Ragna í New York

26. mars 2009

Blogg

Prófessor í deildinni minni heldur úti öflugu bloggi (innan tölfræðinnar amk). Nýjasta færslan er um blogg almennt þar sem hann meðal annars vísar í leiðbeiningar frá bandaríska ríkinu um hvernig á að blogga. Leiðbeiningarnar eru reyndar dáldið langar en útdrátturinn hjá Andrew Gelman er betri ;)

Þann 17 maí, 2009 12:15, sagði Blogger Hákon...

Ragna aðdáendur þínir eru komnir með fráhvarfseinkenni...

 
Þann 18 maí, 2009 19:02, sagði Blogger Ragna...

Allt of busy á Íslandi til að setja inn póst. Set kannski eitthvað inn þegar ég kem til baka til NYC.

 
Viltu tjá þig?

24. mars 2009

Það hlaut að koma að því

Á svipuðum tíma og ríkið tók yfir bankann minn þá stóð ég í búsáhaldabúð í SoHo hér í NYC. Í för með mér voru Peta frænka, Bjarnheiður og Valla. Þar voru margar gerðir af sleikjum þar á meðal svona hvítglær með grænum fjögurra laufa smárum. Mér varð á orði að þetta þyrfti SPRON að kaupa í jólagjafir. Ekki grunaði mig þá að svona stutt væri eftir... ;)

Annars er vorfríið búið, búin að fara út um allt meðal annars til Íþöku með Völlu og Bjarnheiði þar sem við hittum meiri hluta Íslendinganna þar í sannkölluðu Íslendingapartíi, og svo eftir það ferðaðist ég um stórborgina sem túrhestur ásamt henni Bjarnheiði. Nú er Bjarnheiður farin til heitari svæða en ef e-r vill sjá myndir þá bendi ég þeim á að fylgjast með blogginu hennar Bjarnheiðar því það á örugglega eitthvað eftir að skjótast upp þar eftir að hún kemur heim úr stórferðinni sinni (eftir páska hugsa ég). 

Vel á minnst þá hef ég verið mjög þjóðrækin, fór á tónleika með Sprengjuhöllinni á St. Patrick's day og drógum við Bjarnheiður með okkur Ástrala og Íra (geri aðrir betur á St. Patrick's day). Núna á laugardaginn er svo förinni heitið á tónleika með Emilíönu Torrini. Hlakka mikið til.

Þann 13 apríl, 2009 08:19, sagði Blogger beamia...

já nú fer ég bráðum að blogga um ferðina okkar! TAKK fyrir síðast :) algjör snilld! Ég hélt einmitt að ég færi til heitari staða þarna hjá henni Ásdísi en svo lentum við í SNJÓstormi! :D Ævintýri á hverju strái :)

 
Viltu tjá þig?

10. mars 2009

Síðasti mánuðurinn

Búin að gera svo mikið frá því síðast að ég er búin að gleyma því öllu. Aðalatriðin fyrir utan nátla vinnu og aftur vinnu eru (nám er sko vinna) : Valentínusarpartí hjá mér, afmælisveisla Braga (nammi nammi lambahryggur), þorrablót, mixer hjá Asíufélagi New York borgar (ekki spyrja hvað ég var að gera þar), kickboxing, kickboxing, yoga (downward facing dog einhver?), var ég svo búin að minnast á kickboxing?

Annars er Bjarnheiður mætt til Bandaríkjanna, ætla að kíkja með henni og Völlu upp til Íþöku um helgina og svo ætlum við Bjarnheiður að túrhestast aðeins um stórborgina í næstu viku.

Þann 10 mars, 2009 19:32, sagði Blogger Unknown...

Já, downward facing dog og warrior 1 og warrior 2. Voða gaman!

Bið að heilsa Bjarnheiði, skemmtið ykkur vel í stórborginni!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)