Ragna í New York

29. júní 2006

Lífið - Life

Ég átti innihaldsríkt spjall við Meha núna í kvöld.
Eru ekki allir erfiðleikar í lífinu til þess að læra af þeim?
Allir þurfa að brenna sig einhvern tíma - held að þetta sumar hafi verið minn tími en ég hef lært margt af því og vonandi nógu mikið til þess að eitthvað svipað þessu eigi ekki eftir að henda mig aftur.
Svo til þess að allir geti verið glaðir og öll dýrin í skóginum vinir þá bendi ég ykkur á þessa síðu. Peace.

I had a great talk with Meha tonight.
Don't difficulties exist solely for us to learn from them?
Everyone needs to get burned sometime - I think this summer was my time and I've learned a lot, hopefully enough so that something like this will never happen to me again.
Now so that everyone can be happy and everyone in the jungle can be friends (is that an Icelandic saying??) - look at this site. Peace.

Þann 30 júní, 2006 10:47, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég heyrði þetta lag í bílnum á leiðinni til Rúmeníu og hugsaði me mér að lífið væri bara allt í lagi og maður verður stundum bara að taka hlutum eins og þeir eru

 
Þann 30 júní, 2006 20:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

er hún þá farin? og líður þér betur? það vona ég!

 
Þann 30 júní, 2006 20:27, sagði Blogger Ragna...

Til að forðast allan misskilning. Hún er ekki farin heldur er ég að fara - fyrst í viku til systur minnar og svo til íslands. Eftir Íslandsdvölina verð ég á smá flakki milli systur minnar og New York á meðan ég þarf að lesa á fullu fyrir próf.

Eitt af því sem ég hef lært í sumar er að leigjendalögin hér í New York borg eru mun hagstæðari leigendum heldur en húseigendum. Ég kíkti á allt sem hægt var að gera og það var ekkert hægt - lagalega séð nema bíða þar til samningurinn hennar rennur út - sem er 24. ágúst.

Eitt af því alversta við hana eru allar hótanirnar um lögsóknir. Það er það sem við Meha tölum mest um, eitthvað sem hvorug okkar hefur aldrei kynnst áður.

 
Þann 02 júlí, 2006 17:46, sagði Anonymous Nafnlaus...

lögsóknir?! jesúsminnalmáttugur - hvaða ruglumsull... hún er sumsé kúgari af verstu sort? eins gott að það takist að henda henni út!

 
Þann 03 júlí, 2006 13:40, sagði Blogger Valla...

Ef það er e-n tímann þörf á því þá ertu alltaf velkomin til Princeton :) Eigum ekki flottasta svefnsófa í heimi en fullt af sængum! (Geir er kominn út, sendu mér bara mail og ég get gefið þér email og síma)

 
Þann 03 júlí, 2006 17:45, sagði Blogger Ragna...

Takk takk Valla mín
held það verði ekki þörf á því - hef líka fengið boð að gista hjá fleirum ef þörf er á - núna held ég að það sem skiptir mestu máli er að ég finni frið og ró með sjálfri mér - algjör óþarfi að vera að stressast yfir einhverju öðru en bara prófunum mínum ;)

 
Þann 04 júlí, 2006 11:06, sagði Anonymous Nafnlaus...

og þú ættir bara ekkert að vera stressast yfir þeim heldur :)

 
Þann 05 júlí, 2006 12:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ hæ og takk fyrir að skrifa á síðuna hjá Sólveigu.
Ég hef nú alltaf smá verið að fylgjast með bloginu hjá þér og nú er ég forvitin. Hvað er eiginlega í gangi með þennan meðleigjanda þinn??
Sendu mér endilega meil með nýjustu fréttum af þér.
Kveðja Ásta

 
Viltu tjá þig?

27. júní 2006

Barn

Ég er ennþá barn. Ekki spurning. Amk finnst nýja herbergisfélaganum mínum 21 árs vera barn. Ég er 23 ára. Barn +2 = Barn?
Það held ég sko.

Þann 27 júní, 2006 21:37, sagði Blogger Ragna...

Ég ætti að sjálfsögðu að laga röksemdarfærsluna aðeins:
21 árs er barn, 2 ára er barn, 21 árs + 2 ára = barn + barn og þegar tvö börn koma saman þá erum við með barnahóp (skv. Guðna Ágústssyni....hmmm) og allir vita að 2 börn saman eru meiri börn heldur en 1 barn .... meikar þetta einhvern sens? En já allt kemst þetta að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ég er barn.... skv. herbergisfélaganum

 
Þann 28 júní, 2006 05:17, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvenær ætlarðu að losa þig við þessa gæru? ;)

kveðja,

Guðbjört

 
Þann 29 júní, 2006 20:11, sagði Anonymous Nafnlaus...

Tja, mér datt svona í hug að endurbætta útgáfan af AA bæninni gæti hjálpað þér í þessum þrengingum:
God, grant me the serenity to accept the things I cannot change, the courage to change the things I cannot accept, and wisdom to hide the bodies of the people I had to kill because they pissed me off!

Annars eru náttúrulega fæstir eins og fólk er flest ef út í það er farið, en meðleigjandinn virðist nú reyndar vera svona meira tilfelli sem er eins og flest fólk er ekki.....

Baráttukveðjur,
Bragi

 
Þann 30 júní, 2006 15:02, sagði Blogger Ragna...

Ég er nú alveg sammála því að fæstir eru eins og fólk er flest - hins vegar reyna nú flestir að sitjast niður og lagfæra vankanta sína. Ætli það sé ekki munurinn á þeim skrítnu og venjulegu...

 
Viltu tjá þig?

15. júní 2006

Er ég geimvera?



Amk er nýi meðleigjandinn minn á því máli. Ástæða þagnarinnar hérna á síðunni er sú að síðustu tvær vikurnar hafa ekki verið dans á rósum hjá mér. Bý með stelpu/konu sem að ég held að eigi við mikil vandamál að stríða. Er búin að liggja undir feldi í tvær vikur og er eiginlega búin að ákveða að ég má ekkert vera að því að standa í einhverju veseni. Kemur í ljós síðar hvað ég ákveð að gera.

Var annars að koma af frábærri sýningu, Mamma Mia, sem ég fór á með Stebba. Hann er í stuttu stoppi í borginni og fer til Íþöku á morgun á meðan ég kem mér yfir til Siggu til að fara í grillveisluna hjá þeim á sautjánda júní og til að horfa á HM í high definition. Ég meira að segja tek lestina kl. 7 í fyrramálið til þess að ná leiknum sem byrjar kl. 9 á bandarískum tíma ;)

PS. Myndin er tekin í nýju Apple búðinni á 5th Av (rétt hjá Tiffany's). Ef þetta er ekki ástæða til að fá sér nýja fartölvu úr línunni þeirra þá veit ég ekki hvað. Innbyggð myndavél er í öllum vélum og svo þetta frábæra forrit sem leyfir manni ansi sniðuga fídusa.

Þann 16 júní, 2006 06:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

Oh, þú ert ekkert smá óheppin að vera komin með ómögulegan meðleigjanda. En þessi tölva virkar flott...hlýtur að kosta svolítið. ;)
Kv. Kristín Á.

 
Þann 16 júní, 2006 09:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

þú ert auðvitað "alien in new york" en það kemur svosem þessu máli ekki við. Því þú ert ekkert skrýtnari en annað fólk

Er ekki annars hægt að gera svona ruglaða mynd í einhverjum myndaforritum (en vil samt alls ekki taka af þér einhverja ástæðu til að fá þér nýja tölvu

 
Þann 16 júní, 2006 12:38, sagði Anonymous Nafnlaus...

flott mynd af þér!!! en já hræðilegt að vera með slæman meðleigjanda, það var mitt vandamál hérna fyrsta árið enda var ég líka fljót að leigja mér íbúð fyrir mig eina en já vonandi gerðuru e-ð gott í málinu, bið að heilsa, Lára

 
Þann 16 júní, 2006 12:54, sagði Anonymous Nafnlaus...

Engar krassandi sögur af hegðun meðleigjandans?!?
Vonandi tekst þér að leysa úr þessu, geturðu ekki losað þig við hana?

 
Þann 16 júní, 2006 15:12, sagði Anonymous Nafnlaus...

Thad thydir ekkert ad gefa bara i skyn hvad medleigandinn er ömurlegur!!! Vid viljum fá sögur, hreinar stadreyndir!

 
Þann 17 júní, 2006 17:12, sagði Blogger Ragna...

ég vil nú ekki segja neitt svona á alnetinu - ef þið hittið mig á msn þá gæti vel verið að ég segi eitthvað krassandi

 
Þann 19 júní, 2006 18:55, sagði Anonymous Nafnlaus...

finnst henni þú vera geimvera?! haha :D hún er það þá bara sjálf og já jú við öll, við búum jú öll í geimnum :P

úff... en jamm ég vona að hún fari bara, er ekki séns að gera bara draugagang eða eitthvað svo hún flytji burt að eigin frumkvæði?...

 
Viltu tjá þig?

3. júní 2006

Til hamingju Guðbjört!

Í þessum töluðum orðum er vinkona mín Guðbjört að giftast honum Árna sínum.
Mig langaði bara að óska þeim til hamingju með daginn - mig langar alveg óendanlega mikið að vera viðstödd.

Þann 06 júní, 2006 11:45, sagði Anonymous Nafnlaus...

ég ætlaði bara að segja þér að ég er líka komin með blogsíðu ef þú hefur áhuga www.blog.central.is/tannslys
Annars segi ég bara vá hvað þú ert dugleg að vera líka í skólanum í sumar, ég sem er alveg að bíða eftir því að komast í sumarfrí enda líka á kafi í prófum.

 
Þann 07 júní, 2006 10:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

Takk elsku Ragnheiður mín! Þetta var alveg yndislegur dagur:)

Mig langar líka að þakka ykkur Stebba fyrir okkur, þetta var ekkert smá sniðugt hjá ykkur! Takk líka fyrir bréfið.

Bestu kveðjur,

Guðbjört

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)