Ragna í New York

23. janúar 2006

Hangikjöt og vítamín


Var með matarboð á laugardaginn. Eldaði hangikjöt og uppstúf ásamt kartöflum, grænum baunum og rauðkáli. Þetta var bara fínt þrátt fyrir að grænu baunirnar væru ekki ora. Fyrir þá sem ekki vita þá sagði tollvörður hér í Bandaríkjunum mér að íslenskt lambakjöt væri eina kjötið sem mætti flytja inn til Bandaríkjanna, svo framarlega sem maður hefur vottorð meðferðis. En já matarboðið gekk vel og fannst öllum kjötið mjög gott. Að lokum runnu svo pönnukökurnar, sem ég bjó til, hratt ofan í mannskapinn.

Veðrið var mjög skrítið um helgina, 15 stig á laugardaginn en 5 stig í gær. Afleiðingar þess er hálsbólga og kvef sem ég er við það að fá. Að því tilefni keypti ég mér fjölvítamín. Mér blöskraði nú hálfvegis þegar ég fór til að kaupa vítamínið, hefði aldrei getað valið eitt box af þeim þúsundum sem voru til sölu ef ég hefði ekki heyrt af einni tegund áður. Það var amk bara hægt að velja um þrjár tegundir af því vítamíni. Valdi að sjálfsögðu það sem var með ginsengi, (þ.e. með extra orku til að vera hressari). Vonum að vítamínátið muni skila tilætluðum árangri - langar sko ekki að leggjast í rúmið veik.

Aðrar fréttir eru þær að von er á mér til landsins í mars. Nánar tiltekið 11.-15. mars. Vildi bara taka þetta fram ef e-m langar að skipuleggja eitthvað á þeim tíma. Verð reyndar líklega upptekin kvöldin 11., 12. og 13. mars en 14. mars er ég ennþá alveg laus :) Ekki góðar fréttir?

Þann 24 janúar, 2006 12:15, sagði Anonymous Nafnlaus...

mjög góðar fréttir, hvað ertu annars að fara að gera hérna?
Einnig gott að heyra að þú hafir notað pönnukökupönnuna

 
Þann 25 janúar, 2006 17:55, sagði Anonymous Nafnlaus...

Frábært að heyra:) Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur til landsins;) kv. Ragna:)

 
Þann 26 janúar, 2006 03:10, sagði Anonymous Nafnlaus...

Frábært að þú sért að koma :) Hlakka til að hitta þig :)

 
Þann 29 janúar, 2006 07:38, sagði Anonymous Nafnlaus...

hey vá! hvað kemur til? reynum að blása til hittings :)

 
Viltu tjá þig?

21. janúar 2006

Les femmes north

Var ótrúlega dugleg í gær. Vaknaði kl. 7 til að fylgja Stebba út í leigubíl en hann gisti eina nótt eftir komuna til NYC áður en hélt áfram til Ithöku. Skilaði svo fyrstu heimadæmunum mínum á þessari önn, þau voru bara hressileg. Fann út að það er ekki netsamband á nýja kaffihúsinu á jarðhæðinni í byggingunni minni (ekki rekið af Columbia). Fór svo í dæmatíma í líkindafræði frá 2-3 GASP!!

Hitti Albínu, Írisi og Hjördísi í kvöldmat á egypskum veitingastað sem heitir Casa la Femme North. Ágætis veitingastaður með alveg frábærum mat, við vorum samt ekki parhrifnar af þjónustunni. Sum borðin voru þannig að þú sast á púðum á gólfinu og önnur voru með svona hvítum tjöldum sem hægt var að draga í kring til að loka af. Stefnan var svo sett á eitthvað partí í kirkju í Harlem en við vorum svo lengi að borða að það datt alveg upp fyrir. Fórum þá niður í East Village á bar sem heitir 2 by 4. Fyrst þegar við gengum inn entumst við í mínútu inni á staðnum þar sem það voru ekkert nema karlmenn eða rednex eins og Íris orðaði það. Eftir 5 mínútna umhugsun fórum við nú samt aftur inn og vorum það sem eftir lifði kvölds/nætur. Ef ég á að lýsa þessum bar þá er svona eitt sem kemur upp í hugann, Coyote Ugly. Barstúlkurnar voru nú samt ekki eins flinkar að dansa uppi á barborðum og það var nú ekkert vatn í spilunum en við getum orðað það þannig að lagið með textanum: "... pour some sugar on me..." úr Coyote Ugly m.a. hljómaði alveg tvisvar sinnum ásamt meðfylgjandi showi.

Annars líst mér bara alveg ágætlega á þessa önn. Ég er með einn kennara sem er ótrúlega fyndinn, reyndar sá sami og ég talaði um hér. Hann er ótrúlega orkumikill og dettur oft eitthvað skemmtilegt og skrítið í hug sem hann hefur gaman af að deila með okkur. Annars var besta quotið hans í gær:
"That is as much of a coincidence as if you would go back home to your own apartment, to your own bedroom and find your own bed."
.

Já og vel á minnst í sambandi við pí-ið. Ég var að vinna heimaverkefnið mitt í R og þurfti að búa til fall sem notaði pí. Svo leið og beið og ég var að tala við þann sem situr næst við hliðina á mér og komst að því að allar útkomurnar voru eitthvað skakkar hjá mér. Samt leit fallið út eins og það átti að líta út og hágildi og allt á réttum stað það s.s. munaði bara einhverjum fasta. Ég sem sagt skoða allt voða vandlega og uppgötva að það eina sem gæti verið að er pí-ið. Slæ inn pí og fæ út 0,365. Mér hafði s.s. tekist á einhvern furðulegan hátt, sjálf sagt einhvern tíma fyrir áramót, að endurskilgreina pí. Nú er ég aftur búin að endurskilgreina það svo nú er pí = 3,14159 í R-forritinu hjá mér. Það sem ég lærði nú aðallega á þessu er að R er ekki fullkomið og fastar eru ekki verndaðir í því.

Þann 25 janúar, 2006 11:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sniðug Pí-saga!
Er komið kaffihús á jarðhæðina hjá þér? Í staðinn fyrir barnaheimilið?

 
Þann 25 janúar, 2006 13:52, sagði Blogger Ragna...

nei sko á jarðhæðina í byggingunni þar sem tölfræðideildin er til húsa (maður eyðir nátla jafnmiklum tíma þar og heima hjá sér þ.a. þetta er orðið byggingin mín ;) )

 
Viltu tjá þig?

18. janúar 2006

pí = 0,365


Í dag gerði ég mitt mesta afrek frá því ég byrjaði í doktorsnáminu.
Ég skilgreindi pí upp á nýtt og frá og með deginum í dag er pí = 0,365

Þann 19 janúar, 2006 10:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

og hvernig tókst þér það?

 
Þann 19 janúar, 2006 13:52, sagði Blogger Ragna...

ég er bara svo mikill snillingur

 
Þann 20 janúar, 2006 17:03, sagði Anonymous Nafnlaus...

lol :D

 
Þann 20 janúar, 2006 17:15, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ég vil fá betri útskýringu á þessu!!!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)