Verslunarmannahelgin
Jæja þá er aðalhelgin búin. Var bara í bænum. Fór reyndar í smá "roadtrip" með R-unum mínum um Hvalfjörðinn og enduðum í sundi í Borgarnesi ásamt því að takast að hitta Emilíu og Jón Þór. (Hverjar eru líkurnar á því að hitta einhvern sem þú þekkir við botn Hvalfjarðar?)
Nýjustu fréttir eru að ég er komin í samband við nýja herbergisfélagann minn (íbúðarfélagann???) enda líður tíminn og það styttist í þetta - hann Stebbi meira að segja farinn út til USA úfff.....