Ragna í New York

30. nóvember 2007

Ó jólatré, ó jólatré

Er mín ekki búin ad vera dugleg?

Þann 02 desember, 2007 14:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

Svaka flott jólatré hjá þér!! :) Ekta jólafílingur að sjá myndina.

Kv. Emilía bumbulína

 
Þann 03 desember, 2007 02:01, sagði Blogger Hákon...

Vá!
Töff!

 
Þann 09 desember, 2007 16:57, sagði Blogger Ragnhildur...

Rosa dugleg!

 
Viltu tjá þig?

28. nóvember 2007

Shrek

Rakst á hálftíma Shrek mynd í sjónvarpinu. Var víst sérstaklega
gerd fyrir sjónvarp. Algjör snilld!!!

26. nóvember 2007

Nítján dagar

Þakkargjarðarhátíðin liðin. Ég fór til Siggu og co eldsnemma á fimmtudagsmorguninn. Vaknaði kl. 4:30 svo ég myndi örugglega ná lestinni kl. 5:45. Var komin kl. hálfátta til DE þar sem ég fékk morgunmat og eyddi deginum í að borða kalkún og spila foosball. Við Sigga fengum svo þá snilldarhugmynd að kíkja á Black Friday. Sem sagt föstudagurinn eftir þakkargjarðarhátíðina þá opna búðir eldsnemma og þar sem mollið hjá Siggu ætlaði að opna kl. 3 eftir miðnætti þá ákváðum við að mæta. Vöknuðum reyndar ekki fyrr en kl. 4:15 þar sem vekjaraklukkan mín var svo heppilega stillt á það frá því morguninn áður. Vorum mættar í mollið korter í 5 og var troðið þar. Mjög hressilegt og margt á góðu verði. Átum svo kalkún og meiri kalkún á föstudeginum. Um kvöldið fórum við Sigga svo að versla jólaskraut þar sem ég ætla mér að setja upp alvörujólatré og skraut og svona. Núna á ég jólatrésstand og dúk undir tréð og allt skraut. Eina sem vantar er jólatré. Á laugardeginum skutlaði öll fjölskyldan mér til borgarinnar. Við fengum voða góðan mexíkanskan mat og tókum svo subwayinn niður að Rockefeller Plaza þar sem skautasvellið og jólatréð er. Því miður verður ekki kveikt á trénu fyrr en á miðvikudaginn en ég veit að Kristínu var alveg sama - hún var upptekin við að horfa á fólkið á skautum.

Annað í fréttum, kíkti á myndina August Rush með Völlu á miðvikudaginn. (Valla svo góð að skella sér til NYC á mesta annadegi lestanna.) Mæli alveg hiklaust með myndinni. Mjög sæt og falleg mynd. Svo var Valla svo mikill snillingur að hún fékk ókeypis í lestina á leiðinni heim þar sem hún nennti ekki að bíða í röð til að kaupa miða (svona 20 mínútna bið til að kaupa miða en maður getur borgað $5 aukalega og keypt miða um borð. ) Amk finnst mér hún snillingur þótt hún sé ekki sammála því ;)

Núna er ég bara að reyna að komast í jólastuð, fann útvarpsstöð sem spilar eingöngu jólalög fram til jóla, fm 106.7 ef e-r hafa áhuga ;)
Ég er einmitt byrjuð á jóladagatalinu mínu þar sem ég stal hugmyndinni hennar Sirrýar vinkonu úr Réttó en þegar hún bjó í Köben þá notaði hún jóladagatalið til að telja niður þar til hún færi heim. Valla var svo góð að hjálpa mér að framkvæma þetta með því að gefa mér súkkulaðijóladagatal í afmælisgjöf. Ég opnaði glugga númer 19 í dag sem þýðir 19 dagar í mig ;)

Þann 26 nóvember, 2007 16:33, sagði Blogger Valla...

haha þetta lestarævintýri var nú bara stuð. Myndin fær víst glataða dóma, mér fannst hún alal vega góð

 
Þann 27 nóvember, 2007 07:53, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvað hefur orðið um þig á msn ákkúrat þegar ég þarf að biðja þig um greyða, ætli þú hafir ekki bara fundið það á þér og heldur þig þessvegna fjarri ;-)
Annnars, ohhh, ég var alveg búin að gleyma þessu með hugmyndina hennar Sirrýar, mikið sniðugara að gera þetta svona, en þetta árið var ég bara búin að ákveða að sleppa jóladagatalinu því það gengi aldrei upp!!!!!!
Bið allavega að heilsa, Lára

 
Viltu tjá þig?

16. nóvember 2007

Síðan síðast

Langt síðan síðast. Hef e-n veginn ekki verið í stuði til þess að skrifa hingað inn. Hrekkjavakan komin og farin, afmælið mitt líka.

Fyrst vil ég þakka öllum fyrir kveðjur og hamingjuóskir á afmælisdaginn. Ótrúlegt hversu margir muna eftir manni...

Til að byrja e-s staðar þá fór ég í hrekkjavökupartí helgina fyrir hrekkjavöku. Klæddist sem íðilfögur miðaldardrottning. Fór svo út með Karin og tveimur vinum hennar og var það bara gaman að labba um götuna eins og allir aðrir í furðulegum búningum. Við Karin vorum reyndar svo tímanlega í því að fyrr um daginn fórum við í búningabúð til að finna eitthvað á okkur. Öllum íbúum Upper West Side og fleirum ábyggilega, hafði dottið það sama í hug...

Á hrekkjavökudaginn sjálfan fór ég með nokkrum vinum niður í bæ til að horfa á hina árlegu skrúðgöngu. Hún var ótrúlega flott og ætlaði engan endi að taka. við enduðum á því að hverfa á brott eftir að vera þarna í 3 tíma. Flottastir var hópur uppvakninga sem mynduðu ca. 5 raðir þvert yfir götuna og dönsuðu við Michael Jackson.... E-n tíman mun ég setja inn myndir frá þessu.

Þar sem ég átti haustfrí 5. og 6. nóvember þá ákvað ég að skreppa til Siggu og co. Með stoppi í Princeton fös-lau þá var ég sótt til Philadelphíu af Siggu og krökkunum eftir hádegið á laugardeginum. Átti indæla helgi og þar sem Stefán átti frí á mánudeginum þá skruppum við í bíó á hina áhugaverðu Bee Movie.

Var komin til baka á rúmlega miðnætti, þriðudagskvöld.
Hafði ekkert sérstakt planað á afmælisdaginn nema að sitja yfir próf, þar sem ég var búin að bjóða Völlu, Geir og Albínu í mat á föstudagskvöldið. Eftir að hafa talað við Jane á miðvikudeginum þá ákvað hún að skipuleggja fyrir mig kvöldmat á afmælisdaginn minn. Við enduðum 6 út að borða á ágætis tælenskum veitingastað hér í nágrenninu og fórum svo á bar eftir það. Engu var til sparað og á endanum þegar Jane þurfti að skjótast fyrr heim þá kom í ljós að hún hafði borgað allan reikninginn - sem afmælisgjöf... Ekki vön slíku frá Íslandinu góða...

Upp á síðkastið hefur ekki mikið gerst, var reyndar mjög ánægð þegar ég pantaði nýtt batterí í fartölvuna á ebay og fékk það á um 50 dollara ( í staðinn fyrir 120) með sendingarkostnaði og það kom á innan við tveimur dögum. Þarf sjálfsagt að passa mig á ebay í náinni framtíð. Svo braut ég alveg himinháan múr í gær þegar ég bjó til grjónagraut í fyrsta sinn (ekki úr pakka sko). Ég hélt alltaf að þetta væri svo mikið mál en í raun er þetta það auðveldasta í heimi. Þarf bara að passa að mjólkin brenni ekki við... Þ.a. lummur á morgun held ég nú bara.

En að öllu alvarlegra máli. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki bloggað er sú að þarna eftir hrekkjavökuna byrjaði e-r indverskur gaur að senda mér tölvupósta. (Sem betur fer er hann staddur þar en ekki í Bandaríkjunum.) Hann hafði fundið mig og Guðbjörtu á myndasíðunum okkar og haft samband við okkur báðar. Við að sjálfsögðu hunsuðum hann og lokuðum á hann. Það eru engar upplýsingar um mig á myndasíðunni en þar sem notendanafnið er fyrstu tvö nöfnin mín þá hafði hann uppi á þessari síðu með því að googla mig. Þar sem ég er svo mikill auli þá er ég með heimilisfangið, netföng, spjallforritanotendanöfn oþh á síðunni.
Þá byrjuðu tölvupóstsendingarnar fyrir alvöru. Fyrst (áður en hann fann netföngin mín) sagði hann að hann hefði fundið mynd af mér og ég væri draumastúlkan hans og hann vildi vera vinur minn. Fyrr um daginn áður en ég fór til Princeton fékk ég sem sagt fyrsta bréfið á öll þrjú netföngin mín sem ég gaf upp. Ég vil helst ekki skrifa upp bréfið en það var í einu orði sagt mjög krípí og endaði á því að ég átti ekki að segja neinum frá þessu. Í lestinni á leiðinni til Princeton fékk ég annað bréf þar sem hann sagði mér skýrt og skorinort hver uppáhaldsjafnan mín er, en hægt er að finna það á heimasíðu eins af stærðfræðiólympíuleikum sem ég hef tekið þátt í. Jafnframt var hann búinn að reyna að bæta mér inn á msn og fleiri spjallforrit. Daginn eftir fékk ég bréf þar sem hann ítrekaði að hann vildi vera vinur minn og spurði afhverju ég var ekki búin að svara. Stuttu síðar kemur enn eitt bréf þar sem hann sagðist vera búinn að stofna aðgang fyrir mig (jahá!!) á einum af þessum tengslasíðum og ég þyrfti bara að staðfesta með netfanginu mínu að ég vildi það (einmitt já). Eins og með alla póstana þá hunsaði ég þetta allt saman en þetta er ekki skemmtilegt að lenda í, þrátt fyrir að þetta meiði mann ekki líkamlega þá er þetta mjööög óþægilegt. Reyndar skellti ég á e-n á laugardagskvöldinu þar sem að símanúmerið kom ekki fram á símanum mínum og ég hafði asnast til að svara en fattaði svo að ég vissi ekki hver það var. Veit hins vegar að gaurinn hefur ekki númerið mitt þ.a. ég hef kannski skellt á e-a saklausa manneskju, úps. En já það var svo ekki fyrr en á afmælisdaginn minn sem hann sendi aftur póst, enn til að ítreka það að ég ætti að staðfesta þennan aðgang, vel á minnst, lykilorðið átti að vera litlablóm á ensku! Í þeim pósti sagðist hann vera búin að setja inn mynd af mér inn á þennan account. En sem betur fer hef ég ekki heyrt meira frá honum og vona að viðbrögð mín að hunsa hann hafi skilað árangri. Annars finnst mér tilhugsunin um að það sé mynd af mér inni á e-i síðu vera mjög óhugnanlegt. En ég vil ekki fara inn á þetta því þá finnst mér eins og hann hafi "unnið".

En já útaf öllu þessu þá er ég mikið búin að pæla hvort ég eigi að læsa síðunni minni. Ég vil reyndar halda henni opinni þar sem mér er alveg sama þótt fólk sem ég þekki lítið sem ekkert lesi um mig. Ég viðurkenni sjálf að ég skoða slatta af síðum þar sem ég þekki fólkið ekki neitt, en það er það skemmtilega við blogg og netið almennt. Í staðinn ætla ég bara að taka allar upplýsingar um mig út af síðunni minni, nema gmailið. Sem sagt ef þið viljið bæta mér inn á msn eða fá heimilisfang og símanúmer þá er bara að senda mér meil. Svo vil ég ítreka að ég er á facebook og þar eru allar upplýsingar um mig. Ef þið bætið mér við vinalistann þar þá skal ég samþykkja ykkur. Ég er reyndar samþykki ekki neinn nema ég viti hver það er en það gildir ekki um Íslendinga, þ.e. íslenskt nafn er nóg.

Nóg af rausi núna, en ég er amk búin að læra eitt og það er að þegar maður heitir svo sérstöku nafni að mjög fáir einstaklingar koma til greina þá á maður alls ekki að nota nafnið sitt sem notendanafn þó það sé þægilegt og yfirleitt alltaf laust...

Þann 16 nóvember, 2007 23:12, sagði Blogger Ásdís...

Vá hvað þetta er skerí, ég er einmitt líka ótrúlega róleg á svona security dæmi, en þessi saga er hræðileg!

 
Þann 17 nóvember, 2007 10:46, sagði Blogger beamia...

Almáttugur... úfffpúfff! Mikið vona ég að staðfestan þín við að hunsa þennan skrímslamann skili því að þú heyrir ekki meir frá honum!!!

 
Þann 18 nóvember, 2007 08:24, sagði Anonymous Nafnlaus...

vó, krípi gaur, ótrúlegt hvað það er til skrítið fólk í heiminum. Svo er maður e-ð svo lítill og saklaus íslendingur að maður er ekkert að pæla að svona geti gerst og að það sé hægt að googla manni svo rosalega auðveldlega, vona fyrir þig að gaurinn sé búinn að gefast upp!!!!

 
Þann 19 nóvember, 2007 15:49, sagði Blogger Hákon...

Ojj creepy

Þetta er eitthvað svo óvænt þannig að þú gast náttúrulega engann veginn vitað að þú ættir von á einhverju svona.

Eru semsagt almennt geðsjúklingar út í heimi hættir að ráðast á frægt fólk og farnir að velja sér fólk af handahófi af netinu? Það er rosalegt.

 
Þann 26 nóvember, 2007 11:50, sagði Blogger Unknown...

Vá hvað þetta er krípí.
Þú mátt endilega senda mér heimilisfangið þitt með tölvupósti, svona ef ég kemst einhvern tímann í það að skrifa á jólakortin.
Kv. Kristín Á.

 
Þann 26 nóvember, 2007 14:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

úff ég fæ bara gæsahúð...þetta er ekkert smá krípí gaur....

...en að öðru :) til lukku með daginn um daginn :)

Kv. Hanna

 
Viltu tjá þig?

8. nóvember 2007

Afmæliskakan mín

Þann 10 nóvember, 2007 05:57, sagði Blogger Unknown...

Til hamingju með afmælið. :D
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 10 nóvember, 2007 23:18, sagði Blogger Albína...

Takk fyrir æðislegt kvöld í gær, ég er ekki frá því að það að ég talaði íslensku við ykkur í nokkra klukkutíma og fékk ljúffengan kvöldverð hafi gert þunglyndislegt veðrið bærilegra!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)