Ragna í New York

29. ágúst 2007

Florida

Er komin til Florida. Fekk gestapassa i tolvurnar her thannig ad eg kemst a netid en thid verdid ad afsaka islenskuleysid.
Kom rett fyrir midnaetti a manudagskvold og sottu gestgjafar minir mig ut a flugvoll. Strax daginn eftir kiktum vid i Busch Gardens thar sem vid notfaerdum okkur stuttar radir og forum margoft i russibana. Sa besti var med 90 gradu falli thar sem i byrjun var madur alveg stopp og horfdi bara nidur thar sem vid satum ad sjalfsogdu i fremstu rod.
Annars er eg buin ad sja fullt af "nyjum" dyrum, frosk syndandi i sundlauginni og fullt af litlum saetum edlum. Edlurnar eru miklu saetari en eg hefdi getad imyndad mer.
I dag for Gudbjort i skolann og eg kom seinna a kampus med Arna og kiktum a bokasafnid og fengum okkur svo hadegismat sem er okeypis tho vid borgudum ad sjalfsogdu $3 i "suggested donations". Thetta er e-r samtok sem hafa komid a kampus a hverjum virkum degi i um halfa old. Mjog skemmtileg hefd.
Aetladi annars bara ad lata vita af mer svo folk viti ad eg se med lifsmarki. Kem til baka a sunnudagskvold.

Þann 31 ágúst, 2007 04:56, sagði Anonymous Nafnlaus...

hey! frábært :D góða skemmtun öll þrjú :)

 
Þann 03 september, 2007 09:09, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ich bin sehr eifersüchtig.

 
Viltu tjá þig?

20. ágúst 2007

Planið breyttist aðeins

Ég kom ekki til NYC fyrr en á laugardaginn. Sigga systir tók nefnilega vélina, sem Rósa og Tinna komu í, heim til Íslands. Við keyrðum því uppeftir á laugardagsmorgun og svo ætla ég að keyra tilbaka til Delaware á fimmtudaginn og hjálpa til við að passa óþekktarangana mína á fimmtudags og föstudagskvöld. Ég varð einmitt vitni að því þegar flugfreyjurnar og flugmennirnir hjá flugleiðum tóku upp hversdagsfötin á miðju gólfinu í komusalnum og skruppu inn á klósett til að skipta. Aldrei séð það áður. Unga flugmannskonan átti dáldið flott svört leðurstígvél sem hún notar greinilega bara í vinnunni. Held nefnilega að eftir að flugleiðir byrjuðu með dagsflugin þá er skipst á að fljúga dagsflug til Boston og NYC. Áhafnir sem koma einn dag á NYC eru ferjaðar til Boston til að fljúga dagsflugið til baka þaðan daginn eftir og öfugt.

Annars kem svo til baka frá Delaware á laugardag og ætla þá að eyða helginni með Rósu og Tinnu. Síðan liggur leiðin til Flórída á mánudaginn eftir viku og verð ég þar í 6 daga eða þangað til skólinn byrjar.

15. ágúst 2007

Á döfinni

Jæja er búin að vera hérna í 6 daga. Fór til Siggu og fjölskyldu á laugardaginn. Búin að bralla margt. Náði e-n veginn að snú mig á ökkla þ.a. ég gat varla gengið í tvo daga. Samt svo skrítið að ég gat keyrt. Búin að fara í bíó á The Bourne Ultimatum og sýndi gífurlegan viljastyrk í einn dag þar til ég fór og keypti mér þennan. Er svo að fara aftur til New York líklegast á morgun. Á von á heimsókn á laugardaginn og eftir að henni lýkur þá ætla ég að skella mér til Flórída í sex daga að heimsækja Guðbjörtu og Árna. Fer 27. ágúst og kem aftur 2. september. Annars þarf ég að fara og finna út hvernig ég nota nýja tólið mitt í að blogga.

Þann 15 ágúst, 2007 14:45, sagði Blogger Valla...

Til hamingju með símann! Þú varst nú við opnunina ;) Ertu þá hjá AT&T?

 
Þann 15 ágúst, 2007 14:55, sagði Blogger Ragna...

Rosalega ert þú snögg...
Já komin með reikning hjá AT&T. Fékk nýtt númer en er með gamla líka í e-n tíma amk. Fékk svo flott númer að það er mjöööög freistandi að skipta bara og nota það. Vissirðu annars að Lynn er að fara að flytja til NYC?

 
Þann 15 ágúst, 2007 18:59, sagði Blogger Ragnhildur...

Datt mér ekki í hug ;)

 
Þann 15 ágúst, 2007 19:55, sagði Blogger Ragna...

Ragnhildur, fékkstu sms-ið?

 
Þann 15 ágúst, 2007 21:09, sagði Blogger Unknown...

Við Guðbjört hlökkum til að fá þig í heimsókn. Ég er spenntur að fá að kíkja á iPhone-inn þinn!

 
Þann 15 ágúst, 2007 22:02, sagði Blogger Ragna...

Það fer amk ekki á milli mála að ég mun taka hann með til Flórída ;)

 
Þann 16 ágúst, 2007 06:45, sagði Blogger Ragnhildur...

Heyrðu já, ég gleymdi bara að svara, var á fundi þegar ég fékk það. Datt í hug strax þá að þú hefðir fengið þér nýja símann

 
Þann 16 ágúst, 2007 18:06, sagði Anonymous Nafnlaus...

Úff, við erum orðnar svo spenntar að koma út ... þú getur ekki ímyndað þér!!!

 
Þann 17 ágúst, 2007 09:27, sagði Anonymous Nafnlaus...

til lukku með þetta! góða ferð líka og skemmtun með gestunum þínum :)

 
Þann 17 ágúst, 2007 18:43, sagði Blogger Valla...

hehe nei ég hafði ekki hugmynd. Atvinnuviðtalið í NY hefur líklega gengið upp þá :) Það verður gaman.

 
Viltu tjá þig?

10. ágúst 2007

Í stórborginni á ný

Komin aftur til New York borgar. Hákon fór í sama flugi og ég út þ.a. ekki leiddist mér á leiðinni. Hann hélt svo áfram til Colorado þ.a. leiðir skildu þegar ég fór í leigubílaröðina. Ég náði að opna aftur símann minn þ.a. hann virkar. Eða sko það tókst eftir að þeir loksins gáfu mér samband við manneskju...

Síðasta vikan á Íslandi var mjög skemmtileg. Fyrst kom mynd af mér í Vikunni, fór í Bása og sló nokkrar golfkúlur (þ.e. þegar ég hitti), labbaði Úlfarsfellið og týndi fullt af krækiberjum og bláberjum, fór í crazy landsbankapartí ;) , fór á hestbak í Mosfellsdal, út á bát í Hvalfirðinum en ég lagði samt ekki í að prófa fjórhjólin sem ættingjar mínir voru að þeysast um á. Enda voru e-r hótanir um að myndavélin yrði á lofti... Annars eyddi ég Verslunarmannahelginni í faðmi fjölskyldunnar í Kjósinni og var það bara æðislega gaman. Á laugardeginum var meira að segja varðeldur í fjörunni eins og alltaf um verslunarmannahelgina. Helgin endaði svo á fertugsafmæli í einum bústaðnum með rosalegum veitingum.
Ef þið viljið sjá myndir úr Kjósinni þá er bara að kíkja á bloggið hans Sigga Smára.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)