Ragna í New York

29. mars 2006

Hreingerningar

Neibb ekki hjá mér.
Hins vegar í New York, amk á Manhattan, þá eru göturnar sópaðar mjög oft. Mín gata er t.d. sópuð tvisvar í viku hvor hlið. Í dag varð ég í fyrsta skipti vitni af götusópun á Amsterdam Avenue, sem er gatan sem skólinn minn stendur við og labba ég hana á hverjum degi. Þetta var hálffyndið, stór vatnssópari keyrði á eftir bíl, sem leit næstum út eins og löggubíll nema á honum stóð "Sanity". Sá bíll keyrði sem sagt á undan með gulum blikkandi ljósum og í hvert sinn sem hann kom nálægt bíl sem var lagt við götuna þá sá maður allt í einu lífsmark og bíllinn á burtu. Mér finnst þetta hálfótrúlegt hversu vel þetta gekk - sé ekki fyrir mér að allir Íslendingar biðu í bílunum eftir að götusóparinn kæmi, bara til þess að vera ekki fyrir.

Þann 31 mars, 2006 06:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvað ætli göturnar séu hreinsaðar oft í Reykjavík? Tvisvar á ári?
Það eru reyndar færri sem búa hérna þannig að það hlýtur að þurfa að taka minna til... býst ég við

 
Viltu tjá þig?

24. mars 2006

Vikan liðin

Nú er brjáluð vika senn á enda. Hef ekki haft tíma í neitt frá því að ég kom til baka.

Það var frábært að stoppa aðeins á Íslandi í stuttum dráttum er ferðasagan svona:
Lagði af stað frá NYC föstudaginn 10.mars og fór í til systur minnar - hitastig í NYC yfir 20 gráður C
Kom til Íslands laugardagsmorgun - tók frændsystkin mín (Stefán Helga og Kristínu Eddu) í leikhús á Ronju ræningjadóttur um daginn
Laugardagskvöld fengum ég, Siggi og Helga dýrindismáltíð hjá Guðbjörtu og Árna - ég get ekki hætt að hugsa um súkkulaðikökuna - er hægt að fá uppskriftina? Eftir það fórum við Guðbjört og Helga niður í bæ í partí hjá Óperukórnum.
Sunnudag fór upp í Borgarnes og hitti ættingja mína í móðurætt - við vorum að hittast til að minnast ömmu minnar Ragnheiðar sem hefði orðið 100 ára mánudagiinn 13. mars 2006.
Mánudagur fór í að hjálpa til við að hafa allt tilbúið fyrir matarboð fyrir ættingjana á mánudagskvöldinu
Þriðjudag vaknaði ég mjög seint fór og kíkti á nýja hjólhýsið sem pabbi var að kaupa og fór svo út að borða á Tapas barnum með Ragnhildi, Rögnu, Emilíu og Katrínu. Frábær matur og takk fyrir kvöldið stelpur!
Miðvikudag vaknaði ég líka seint, kíkti aðeins niður í bæ og upp í VÍS og fór síðan út á flugvöll og beint til Baltimore.

Eftir það var ég hjá systur minni fram til laugardags, Margrét skrapp í heimsókn á föstudeginum og var okkur svo skutlað til New York á laugardeginum.

Á þriðjudag var svo miðannarpróf í líkindafræði/mál og teg og einnig þurfti ég að skila inn heimaverkefni þann dag. Á miðvikudag þurfti ég að skila inn tveimur heimaverkefnum, í gær yfirförnum heimadæmum fyrir bekkinn sem ég sé um og í dag öðru heimaverkefni. Þannig að skólinn er allur kominn á fullt aftur.

Ásamt þessu öllu saman skráði ég mig í Blockbuster online. Það er eins og Netflix ef fólk veit hvað það er, þú borgar ákv. upphæð á mánuði og færð að hafa 1,2 eða 3 DVD diska frá þeim til að horfa á (fjöldi fer eftir því hversu mikið þú borgar). Þú mátt svo hafa diskana eins lengi og þú vilt svo framarlega sem þú borgar alltaf mánaðarlega gjaldið. Þetta er voða einfalt og maður fær diskana senda í pósti og hendir þeim svo til baka í póstkassann þegar maður er búinn að horfa á þá. Mér brá svolítið því ég skráði mig á þriðjudag og fékk fyrstu diskana á miðvikudag - góð þjónusta þar á bæ. Svo er það ekki slæmt heldur að innifalin er ein ókeypis leiga á viku beint úr videoleigunum þeirra, þ.a. ef manni dettur allt í einu í hug að horfa á einhverja mynd strax um kvöldið þá getur maður farið á vidoleiguna og þarf ekkert að borga extra.

Er víst annars að fara í hádegismat á eftir með tilvonandi stúdentum í prógramminu mínu. Veit ekkert nánar, bara að það eru einhverjir, sem hafa fengið tilboð um að koma hingað, sem eru að skoða deildina. Maður segir ekki nei við ókeypis hádegismat ;)

Þann 25 mars, 2006 14:46, sagði Anonymous Nafnlaus...

Halló!! Þetta var partý hjá Nótt í Feneyjum, ekki óperukórnum!!! Þakka annars fyrir síðast :).

 
Þann 01 apríl, 2006 13:21, sagði Blogger Hákon...

There is no such thing as a free lunch...

 
Viltu tjá þig?

10. mars 2006

Ísland

Legg af stað úr borginni eftir rúmar 2 klst.
Kem til landsins í fyrramálið.
Verð með gamla númerið mitt fyrir þá sem vilja ná í mig.
Sjáumst

Þann 16 mars, 2006 08:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

Langaði bara að segja takk fyrir frrábærlega velheppnað kvöld :) Maturinn og ísinn var rosalega góður, Tapas stendur sko alveg fyrir sínu :)

 
Þann 21 mars, 2006 03:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvað verðurðu lengi?

 
Þann 24 mars, 2006 11:18, sagði Blogger Ragna...

þetta var nú bara stutt stopp - 5 dagar - og þeir voru sko fljótir að líða

ég heyrði að í samæfingum þarna á þriðjudeginum hafi e-r verið að sanna hversu margar stokkanir þyrfti til að að stokka spil fullkomlega - hefði gjarnan vilja kíkja á það en heyrði bara af því of seint :(

 
Þann 25 mars, 2006 11:10, sagði Anonymous Nafnlaus...

ég skal barasta senda þér greinina þegar hún verður sett á ugluna!

 
Viltu tjá þig?

4. mars 2006

Nærbuxur

Fór í Victoria's Secret í dag. Keypti mér m.a. 5 nærbuxur. 3 þeirra voru "made in Jordan", 1 var "made in Mexico" og sú fimmta var "made in Sri Lanka". Þær voru allar mismunandi á litinn svo ég fór að pæla hvort þeir séu búnir að kanna þetta og komast að því að Jordan séu bestir í skæru litunum, Mexico í dökku litunum og Sri Lanka í pastel litunum?

Þann 08 mars, 2006 06:21, sagði Blogger Hákon...

Jú mikið rétt hjá þér.

Ég er einmitt að lita nærbuxur fölappelsínugular fyrir Victoria's Secret.

 
Þann 16 mars, 2006 03:07, sagði Blogger beamia...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
Þann 16 mars, 2006 03:08, sagði Anonymous Nafnlaus...

neibb alveg klárlega ekki. þetta eru einfaldlega lönd þar sem hægt er að hafa fólk í vinnu sem dýr, þ.e. á kjörum sem enginn lætur bjóða sér í "hinum vestræna heimi". síðan selja þeir vöruna á skrilljónföldu verði og græða fullt fullt fullt.

 
Viltu tjá þig?

2. mars 2006

Annað próf...

Ætti maður að fara að taka mark á netprófum?


Your Scholastic Strength Is Evaluating

You are great at looking at many details and putting them all together.
You are talented at detecting subtle trends, accuracy, and managing change.

You should major in:

Statistics
Speech
Conflict studies
Communication
Finance
Medicine

Þann 04 mars, 2006 05:19, sagði Anonymous Nafnlaus...

Your scholastic strength is deep thinking...

You aren't afraid to delve head first into a difficult subject, with mastery as your goal.
You are talented at adapting, motivating others, managing resources, and analyzing risk.

You should major in:

Philosophy
Music
Theology
Art
History
Foreign language

Jájá... fyrst var það linguistics í prófinu af Völlu síðu og núna þetta! Ég færi mig yfir í málvísindin ef stærðfræðin bregst mér þarna úti í Þýskalandi ;)

 
Viltu tjá þig?

iTunes

Ég kaupi annað slagið sjónvarpsþætti hjá þeim.
Ágætt meðan maður var ekki með sjónvarp - ennþá ágætt eftir að maður er kominn með sjónvarp.( og kemst ekki til að horfa á uppáhaldsþáttinn sinn, lesist LOST)
Á núna alveg fullt af sjónvarpsþættum.
Tók eftir núna þegar ég er að hala niður Lost að það er hægt að kaupa stuttmyndir líka - núna er sérstaklega verið að auglýsa stuttmyndir sem eru tilnefndar til óskarsverðlaunanna. The Last Farm var á meðal þeirra - fannst ég kannast eitthvað við kallinn á myndinni svo ég skoðaði þetta nánar - var þetta ekki bara íslenska stuttmyndin síðasti bærinn.
Svona verður maður útúr þegar maður býr í einhverri borg, langt í burtu frá Íslandi - veit bara ekki neitt. Ég hafði planað að horfa á Óskarinn á sunnudaginn - nú verð ég að kanna hvenær stuttmyndaverðlaunin verða veitt - ekki vil ég missa af því ef Íslendingur fær verðlaun. Á hann einhverja möguleika? Ég bíð spennt.

Þann 03 mars, 2006 13:21, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ekki hefur nú mikið farið fyrir umræðu um þessa mynd hér á Íslandi heldur. Ég vissi ekki einu sinni af því að íslensk mynd væri tilnefnd til Óskarsverðlauna og mér finnst ég nú fylgjast ágætlega með.
Kveðja; Kristín Á.

 
Þann 03 mars, 2006 13:30, sagði Blogger Ragna...

ok þá líður mér betur því ég hélt að ég fylgdist ágætlega með (mbl.is)

 
Viltu tjá þig?

1. mars 2006

Stalling time...

Það fer að líða að heimferð - bara 9 dagar.
Ég er farin að bíða spennt, enda orkan alveg að hverfa.
Vona að ég komi endurnærð tilbaka og klári önnina með stæl.
Við vorum að fá upplýsingar um sumarið sem er framundan. Deildin mun styrkja okkur ef við tökum sumarkúrsa og er ég að pæla í að gera það. Þetta eru þá tveir kúrsar um eitthvað takmarkað efni sem gestakennarar (frá Rutgers og Berkeley) munu kenna. Mér líst bara ágætlega á þetta. Ég get því lært á fullu fyrir prófin mín í lok ágúst - prófin sem munu veita manni mastersgráðuna. (Reyndar var ég að heyra að við fáum M.Phil sem er meira heldur en M.A.).

Að öllum líkindum mun ég fá nýjan meðleigjanda í sumar þar sem Meha mun líklegast ekki vera í borginni. Spurning hvernig það verður, vona að ég verði jafnheppin og ég hef verið hingað til.

Annars er ég að bíða eftir að hitta nemendur mína - er víst með viðtalstíma frá 8.30 - 9.30. Mishressandi að hitta þá - reyndar alltaf einn sem kemur mér í gott skap. ("Hello professor", "Goodbye professor", "How are you professor?", "Can you explain this to me professor?".)

Þann 02 mars, 2006 06:45, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá, það er nú eitthvað annað en nemendurnir hérna heima á Íslandi!!

 
Þann 02 mars, 2006 09:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Er ekki aðeins of fullorðinslegt að láta kalla sig prófesór?

Hlakka til að sjá þig!

 
Þann 02 mars, 2006 10:36, sagði Blogger Ragna...

nja - ekki eins og ég biðji hann um að kalla mig þetta
gaurinn tók upp á þessu sjálfur

 
Þann 03 mars, 2006 11:35, sagði Anonymous Nafnlaus...

ég vil halda því fram að það sé skárra að vera kölluð prófessor en frú Hannesdóttir eins og ég er alltaf kölluð hérna í Austurríki
Lára

 
Þann 03 mars, 2006 13:29, sagði Blogger Ragna...

er það frú en ekki ungfrú?
voðalega er það fyndið - viðurkenni að þá hljómar prófessor mun betur

 
Þann 04 mars, 2006 06:21, sagði Anonymous Nafnlaus...

alltaf Frau, sem sagt Frú, þangað til ég klára gráðuna þá verður það alltaf Frau magister, þá er nafnið mitt alveg gleymt
Lára

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)