Tilbúin
Ég held ég sé bara tilbúin að fara út. Búin að fá allt sem mig vantar (???) Foreldrar mínir komu nefnilega færandi hendi í dag. Nú er ég orðinn stoltur eigandi glæsilegrar pönnukökupönnu og lítils veskis með öllu sem þarf til að stoppa í sokka og laga tölur. Jæja þá mun ég amk geta steikt pönnukökur og lagað götóttu sokkana mína strax og ég kem út þó íbúðin verði tóm ;) (vert er að geta þess að myndin er eingöngu til viðmiðunar og er á engan hátt eins og nýja pannan mín)
Mér finnst að þú verðir að reyna að búa til pönnukökur áður en þú ferð. Þú verður að sýnast reynd í pönnukökubakstri þarna úti.
Ég býð mig fram sem smökkunarmaður, enda er ég tilvonandi matvælafræðingur og hef vit á mat.
Hvað, heldurðu að ég sé ekki reynd í pönnukökubakstri???
jú auðvitað, vildi bara að þú fengir meiri æfingu.
hvenær bakaðir þú annars pönnukökur síðast? ;)
Sjitt nú stressaru mig! Ég á enga pönnukökupönnu! ;) Býð mig einnig fram í smökkun þó ég sé ekki matvælafræðingur þá er ég þekkt fyrir mikla matarást (sbr. oink oink frá Stefáni)
Þið verðið bara að koma í heimsókn á 113 í pönnukökur. Þá verður líklegast komin skán á pönnuna. Pabbi sagði mér nefnilega að meðan pannan er ný þá eru pönnukökurnar ekkert góðar.
En hver veit nema hægt sé að redda reyndari pönnu áður en ég fer. Já já, hver veit.
þess vegna einmitt verðurðu að þjálfa þig og pönnuna... og ég get alveg komið í smökkun oftar en einu sinni, þetta er nefnilega ekki vísindalegt nema að gera margar endurtekningar, þú veist... fyrir staðalfrávik og svona