Ragna í New York

15. ágúst 2005

Helgin

Jæja viðburðarrík (ja svona sumir hlutir amk) helgi liðin. Hófst með grilli sumarstarfsmanna upp í Heiðmörk. Það var bara mjög hressilegt. Ég skildi við liðið þar og skundaði mína 500m að næsta hófi, afmælinu hennar Rögnu vinkonu sem var einmitt líka uppi í Heiðmörk. Þurfti reyndar ekki að labba langt því ég var pikkuð upp af vinum hennar þegar ég var hálfnuð ;) Kvöldið endaði svo niðri í bæ.
Laugardagurinn er ekki frásagna verður en á sunnudeginum fórum við nokkur út að borða á Ítalíu, held ég eldi aldrei framar pastarétti úr pökkum. Annars uppgötvaði ég þegar ég var að hafa mig til að kortaveskið mitt var týnt, með debet- og kreditkorti ásamt ökuskírteini. Jæja eftir að hafa tékkað á því að ekkert hafði verið tekið út af kortunum þá andaði ég aðeins léttar. Samt alveg týpískt að týna svona þegar minna en vika er í brottför. En með þökk góðra manna (þú veist hver þú ert!) þá fannst kortaveskið í morgun uppi í vinnu en ég hætti einmitt í vinnunni á föstudaginn. Jámm, einmitt ég skrapp því bara upp í vinnu aftur í dag, heilsaði upp á liðið og sýndi að ég bara get ekki slitið mig frá vinnunni ;)
Núna þarf ég bara að bíða eftir nýju debetkorti (því það er ekki hægt að opna það aftur) en á meðan þá nota ég bara kreditkortið á fullu.
Ó já, svo fékk ég þessa fínu bók að gjöf frá vinkonum mínum, Maturinn hennar mömmu. Nú get ég boðið upp á soðna ýsu á undan pönnukökunum :)

Þann 16 ágúst, 2005 05:56, sagði Blogger Rosie G....

"Here I come to save the daaaaay..." - yes I know who I am ;o)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)