Ragna í New York

29. apríl 2008

Önnin að verða búin...

Jæja loksins gef ég mér tíma til að skrifa smá.
Hef gert sitthvað frá því ég skrifaði síðast almennilega. Gengið Brooklyn brúna með Völlu, hitt fullt af nýju/gömlu frændfólki, farið upp í Empire State með Siggu og fjölskyldu. Þess á milli hef ég kíkt á pöbba, í partí og fleira með ágætisfólki. Í dag flutti ég loksins fyrirlestur fyrir eina kúrsinn sem ég er í. Reyndar var ég tilbúin með fyrirlesturinn á fimmtudaginn var. Trúið þið þessu? Næstu tveir dagar eru dáldið fullir hjá mér líka en eftir það tek ég mér tíu daga frí og vona að ég fái að njóta þess með sem flestum. Get varla beðið eftir að komast heim... vona að ég nái að þvo þvottinn minn áður ;-)

ps. haldið þið ekki að í miðjum hamaganginum í gær að klára allt sem klára þarf, hafi mér borist bréf frá leiðinda Indverjanum... á öll þrjú netföngin...

18. apríl 2008

Nú megið þið öfunda mig

Það er heiðskír himinn, ég sit úti á svölum (suður) í blankalogni með ís í hendi. Skv. símanum mínum er 27 stiga hiti úti og lítill sem enginn raki

Þann 21 apríl, 2008 18:28, sagði Blogger Unknown...

Ég sem er svo ánægð með þessi rúmu 10 stig í plús sem hafa verið hér síðustu daga. Hvenær ert þú annars væntanleg til landsins?

 
Þann 22 apríl, 2008 20:13, sagði Anonymous Nafnlaus...

Úff já pant... !!!

 
Viltu tjá þig?

5. apríl 2008

Alvara lífsins

Veit ekki alveg hvað ég á að segja en ég hef ákveðið að breyta hausnum á síðunni minni af virðingu fyrir fyrrum samnemanda mínum úr doktorsnáminu þar sem mér finnst það ekki viðeigandi lengur.
Allir samnemendur mínir eru í hálfgerðu losti og ég skrifa kannski meira um þetta síðar. Þið getið lesið um þetta hér.

Þann 06 apríl, 2008 14:05, sagði Blogger Hanna...

Jiii þetta er hræðilegt. Ég votta samúð mína.

 
Viltu tjá þig?

1. apríl 2008

Je minn eini

Það rignir svo svakalega hérna að ég með heyrnartól á eyrunum (þau eru þannig að stundum heyri ég ekki einu sinn bankað á hurðina hjá mér með þau) heyrði vel í rigningunni í gegnum bíómyndina sem ég var að horfa á. Hélt fyrst að eitthvað hefði gerst fyrir utan. Reyndar er þessi svakarigning búin núna en þetta var alveg rosalegt.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)