Á morgun, New York
Jæja mér var hleypt inn í landið. Allt morandi í gömlum MR-ingum í Leifsstöð. Töskurnar komust til skila og kakan sem ég tók með í handfarangri leit ennþá út fyrir að vera kaka. Varð smá smeyk þegar ég sá hvað flugstjórinn og aðstoðarflugmaðurinn voru ungir. Sigga minntist meira að segja á það þegar hún sá þá koma út. (Jæja, kannski flugstjórinn hafi bara verið unglegur en aðstoðarflugmaðurinn leit út fyrir að vera 4 árum yngri en ég.)
Búin að hafa það fínt þrátt fyrir hitann. Á morgun er það svo New York. Ég fór í innkaupaferð í IKEA í dag með Siggu Sóleyju - við vorum 6 tíma í búðinni. Á samt enn eftir að kaupa rúm og skrifborð - en ég veit amk hvað ég vil. Það verður samt heljarinnar ævintýri að bera allt þetta upp á fjórðu hæð (engin lyfta!) en ég hlakka nú samt til að sjá íbúðina (og herbergið mitt.) Ég skal taka myndir þegar ég verð búin að setja þetta allt saman. Vona að það takist það læddist amk eitt stk kassi með verkfærum ofan í innkaupakörfuna í IKEA í dag (hamar, töng o.þ.h.)