Samtal sem ég átti við Meha á mið kvöld
Meha var að taka munnlega prófið sitt í gær og hefur hún fengið að gista hjá mér síðustu vikuna. Kvöldið fyrir prófið var ég voða húsmóðurleg og eldaði fyrir hana kvöldmat svo hún væri vel uppilögð. Einhvern veginn barst talið að Nóbel verðlaununum.
Ragna:"Al Gore fékk nóbelinn sem hann hefði annars aldrei fengið ef hann hefði orðið forseti."
Ragna:"Hmmm héðan í frá ef maður verður forseti Bandaríkjanna er engin von að maður fá friðarnóbelinn - nema maður kannski hafi fengið hann áður en maður er kosinn."
Innskot Meha: "Já en afhverju myndi friðarnóbelverðlaunahafi vilja verða forseti Bandaríkjanna."
Ragna: "Já það er spurning, en eitt er alla vegana víst á meðan Bandaríkin eru svona mikil hernaðarþjóð þá er ekki séns að forseti þeirra fái friðarnóbelinn."
Til hamingju friðarnóbelsverðlaunanefnd: Ég held það sé langt síðan einhverjum tókst að afsanna eitthvað sem ég hélt að væri meitlað í stein... rosalega getur maður verið vitlaus stundum :)