Helgin
Jæja viðburðarrík (ja svona sumir hlutir amk) helgi liðin. Hófst með grilli sumarstarfsmanna upp í Heiðmörk. Það var bara mjög hressilegt. Ég skildi við liðið þar og skundaði mína 500m að næsta hófi, afmælinu hennar Rögnu vinkonu sem var einmitt líka uppi í Heiðmörk. Þurfti reyndar ekki að labba langt því ég var pikkuð upp af vinum hennar þegar ég var hálfnuð ;) Kvöldið endaði svo niðri í bæ.
Laugardagurinn er ekki frásagna verður en á sunnudeginum fórum við nokkur út að borða á Ítalíu, held ég eldi aldrei framar pastarétti úr pökkum. Annars uppgötvaði ég þegar ég var að hafa mig til að kortaveskið mitt var týnt, með debet- og kreditkorti ásamt ökuskírteini. Jæja eftir að hafa tékkað á því að ekkert hafði verið tekið út af kortunum þá andaði ég aðeins léttar. Samt alveg týpískt að týna svona þegar minna en vika er í brottför. En með þökk góðra manna (þú veist hver þú ert!) þá fannst kortaveskið í morgun uppi í vinnu en ég hætti einmitt í vinnunni á föstudaginn. Jámm, einmitt ég skrapp því bara upp í vinnu aftur í dag, heilsaði upp á liðið og sýndi að ég bara get ekki slitið mig frá vinnunni ;)
Núna þarf ég bara að bíða eftir nýju debetkorti (því það er ekki hægt að opna það aftur) en á meðan þá nota ég bara kreditkortið á fullu.
Ó já, svo fékk ég þessa fínu bók að gjöf frá vinkonum mínum, Maturinn hennar mömmu. Nú get ég boðið upp á soðna ýsu á undan pönnukökunum :)
"Here I come to save the daaaaay..." - yes I know who I am ;o)