Ragna í New York

29. febrúar 2008

Góðu punktarnir í lífinu...

Langaði bara að óska vinkonum mínum þeim Emilíu og Kristínu Ástu til hamingju með litlu krílin sín. Emilía átti litla prinsessu þann 18. febrúar síðastliðinn eða á afmælisdag Siggu systur og Kristín Ásta átti lítinn prins núna í dag hlaupársdag, 29. febrúar. Innilega til hamingju báðar tvær.

Þann 03 mars, 2008 16:22, sagði Blogger Unknown...

Takk kærlega fyrir það. :)

 
Þann 05 mars, 2008 16:58, sagði Anonymous Nafnlaus...

Kærar þakkir :) Sendi þér svo fleiri myndir þegar við dröttumst við að setja myndirnar úr vélinni inn á tölvuna.
Kv. Emilía og snúllan

 
Viltu tjá þig?

27. febrúar 2008

Svona er þetta stundum ósanngjarnt

Einn strákur hérna í deildinni, ári á eftir mér í náminu var að mæta í skólann núna á mánudaginn eftir jólafríið. Ástæðan fyrir því að hann var svona seinn er að hann var að bíða eftir vegabréfsáritun. Hann fær nefnilega bara áritun fyrir eitt skipti í einu (ekki óteljandi skipti eins og ég fæ til 5 ára) þ.a. í hvert sinn sem hann fer úr landinu þarf hann að sækja um nýtt visa. Í þetta skiptið tók það 2 mánuði að fá það. Ég læt ykkur svo um að geta frá hvaða landi hann er.

Þann 28 febrúar, 2008 08:27, sagði Blogger beamia...

úfff já þetta er svona vesen hjá mörgum vinum mínum hérna, sérstaklega þeim sem eru frá palestínsku herstjórnarsvæðunum, írak, íran, sýrlandi, indlandi, bangladesh, pakistan, ...

 
Þann 28 febrúar, 2008 14:36, sagði Blogger Ragna...

Já passar,eitt af þessum löndum. Held að Bush hafi kallað það eitt af öxulveldum hins illa einu sinni. Annars held ég að það sé auðveldara fyrir Indverja að koma hingað, það er amk bandarískt sendiráð í Indlandi.

 
Viltu tjá þig?

20. febrúar 2008

Heitar fréttir

Fullt af fólki hérna að horfa á tunglmyrkvann sem er btw mjög flottur. Fyrir svona klukkutíma kom ein stelpan nánast hlaupandi með þær fréttir að John McCain hafi haldið framhjá með e-m lobbyista sem hann hefði síðan gert greiða fyrir. Það varð allt brjálað hérna, allir svo miklir demókratar að það var strax farið að hringja í annað fólk og spyrja út í þetta nánar. Svo komu fréttir af því seinna að þetta væri miklu minna bara að hann hafi tekið e-a fylgdarkonu út að borða en stelpan heldur því enn fram að hennar heimildir séu réttar. Aldrei ró og næði.
Gaman að vita hvað er rétt í þessu. Amk var fólk farið að spá hvort Huckabee gæti komið sér aftur inn í keppnina...

14. febrúar 2008

Hið ómögulega

Fyrir þá sem hafa nógan tíma þá er hægt að verða háður þessum leik.

Ómögulega prófið


Núna rétt í þessu var ég að vinna leikinn og við skulum ekki tala um það hversu langt er síðan ég spilaði hann fyrst og hversu langan tíma það hefur tekið í þessari viku að vinna leikinn. Ef ykkur vantar hjálp þá er ég með MSN ;)

Þann 15 febrúar, 2008 12:48, sagði Blogger Unknown...

Vá hvað þetta er pirrandi. Hvað eru eiginlega margar spurningar?

 
Þann 15 febrúar, 2008 14:25, sagði Anonymous Nafnlaus...

gerir mann geðveikann!!! ekki gott í próflestri...
Lára Innsbruck

 
Viltu tjá þig?

10. febrúar 2008

Nammi namm

Guðbjört og Árni voru að fara aftur til Flórída í dag. Þau voru hér til að heimsækja mig (að sjálfsögðu) og til að hitta Þröst bróður Guðbjartar. Var nú bara með þeim á kvöldin þ.a. í minningunni þá át ég bara og drakk með þeim. Góðar stundir. Reyndar allt gourmet matur sem ég fékk með þeim. Fórum m.a. á eitt af 10 bestu steikarhúsum í Bandaríkjunum, Bobby Van's (skv. e-m lista.) Hef aldrei smakkað eins góða steik. Kíktum svo á brunch á Sarabeth í dag. 50 mínútna biðin var alveg þess virði, sítrónu - ricotta pönnukökurnar mínar voru alveg æðislegar og eggjakakan ekki síðri.

8. febrúar 2008

Arggggggg!!!! - anda inn - anda út

Ég er búin að eiga nýju tölvuna í eina og hálfa viku. Líkar bara ágætlega við hana. Sérstaklega Google Desktop sem virkar eins og Spotlight í makkanum, ctrl ctrl og þú getur opnað hvað sem er. En vegna e-a minnisörðuleika með matlab (ekki tölvan heldur meira að ég er með 1GB gögn sem þurfa að komast inn), þá ákvað ég að taka internet explorer út, þ.e. ég uninstalled internet explorer. Eftir það var allt í lagi þangað til í morgun. Í morgun var í fyrsta sinn sem ég endurræsti tölvuna eftir þetta. Og upp kom villa um að e-ð ákveðið skjal fyndist ekki og svo var bara auður skjár (með skjámyndinni minni). Eina sem ég gat gert var að ýta á ctrl-Alt-Del og annað hvort logga mig út, slökkva eða fara í Task manager. Ég fékk næstum áfall á staðnum.
En iPhone-inn sannaði gildi sitt og hjálpaði mér að finna vefsíðu sem tók akkúrat á þessum sama vanda. Virðist vera vel þekkt vandamál þegar fólk "asnast" til að taka ie úr tölvunni. Á innan við 5 mínútum (eftir að ég fann síðuna) þá var ég búin að laga vandann. En vá hvað er að microsoft. Ef að mig langar að taka ie út úr tölvunni minni þá vil ég geta gert það án þess að þurfa að fá hjartaáfall, fara í aðra tölvu og með veseni sem ég er ekki viss um að allir geti framkvæmt, lagað hlutinn.

Spurning: er Google ekki að fara að gefa út stýrikerfi???
Btw. þetta sannfærði mig alveg endanlega um að ég mun aldrei kaupa PC inn á heimilið mitt. Frekar mun ég eyða aukaaurum í makka.

Þann 08 febrúar, 2008 17:00, sagði Blogger beamia...

úffjá! google stýrikerfi - það væri alveg brilljant :)

 
Viltu tjá þig?

6. febrúar 2008

hiti

16 stig í dag - á samt að fara niður fyrir frostmark á sunnudaginn...
hver spáir kvefi eftir helgina vegna hitabreytinga?

4. febrúar 2008

Bolludagur, sprengidagur

Kíkti í nokkrar matvörubúðir í dag til að ath hvort þeir ættu cream puffs aka rjómabollur. Fann þær ekki (fór nú ekki langt) en fékk mér í staðinn fruit tart aka litla ávaxtaköku.

Horfði á Super Bowl (úrslit ameríska fótboltans) í góðra vina hópi í gær. Aldrei séð jafnspennandi leik. Held að allt hverfið hafi fríkað út þegar við stálum sigrinum á lokamínútunni. Á morgun kl. 11 er víst búið að skipuleggja sigurskrúðgöngu til heiðurs New York Giants og á hún að enda við ráðhúsið. Þetta er víst fyrsta sigurskrúðgangan í tíð Bloomberg borgarstjóra.

Á morgun er svo líka Super Tuesday sem er viðeigandi þar sem það er sprengidagur á Íslandi haha. En já, sem sagt forkosningar í mörgum fylkjum þ.á.m. hér og í New Jersey. Maður fer ekki framhjá því, stuðningsmenn fyrir framan búðir að hvetja fólk til kjósa sinn frambjóðanda. Spennandi kvöld framundan á morgun.

1. febrúar 2008

Dugnaðurinn

Verð að monta mig smá. Þrátt fyrir að ég hafi sprungið í dag þá hef ég mætt fyrir kl. 9 á skrifstofuna alla hina dagana í þessari viku. Hápunkturinn var þegar ég mætti kl. 7:55 í gærmorgun. Við erum sko að tala um manneskju sem hefur ekki getað mætt fyrir klukkan 9 á skrifstofuna frá því vorönn 2006 þegar ég var í tíma sem byrjuðu kl. 9.

Alveg ótrúlegt hvað maður kemur meira úr verki með að mæta svona snemma.

Fór annars út að borða í Korea-town á miðvikudagskvöldið. Vorum að kveðja Madalenu sem ætlar að taka sér ársleyfi úr náminu. Fengum kóreskt BBQ og ef fólk sem kemur í heimsókn hefur áhuga á slíku þá veit ég um góðan stað. Fórum svo nokkur og fengum okkur drykk á bar þarna skammt frá þ.a. ég fór ekki að sofa fyrr en um kl. 2 það kvöldið. Var samt mætt á skrifstofuna fyrir kl. 8 næsta dag.

Karen hélt ég hefði gist e-s staðar annars staðar þar sem ég var ekki heima þegar hún fór að sofa og ekki heima þegar hún fór á fætur, held að það að ég hafi verið farin um morguninn hafi verið meginástæðan...

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)