Ragna í New York

27. febrúar 2007

Helgarferðin


Skrapp aðeins til Delaware um helgina. Mætti á svæðið í fínu brúnu stígvélunum og við getum sagt að þau hafi verið brúkuð mikið um helgina. Ef ég notaði þau ekki þá þrammaði Kristín Edda um í þeim inni. Hún minnti dáldið á stígvélaða köttinn...

Byrjuðum að horfa á The Departed en ég hafði gefið Siggu myndina á DVD í afmælisgjöf. Ég skil ekki hvað systir mín var að kvarta yfir henni í ljósi sigurfarar myndarinnar á Óskarnum.

Á laugardeginum fórum við Sigga í Costco þar sem ég gerðist svo frækin að kaupa stóran kassa af brownies mixi. Hann reyndar varð stærri eftir að við vorum komnar heim. Sigga gerðist svo fræg að kaupa flottustu sjónvarpsfjarstýringu sem ég hef séð. Ég væri ekki hissa ef einn daginn fjarstýringin gæti lesið hugsanir manns. Annars látum við liggja á milli hluta hversu mikið var borgað fyrir gripinn... Á milli þess sem ég hamaðist við að líma límmiða þá fórum við Sigga og Kristín út að hjóla. Ég fattaði að ég hef ekki hjólað rosalega lengi. Kannski ég ætti að fara að gera meira af því. Um kvöldið hjálpaði ég Siggu aðeins að mæla í graskersbrauð. Reyndar varð ekki mikið úr hjálp minni þetta kvöldið því ég steinsofnaði í sófanum fyrir framan sjónvarpið.

Á sunnudeginum átti ég svo stefnumót með Kristínu Eddu. Eftir að hafa skutlað Siggu og Stefáni í bridgeklúbbinn fórum við í mollið. Við fórum í margar búðir og Kristín náði að plata frænku sína til að kaupa eitthvað smotterí. Síðan fórum við á vídeóleigu og fengum okkur DVD disk, ég hélt við værum að fara að horfa á Fríðu og Dýrið en við tókum víst disk með fjórum smásögum um Fríðu og Dýrið. Allt er nú til. Síðan fórum við heim, horfðum á diskinn okkar og gæddum okkur á poppi. Þetta var mjög gaman við klæddum dúkkurnar í kjóla og púsluðum smá á meðan við dáðumst að snjóstorminum sem var úti. Um kvöldið eftir að allir aðrir voru komnir heim var smáveisla með köku til að halda upp á afmælið Siggu. Loks horfði ég á alla Óskarsverðlaunaathöfnina sem var bara ágætisskemmtun.

Ég vaknaði svo kl. 8 á mánudeginum en ég átti miða með lest kl. 8.56. Í stuttu máli þá missti ég af lestinni - ég hef aldrei verið jafn pirruð og þegar ég kom hlaupandi upp rúllustigann og sá lestina við hliðina á mér byrja að renna af stað. Ég var sem sagt ekki mínútu of sein ég var 10 sekúndum of sein. Tók svo næstu lest og lenti nátla í sama vagni og prófessorinn minn sem kemur alltaf einu sinni í viku frá Washington DC. Hverjar eru líkurnar á því að hitta á hann (frekar margar lestir sem fara til New York á morgnanna).
Fékk svo að vita að sumir hafi verið frekar hissa að ég skyldi hafa verið farin til baka aftur. Kristín átti samt bestu viðbrögðin: "Er Ragna frænka farin? og hún tók stígvélin MÍN með sér!".

Þann 27 febrúar, 2007 18:41, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hahaha. Góð. Stígvélin "mín".

 
Viltu tjá þig?

21. febrúar 2007

Sól

Það var um 9 stiga hiti þegar ég labbaði í skólann í dag. Stórmunur frá síðustu vikum. Skrítna var að þetta veður minnti mig á gott skíðaveður í Skálafelli í gamla daga. Sólríkt en samt snjór úti um allt.

Annars bara 3 vikur í að ég kíki heim - get varla beðið.

Þann 23 febrúar, 2007 05:28, sagði Blogger Ragnhildur...

Það verður líka gaman að fá þig hingað!

 
Viltu tjá þig?

19. febrúar 2007

Fjórmenningar

English summary: just blogging about how related I am to "the queen" of Iceland.

Það hefur verið mjög vinsælt að blogga um Silvíu Nótt á íslenskum bloggum upp á síðkastið. Á einhverju blogginu las ég að maður ætti að fara inn á Íslendingabók og tékka hversu mikið maður er skyldur drottningunni. Ég var að komast að því að við erum fjórmenningar í mömmu ætt. Svo virðist sem að afi minn hann Erlendur hafi verið skírður eftir afa sínum Erlendi sem var einmitt afi, afa hennar Silvíu. Hehe. Spurningin er samt þessi: Má ég þá kalla hana frænku mína?

Þann 22 febrúar, 2007 15:56, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já,já, auðvitað máttu kalla hana frænku þína, allavega svona þegar það hentar. ;)

 
Viltu tjá þig?

Hundagelt - barking dogs

Dagatalið mitt er uppspretta mikils fróðleiks.
Kínverskir hundar gelta "wung-wung".
Enskir hundar gelta "ruff-ruff".
Spænskir hundar gelta "jau-jau".
Franskir hundar gelta "woa-woa".
Rússneskir hundar gelta "gav-gav".
Kóreskir hundar gelta "mung-mung".
Íslenskir hundar gelta "voff-voff". (þetta síðasta var reyndar ekki úr dagatalinu).

My calendar is a source of a lot of knowledge.
Chinese dog bark "wung-wung".
English dogs bark "ruff-ruff".
Spanish dogs bark "jau-jau".
French dogs bark "woa-woa".
Russian dogs bark "gav-gav".
Korean dogs bark "mung-mung".
Icelandic dogs bark "voff-voff". (the last one's actually not from my calendar but hey).

14. febrúar 2007

Loksins loksins

kominn snjór. Hef reyndar aldrei séð svona snjó áður. Snjórinn er svo fínn að hann er eins og sykur. Getið þið ímyndað ykkur hvernig það er að labba á götum sem eru fullar af sykri?

Er annars rétt að jafna mig eftir veikindi. Tókst að veikjast nóttina eftir að hafa skrifað síðustu færslu og komst því aldrei á Ampop. Í alveg þrjá heila daga var ég með hita á milli 101 og 102 F (milli 38.3 og 38.9 C). Var því í hálfgerðu móki þessa þrjá daga en er nánast alveg búin að ná mér eftir það. Reyndar nóg af uppsafnaðri vinnu - t.d. kenndi ég ekki þessa viku þó reyndar hafi verið kennt fyrir mig annan daginn.
Læt heyra í mér síðar með vonandi lengri færslu þegar eitthvað markvert gerist.

Finally there's snow on the streets. Actually I've never seen snow like that before. It's so fine it's like sugar. Can you imagine walking on streets full with sugar?

I'm just getting better from being sick. Managed to get sick the night after I wrote last post and thus I never managed to see the great Icelandic band Ampop. I had fever for three whole days, a fever between 101 and 102 F. Thus I was kind of out of it those three days but I'm almost myself again now. Actually pleanty of work waiting for me - I didn't even teach my class the week I was sick.
I'll stop by again soon with hopefully a longer post, when something noteworthy happens.

Þann 14 febrúar, 2007 12:57, sagði Anonymous Nafnlaus...

Oh, en ömurlegt. Ég var einmitt veik alla síðustu helgi.

 
Viltu tjá þig?

4. febrúar 2007

Kúbversk stemning og Superbowl

Kominn tími á smá fréttir.
Tókst að næla mér í kvefskrattann sem er að ganga hérna á svæðinu þessa dagana. Eina góða(?) sem kom upp úr því er að ég uppgötvaði að fjórar stærstu stöðvarnar hérna leyfa manni að horfa á þættina sína á netinu. Einkar þægilegt þegar maður er veikur.
Hitti Völlu og Geir á laugardagskvöldið og fór í mat með þeim á kúbverskan stað. Reyndar annað skiptið á 2 vikum sem ég kíki á þennan stað (reyndar á tveimur mismunandi stöðum í borginni) - en góður matur . Þetta var voðafínt - stórhljómsveit og allt að spila og tvö pör að dansa á dansgólfinu. Ég hefði kannski átt að vera duglegri að hvetja Völlu 0g Geir áfram.
Eftir að hafa kvatt þau á Times Square fór ég áfram niður í East Village og hitti nokkra krakka úr skólanum. Planið var að kíkja á hann Anthony, sem vinnur í deildinni hjá mér, en hann syngur í alveg hreint ágætri hljómsveit hér í borg. Áhugaverð hljómsveit, þrír japanir og svo Anthony sem er frá Puerto Rico. Japanarnir spila rokk og Anthony er meira svona í hiphop. Þetta var annars mjög flott hjá þeim - ég verð að kíkja aftur.
Á leiðinni niður í bæ var ég stopp frekar lengi á einni lestarstöðinni og gat virt fyrir mér líf nokkurra rotta. Ég sá eina stóra , eina litla og eina dauða. Fannst samt frekar óhuggulegt þegar þessi litla ætlaði að fara að narta í þá dauðu - enda var hún greinilega á sömu skoðun og ég. Tók annars eftir að það virtist vera ótrúlega mikið af littlum AA batteríum þarna á víð og dreif. Var að pæla hvort batteríum væri hent þarna til að drepa rotturnar eða hvað - fannst þetta alveg stórfurðulegt...
Í kvöld kíkti ég svo í Íslendinga Superbowl partý. Spurning hvort því íslenska svipi eitthvað til bandarísks partýs. Frábærar móttökur enda alltaf gaman að hitta Íslendinga hérna.
Á þriðjudagskvöldið er planið (amk ennþá) að kíkja á Ampop spila á Piano's. Á ekki von á neinu öðru en góðu kvöldi. Meira um það síðar.

Last week:
Managed to catch the cold that's been going around here. At least I discovered all those channels that let you watch their prime time shows online. Really nice when you're sick.
Met Valla and Geir on Saturday evening and took them to a Cuban restaurant. Good food and a large band playing. There were even a couple of people dancing on the dance floor. Maybe I should have encouraged Valla and Geir...
After saying goodbye to them I went down to East Village and met few friends from school. The plan was to go see Anthony, from my department, sing but he's in a great band. It was great and I'll definitely go again to see them perform.
On my way downtown I got to take a closer look at the life of few rats. One was big, one was small and one was dead. Kind of creepy though when the small one was going to bite the dead one - obviously it came to the same conclusion as I did. The strange thing though was all the AA batteries all over the track. Was wondering if they were dumped there to kill the rats ... if anyone knows the answer, please tell me.
Tonight I went to an Icelandic Superbowl party. I'm wondering if it is in any way similar to the American version? But anyways, great hosts. Always nice to meet the Icelanders around here.
This Tuesday my plan is to go see Ampop perform at Piano's. I'm expecting a great evening. More on that - later.

Þann 05 febrúar, 2007 11:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá! hljómar mjög vel - góða skemmtun á ampop, verður örugglega þrusustuð! :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)