Ragna í New York

27. febrúar 2006

Er allt í rugli?

Letihelgi, Forest Gump, Sliding Doors, Domino og Grey's Anatomy voru afrek helgarinnar. Nefnilega róleg vika framundan - kláraði m.a. heimadæmi fyrir þriðjudaginn á föstudaginn var. Þeir sem þekkja mig munu taka andköf við að lesa þetta ;)

Smá könnun í lokin, fékk þær upplýsingar um að linkarnir hérna hægra megin sjást ekki lengur. Núna lítur þetta í fínu lagi út hjá mér svo mig langar að spyrja lesendur hvernig þetta lítur út hjá þeim. Ég vil alveg endilega heyra öll svör, alveg sama hvort síðan sé í lagi eða ekki. Eina skilyrði er að gefa upp hvaða browser/forrit er notað til að skoða síðuna og kannski stýrikerfi líka? Ef hér eru einhverjir lesendur sem ég þekki ekki (glætan spætan ;)) þá endilega svara líka - þið megið meira að segja kommenta nafnlaust eða bara sem Andrés Önd. Eða ekki Andrés Önd heldur einhver skemmtilegur - komið mér á óvart ;)

Þann 27 febrúar, 2006 06:22, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sko linkarnir koma bara fyrir neðan síðustu færslurnar hjá mér. Ég er með internet explorer (varstu ekki annars að spyrja að því?) ;) Er svo lítið inni í svona tölvumálum :)

 
Þann 27 febrúar, 2006 09:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

sama hér í Internet Explorer 6.0

að sjálfsögðu líta allar síður vel út í Apple tölvu svo þú sérð þetta ekki : )

 
Þann 27 febrúar, 2006 16:00, sagði Anonymous Nafnlaus...



Ég sé það sama og ég hef alltaf séð.
Ég nota Mozilla Firefox (Windows XP Home).
Kv. Kristín Ásta.

 
Þann 27 febrúar, 2006 16:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég sé þetta eins og það á að vera. (linkar hægra megin ásamt hinu dótaríinu) Er m. Firefox. (gettu hver ég er)

 
Þann 27 febrúar, 2006 16:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

gleymdi að segja... VÁ.. hvað kom fyrir þig að klára dæmin svona snemma?

 
Þann 27 febrúar, 2006 18:36, sagði Blogger Ragna...

Hmmm það eru nú ekki margir múmínsnáðar sem ég þekki... sérstaklega ekki margir múmínsnáðar sem ég þekki og vita hversu dugleg ég er í alvöru í skólanum

annars virðist það vera sem svo að internet explorerinn er að klikka - og þá nenni ég eiginlega ekki að pæla í þessu lengur

varð annars vonsvikin yfir hversu fáir svöruðu könnuninni - ég nefnilega sé alveg hversu margir koma inn á síðuna og þeir voru sko ekki bara 4 fyrir utan mig
og ég sem gaf fólki tækifæri til að svara nafnlaust ssssshhhhh

 
Þann 28 febrúar, 2006 05:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

iss... það kannski var bara þannig að einhverjir ætluðu að svara en sáu svo að einhver var búin að segja akkurat það sem þeir vildu segja. Svo ættirðu kannski bara að vera með skemmtilegri könnun ;)

 
Þann 28 febrúar, 2006 21:21, sagði Blogger Albína...

Hæ Ragnheiður! Ég sé enga linka og er með Win XP og Explorer, kannski er það bara explorerinn sem sökkar?
Ég hef líka séð Burger King auglýsinguna og hún er vægast sagt vitfirrt og truflandi! Annars finnst mér amerískar sjónvarpsauglýsingar almennt frekar slappar...

 
Þann 01 mars, 2006 04:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Er internet explorerinn ekki í fokki vegna "tie breaker" textans, hann er alltof breiður þannig að linkarnir detta út, allavega kemur textinn bak við linkana í firefox.

Btw. er dótið mitt komið?? :)
Og hvaða daga ertu laus þegar þú kemur heim?

 
Þann 01 mars, 2006 18:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

fínt í foxaranum hjá mér en virkar ekki í explorer. Er með XP.
p.s. hlakka til að sjá þig. Tökum góða sveiflu þegar þú kemur, fékk póstinn frá Helgu:-) Og reyndu nú að ráða dulnefnið mitt!!!!

 
Viltu tjá þig?

22. febrúar 2006

Tie breaker

You scored as Mathematics. You should be a Math major! Like Pythagoras, you are analytical, rational, and when are always ready to tackle the problem head-on!

Engineering

92%

Mathematics

92%

Philosophy

67%

English

42%

Art

42%

Chemistry

42%

Psychology

42%

Linguistics

33%

Dance

25%

Anthropology

25%

Sociology

17%

Biology

17%

Theater

17%

Journalism

8%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com


Ég svaraði einhverri spurningu sem átti að vera "tie-breaker" og þess vegna er ég Mathematics - hahahahahaha.
Annars sýnist mér þetta bara eiga ágætlega við - nema kannski þetta með heimspekina.

Þann 22 febrúar, 2006 17:39, sagði Anonymous Nafnlaus...

Eins gott!! Ekki gott að vera búin að eyða tímum og peningum í eitthvað fag sem internetið segir að henti manni ekki :). Ég tók prófið og heimsspekin var hæst af öllu! Stærðfræði í 2-5 sæti ásamt leiklist!?!?!

 
Viltu tjá þig?

17. febrúar 2006

Að sofa eða ekki sofa

Kl. er 6.15 og ég er ennþá uppi í skóla. Á að mæta í tíma kl. 9 í fyrramálið.
Á ég að fara heim eða ekki? Við erum þrjú hérna að velta fyrir okkur sömu spurningunni.

Þann 17 febrúar, 2006 14:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

Þú ert auðvitað fyrir löngu búin að taka þessa ákvörðun núna. En ég hefði ekki nennt að fara heim, nema að ég byggi MJÖG stutt frá.

Kveðja; Kristín Ásta

 
Þann 17 febrúar, 2006 16:53, sagði Blogger Ragna...

við vorum tvær sem enduðum með að drífa okkur af stað um kl. 6.45 þegar sólin var að koma upp - fórum og fengum okkur morgunmat og síðan fór ég heim í sturtu og aftur upp í skóla - virkaði ágætlega þar til klukkutími var liðinn af tímanum - fór þess vegna heim eftir tímann og svaf í svona 5 klst - var að vakna núna ;)

 
Þann 18 febrúar, 2006 11:55, sagði Anonymous Nafnlaus...

iss... maður á að sofa á nóttunni :)

 
Viltu tjá þig?

14. febrúar 2006

Auglýsingar

Horfði smá á sjónvarpið í dag. Sá meðal annars American Idol, ætla nú ekki að kommenta neitt á það.

Auglýsingarnar vöktu hins vegar athygli mína og þá sérstaklega tvær.
Sú fyrri var auglýsing fyrir Burger King. Á skjánum voru 20 - 30 stúlkur klæddar upp sem, hamborgarabrauð, kjöt, ostur, tómatur, kál og laukur. Osturinn virtist nú vera aðalatriðið en það er kannski aukaatriði í þessari sögu. En já þær dönsuðu um skjáinn á alveg óskiljanlegan hátt og síðan endaði þetta á því að þær renndu sér hver á fætur annarri niður e-a rennibraut og mynduðu hamborgara. Fáránlegasta auglýsing sem ég hef séð.
Síðari auglýsingin var pepsí auglýsing. Í aðalhlutverki voru Jackie Chan og pepsídós. Að sjálfsögðu var Jackie Chan á fullu í bardagaatriðum og sagði pepsídósinni að bakka sig upp. Endaði með því að Jackie Chan flúði og það átti að fara að lúmskra á pepsídósinni. Haldið ekki að sekúndubroti áður en pepsídósin var kraminn þá var henni skipt út fyrir kókdós. Síðan kom rúsínan í pylsuendanum. Leikstjórinn segir við pepsídósina: "Ertu ekki fegin að þurfa ekki að leika áhættuatriðin sjálfur?" Muhahaha. Samt, ég held að þessi auglýsing brjóti í bága við allar mínar hugmyndir um auglýsingabransann: Ekki auglýsa keppinautinn. Þessi auglýsing minnti mann bara á að það væri til eitthvað sem héti kók líka. Sssss.

Í dag er annars Valentínusardagurinn. Blómasalinn sem ég labba framhjá daglega átti bara örfá blóm eftir núna um áttaleytið og annar hver maður sem maður mætir heldur á blómvendi. Ohhhh svo vill enginn gefa mér blóm :(

12. febrúar 2006

Snjóbylur

Það er víst einn versti snjóbylur í manna minnum hérna í New York núna. Las á heimasíðu Columbia að það vantaði bara nokkrar tommur í morgun upp á að það slái metið sem var sett árið 1947. Það er búið að snjóa stanslaust frá því í morgun.

Ég er uppi í skóla og það eru bara tvær manneskjur. Ég fékk komment: "Hvað í fjandanum ertu að gera hérna, þú átt heima 9 götum í burtu!". Ég er sko ekki alveg að fatta - held ég hafi oft labbað í meiri snjó en þetta.

En já - það er allt í lamasessi, Brian kærastinn hennar Meha kemst ekki til New Jersey þar sem bíllinn hans er því rúturnar ganga ekki og það er engin lest þangað um helgar.

Á leið minni hingað sá ég fjórar manneskjur á gönguskíðum (allar í sitt hvoru lagi). Það er eiginlega það fyndnasta - svona ef þú pælir í að þetta er nú einu sinni New York. Ég labbaði í gegnum campus og á stóru tröppunum var fullt af fólki að skemmta sér við að renna sér niður þær.

En já í alvöru, þetta er enginn snjóbylur. Það snjóar jú - en það er amk enginn vindur svo það er ekkert mál að vera úti. Held ég fylgist með fréttunum í kvöld - er forvitin að sjá hvað hinn almenni New York búið segir um þennan snjó.

Þann 13 febrúar, 2006 12:25, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ, hæ

Í fréttunum hér á Íslandi hefur verið sagt frá þessu vonda veðri í New York. Maður hélt að það væri bara allt á kafi og snarbrjálað veður út frá þeim fréttum. Mér var einmitt hugsað til þín í dag. Ég hélt að þú myndir bara vera föst heima vegna veðursins. Þetta eru greinilega stórlega ýktar fréttir, eða í það minnsta ofmetið óveður.
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

9. febrúar 2006

Sjónvarp

Fékk sjónvarp fyrir bráðum 2 vikum. Sigga Sóley var svo væn að gefa mér gamla sjónvarpið sitt þar sem hún var að fá sér nýtt fínt sjónvarp. Í stofunni er kapall og höfum við Meha lengi velt því fyrir okkur hvort hann virkar. Nú vitum við það - við náum ca. 40 stöðvum, þó kannski bara um 10 séu horfandi á. Annars hef ég lítið gert í því að horfa á blessaða sjónvarpið, hef bara ekki mátt vera að því síðustu vikurnar. Ég kem rétt svo heim til að sofa á virkum dögum.

Nóg af þessu. Á morgun verður partý hér hjá okkur Meha. Ég bauð fólki sem ég þekki og hún sem hún þekkir og nú krossum við fingur og vonum að hópunum komi vel saman. Annars komu vinir hennar í heimsókn frá DC um síðustu helgi, þau Danielle og James. James er mjög opinber hommi og bæði kvöldin sem þau voru hérna fóru Meha og Danielle með honum á hommabar. Ég slóst með í hópinn á laugardagskvöldinu af því að planið var að fara á dragshow. Ég held það sé langt síðan ég skemmti mér jafnvel. Það var bara ein dragdrottning en hún var svo flott og fyndin að ég á bara ekki orð.

Ég var annars mikið að pæla á leið minni í skólann í dag. Ég efast nefnilega um að lesendur þessa bloggs viti hvernig það er að búa í New York. Ég reyndi svona að telja til nokkur atriði sem mér finnst dálítið sérstök.

Allstaðar á gangstéttunum hérna eru söluvagnar. Á morgnana er mjög fínt að kaupa sér kaffibolla og með því og oft hægt að fá ágætismorgunmat á innan við $1.50. Þessir söluvagnar bjóða svo upp á hádegismat sem er bara alveg ágætur og kostar innan við $4. Mæli með því að fólk prófi þessa útisöluvagna þegar það kemur til New York.

Eins og allir vita þá eru gulir leigubílar í New York, "Yellow Cabs". Það sem ekki allir vita er að það eru líka svartir leigubílar. Þessir svörtu leigubílar eru allir eins, held að tegundin sé Lincoln. Hins vegar fattar maður ekki að þetta séu leigubílar en ef þú stendur úti á götuhorni í New York og svartur bíll flautar á þig - þá er hann bara að reyna að vekja athygli á sér. Ein leið til að þekkja þessa bíla er sú að bílnúmerinn þeirra byrja á T og enda á C. Lagalega séð þá má víst ekki veifa svona bíla heldur eru þetta leigubílar sem á að hringja og panta.

Lögreglu-, sjúkra-, slökkviliðs- og leigubílar eru annað hvert farartæki sem maður sér hérna og ef ég heyri ekki í sírenu amk einu sinni á dag þá er eitthvað að.

Það heyrir til undantekninga að maður geti keypt tilbúna samloku (svona eins og sómasamloku) úti í búð. Allsstaðar eru hins vegar svona deli þar sem maður fer og segir hvað maður vill. Þeir sem þekkja mig vita að þegar úrvalið er mikið þá á ég erfitt um val. (Reyndar er úrvalið svo mikið af öllu hérna að stundum dettur mér bara ekki neitt í hug.)

Ætla að hætta núna - verð að fara að sofa svo ég verði hress á morgun. Bæti kannski við listann einhvern tíma seinna.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)