had this wooden wall that was both perpendicular and parallel to our house (the house was like an L and the wooden wall finished the U) and Bragi hung this circle up on that wooden wall. What I remember next is everyone running away because this crazy firework thing just started moving towards the house. It was kind of funny - at least in my memory.

But yes just wanted to whish everyone a happy new year and encourage you to come to Iceland over new years at least once in your lifetime. You'll see the most amazing (crazy) firework display ever and if you stay till Jan 6th you might even see elves.

Þann 01 janúar, 2007 19:48, sagði Anonymous Nafnlaus...

Gleðilegt ár Ragna mín og takk fyrir það gamla :) sjáumst hressar og kátar í jólaboðinu á þrettándanum :) þ.e.a.s. ef þú verður ekki að drepast í munninum eftir jaxlatökuna :-/ gangi þér allavega vel í henni :)
Kveðja Hanna frænka

 
Þann 04 janúar, 2007 19:44, sagði Blogger Ragna...

Takk sömuleiðis - hlakka til að sjá þig. Jaxlatakan var skárri en ég hélt ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)