Ragna í New York

4. ágúst 2005

The Island

Kíkti í bíó í kvöld á eyjuna. Alveg ágætismynd. Verð að segja að mér fannst myndatakan oft mjög flott. Skil nú samt ekki í þeirri framtíðarsýn að breyta neðanjarðarlestakerfinu í háloftalestakerfi. Sé það nú ekki fyrir mér vegna nokkurs sem kallast sjónmengun. Annars er Ewan McGregor mjög töff gæi. Samt ekki eins töff og Elijah Wood í Sin City. Brad Pitt í Mr. and Mrs. Smith og Tom Cruise í War of the Worlds ná svo ekki í hælana á þeim.

Vorum einmitt að tala um kvikmyndir í vinnunni um daginn. Kom í ljós að ég er greinilega bíósjúklingur. Hafði ekki áttað mig á því fyrr. Var nefnilega búin að sjá svo rosalega margar myndir að mér var farið að líða illa þegar við vorum að ræða þetta.

Vona samt að ég hafi ekki ofboðið ykkur með að segja að Elijah Wood hafi verið töff í Sin City. Ég er ekki að meina maxxxxxð eða afxxxxxxxa heldur bara svona hann var svo brjálæðislega töff. Skiljið þið?

Þann 05 ágúst, 2005 07:14, sagði Anonymous Nafnlaus...

mér finnst samt ennþá hann Elijah ekkert hafa verið töff í SinCity heldur einstaklega creepy.

 
Þann 05 ágúst, 2005 11:09, sagði Blogger Ragna...

þú getur bæði verið töff og creepy ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)