Ragna í New York

30. janúar 2008

Bloggstuð

Fyrst ég er komin í svo mikinn ham þá datt mér í hug að leyfa ykkur að sjá nýju gleraugun mín sem ég er búin að eiga í rúmar tvær vikur núna. Þau eru voða fín en þar sem ég kann ekki að taka flottar sjálfsmyndir þá verðið þið að bíða eftir að sjá mig með þau þar til einhvern tíman seinna.

Þann 30 janúar, 2008 17:23, sagði Blogger Hanna...

flott gleraugu :) þú ert ábiggilega algjör gella með þau ;)

 
Þann 30 janúar, 2008 23:43, sagði Blogger Unknown...

úúúúú hlakka til að sjá þau "life" eftir aðeins viku! geggjað flott!

 
Viltu tjá þig?

29. janúar 2008

Hafnfirðingabrandarar

komu upp yfir borðhaldi á Þorrablótinu.
Af algjörri tilviljun* rakst ég á þetta á imdb í gær og sendi á Völlu. Ákvað að leyfa ykkur hinum að njóta líka. Þetta er dálítið mikil langloka en ef þið lesið bara fyrsta partinn þá er það alveg nóg...


* ég man varla lengur afhverju ég var að skoða prófilinn hans. Held ég hafi verið að skoða Lazytown því ég var forvitin að sjá hvað fólk segir um þættina á spjallborðunum. Eða sko aðallega var ég forvitin að sjá hvað fólk segði um Magnús Scheving því mömmurnar þarna eru næstum jafnslæmar og barnalandsliðið...

Þann 30 janúar, 2008 11:17, sagði Blogger beamia...

vá. þetta slær jafnvel sögunum sem vella upp úr þýskum álfadýrkendum við!

 
Viltu tjá þig?

Á skrifstofunni

Fékk nýja tölvu í gær. Vonandi hjálpar það mér við að vera lengur á skrifstofunni að vinna. Sveik aðeins lit og fékk mér Dell en verið óhrædd ég mun aldrei fá mér annað en makka á heimilið.

Annars var Rocky víst orðin eitt kíló um síðustu helgi. Hann borðar víst og borðar sem er gott mál.

Hef síðan alveg gleymt að minnast á fínu jólagjöfina frá Siggu og fjölskyldu. Fékk nefnilega Yamaha hljómborð. Það eru svo margir takkar og fídusar að ég er bara búin að vera að leika mér með það síðan ég kom. Gaman gaman.

Þann 29 janúar, 2008 10:51, sagði Blogger Ragnhildur...

spurning hvort að þú viljir vera lengur... eða koma fyrr ;)

 
Viltu tjá þig?

28. janúar 2008

Rocky og leiðangurinn

Núna er spennan ábyggilega í hámarki þó ég vona að þið hafið ekki gert ykkur vonir um djúsí sögu. Vil ekki valda ykkur vonbrigðum ;)
Skólinn byrjaði fyrir viku síðan, svo fékk ég kvefpest dauðans þ.a. ég var heima í tvo daga. Fór svo á Þorrablót Íslendingafélagsins hér í borg á laugardaginn og skemmti mér alveg frábærlega.

En að sögunni. Ég kom hingað út mánudaginn 14. janúar og planið fyrir þá viku var að ég færi til Siggu í tvo daga og kæmi svo til baka á fimmtudegi og hitti Stebba sem ætlaði að gista. Svo ætlaði ég eyða restinni af fríinu í að laga til oþh. Þetta plan breyttist svo þegar ég heyrði í Siggu kvöldið sem ég kom. Þá var það fyrsta sem ég heyrði að hún væri búin að kaupa hvolp og skíra hann Rocky. Rocky er af 'tegundinni' Schnoodle eða blendingur af Schnauser og Poodle kyni. Málið var að hún mátti ná í Rocky á laugardeginum. Það voru góð ráð dýr, ég hef aldrei átt hvolp og vildi nú ekki missa af fyrstu dögum Rocky's. Þar sem að Rocky var staddur í New York fylki, 3,5 tíma akstri frá Siggu þá ákváðum við að ég gæti farið með þeim að ná í Rocky. Ég ætlaði að fá að kíkja í heimsókn til Völlu og Geirs og svo yrði náð í mig í leiðinni. Þannig leit planið út á þriðjudeginum.
Í hádegismat á miðvikudeginum ræddum við Sigga betur saman og þegar hún heyrði að Stebbi væri að fara til Íþöku á föstudeginum þá kastaði hún því fram að hann þyrfti bara að ná í Rocky fyrir þau, þetta væri svo nálægt. Þá kom upp úr kafinu að Rocky var fæddur í klst fjarlægð frá Íþöku, á leiðinni milli Wilmington og Íþöku. Þá kom upp hugmyndin sem loksins varð að veruleika, ég fengi bíl lánaðan og keyrði til NYC, sækti Stebba út á flugvöll, skutlaði svo Stebba til Íþöku á föstudeginum keyrði svo í klukkutíma til Binghamton þar sem Rocky var og keyrði svo með Rocky til baka til Wilmington á föstudagskvöldinu. Þetta varð raunin, ég varð þeirra ánægju njótandi að verða samferða Stebba uppeftir og svo fékk ég sætari ferðafélaga til baka, Rocky.

Við skulum svo taka það fram að ég hef aldrei mikið átt samleið með hundum og þegar ég fékk Rocky fyrst í hendurnar þá var ætlunin að hann væri í kassa á leiðnni til baka. En hann ýlfraði svo mikið í kassanum að ég leyfði honum að sitja í kjöltunni alla leiðina. Hann reyndar svaf mestan tíman en á meðan hann var í kjöltunni þá hegðaði hann sér óaðfinnanlega. Þannig að ég var strax farin að dekra hann. Eftir þessa ferð og eftir að ég mætti til Wilmington með Rocky þá kom okkur Rocky mjög vel saman. Harold djókaði með það að Rocky héldi að ég væri mamma hans... en næst þegar ég kíki í heimsókn verður hann ábyggilega búinn að gleyma mér :(
En nánar að Rocky, hann var svo mikið kríli, hef aldrei séð jafnlítinn hund áður. Við vigtuðum hann daginn eftir að hann kom og mældist hann 800 grömm. Enda var ekkert mál að halda á honum í annarri hendinni og hann komst nánast fyrir í vasa. Stefán og Kristín hafa tekið honum vel, jafnvel of vel stundum. Enda ekki nema von, hverjum finnst ekki tæplega 1 kg hvolpur sætur. Líka alveg kostulegt þegar hann labbar um á sleipa golfdúknum í eldhúsinu eða sefur í fanginu manns fyrir framan sjónvarpið. Honum finnst líka voða gaman að leika og getur verið mjög ærslafullur.

Þetta var sem sagt öll sagan, fjölskyldan í Wilmington orðin stærri. Ég heyrði reyndar systkinin tala saman um daginn þar sem þau voru að ræða um fjölskylduna, ég varð mjög snortin þegar þau ákváðu að ég væri partur af fjölskyldunni (amk þegar ég er í heimsókn) þ.e. ég er ekki gestur á heimilinu, ég á heima þar stundum...

En nóg í bili, þið megið búast við fleiri sögum af Rocky í framtíðinni og kannski myndir þegar hann stækkar en hann á víst að geta orðið um 15 pund, sjö átta kíló.

Þann 28 janúar, 2008 17:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

haha æðislega ferðasaga :) hlakka til að hetra fleiri sögur af Rocky :)

 
Þann 28 janúar, 2008 17:27, sagði Blogger Hanna...

hehe sorry gleymdi að kvitta :)

 
Þann 29 janúar, 2008 02:48, sagði Blogger beamia...

jeij! ég giskaði pínku rétt :D takk fyrir góða sögu :)

 
Viltu tjá þig?

21. janúar 2008

Rocky

Tessi sæti litli hvolpur er ástæda leidangursins um daginn öll
sagan kemur sídar

Þann 22 janúar, 2008 06:51, sagði Blogger Ragnhildur...

þetta verður meira og meira spennandi

 
Þann 22 janúar, 2008 14:53, sagði Blogger beamia...

jaminnsann, lítill hnoðri! ertu að passa hann? eða er hann gjöf til frændsystkina þinna? færðu að eiga hlut í honum? :D

 
Þann 23 janúar, 2008 06:20, sagði Blogger Hanna...

Spennó hlakka til að heyra meira :)

 
Þann 28 janúar, 2008 02:45, sagði Blogger beamia...

jæja nú vil ég gjarnan heyra þessa sögu bráðum! :)

 
Viltu tjá þig?

17. janúar 2008

Leyni leiðangur

Er á leiðinni í leyni leiðangur. Leiðangur þessi mun standa yfir allan daginn á morgun og byrjaði eiginlega í dag.
Nánari fréttir koma fljótlega...

Þann 18 janúar, 2008 09:01, sagði Blogger beamia...

vóvóvó nú er ég forvitin :)

en heyrðu, ég fór á tónleika með þessum músíkklúbbi sem þú talar um í færslunni á undan og fékk einmitt það sama á tilfinninguna - að klúbburinn byggðist upp af stærðfræðiprófessorum og kennurum í MR :D

 
Þann 18 janúar, 2008 17:04, sagði Blogger Hanna...

.....þetta gerir mann heldur betur forvitna :) hlakka til að lesa meira um leyni leiðangurinn :)

Kveðja, Hanna

 
Þann 21 janúar, 2008 10:13, sagði Blogger Ragnhildur...

já, ég er spennt líka að vita hvað þú varst að gera!

 
Viltu tjá þig?

15. janúar 2008

New York, New York

Jæja er komin út. Þriggja tíma seinkun á vélinni en aldrei eins auðvelt að fara í gegn á JFK.

Fór óvænt á tónleikana (með greini) kammermúsíkklúbbsin í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Hafði uppgötvað að ég þyrfti nú eiginlega að hringja í Margréti vinkonu áður en ég færi. Vissi reyndar að hún væri að spila á þessum tónleikum en datt á e-n óskiljanlegan hátt að hún væri heima hjá sér einni og hálfri klukkustund fyrir tónleika. Náði að sjálfsögðu bara í mömmu hennar en hún átti aukaboðsmiða á tónleikana þannig að hún bauð mér bara að fljóta með og hitta þannig Margréti.
Þetta voru alveg æðislegir tónleikar og við eigum greinilega mjög frambærilegt og efnilegt ungt tónlistarfólk.
Þar sem ég var hjá mömmu Margrétar alla tónleikana þá heyrði ég marga koma til hennar og hrósa þeim. Ein sagðist meira að segja ekki hafa farið á jafngóða tónleika lengi. Verð bara að vera sammála henni.
Sá annars fullt af fólki sem ég kannaðist við. Held að flestallir hafi verið annaðhvort háskólaprófessor (og þá í stærðfræði) eða kennari við Menntaskólann...

11. janúar 2008

Ert þú hetja?

Ég er það og ber merki þess. Hef aldrei séð jafnógeðslegt mar og ég ber nú á handleggnum.

Þann 11 janúar, 2008 18:07, sagði Anonymous Nafnlaus...

*hrollur*

 
Viltu tjá þig?

8. janúar 2008

IKEA maðurinn

Var að lesa frétt á mbl um mann í New York borg sem þurfti að flytja tímabundið úr íbúð sinni og fær að búa í IKEA á meðan. Fannst fyndið að mbl talar um að hann fái að flytja inn í IKEA búðina sem er í New Jersey. Eins og fólk átti sig ekki á að New Jersey er ágætlega stór (svona þannig lagað) og ég veit um amk tvær IKEA búðir þar. Fyndið hvað fólk stundum heldur að New Jersey sé bara stórborg en ekki heilt fylki. Las meira segja á heimasíðunni um þetta að hann muni búa í búðinni sem er lengra í burtu frá Manhattan. Amk er þetta ekki IKEA búðin sem ókeypis rútuferðirnar frá Manhattan fara til.

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?verold=1;nid=1313671

http://marklivesinikea.com/

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)