Ragna í New York

12. febrúar 2009

Íslenska eðlið

Ég gat ekki á mér setið. Íslendingar geta verið svo fyrirsjáanlegir stundum að það er ekki fyndið.

Time er búið að tilnefna Davíð Oddsson sem einn af 25 aðilum sem bera ábyrgð á heimsfjármálakreppunni. Þetta er náttúrulega strax komið í öll blöð á Íslandi. 

Maður þarf að fletta í gegnum alla aðilana og getur svo gefið þeim einkunn frá 1-10, (saklaus-sekur). Davíð Oddsson trónir langefstur með næstum 6000 atkvæði (þegar þetta er skrifað) á meðan næsti maður er með ca 4500 atkvæði (og svo 4100, 4000, 3800 osfrv.) Íslendingar bregðast manni sjaldan í netkosningum ;) 

Ég skil alveg að fólk kenni Davíð um ástandið á Íslandi þó mér finnist fólk stara einum of mikið á Davíð, það þarf að fara að hugsa um alla hina sem bera jafnmikla ef ekki meiri ábyrgð á ástandinu. En, að kenna Davíð um heimsskreppuna, æi ég veit það ekki. Kannski ætti maður að bara að vera stoltur að litla Ísland er ekki svo lítið þrátt fyrir allt, fyrst við getum haft svona mikil áhrif á alla heimsbyggðina.

Þann 12 febrúar, 2009 20:44, sagði Blogger Hákon...

Já þetta er ekkert smá fyndið.
Ég hugsa að fólk geti ekki byrjað að hugsa skýrt fyrr en Davíð hverfur. Það myndi eflaust þýða erfið fráhvarfseinkenni fyrir aðdáendur hans og þá sem hata hann, en þá væri kannski hægt að halda áfram í staðinn fyrir þennan endalausa bendileik.

 
Þann 16 febrúar, 2009 15:15, sagði Blogger Unknown...

Ég er sko algjörlega sammála þér. Það er fáránlegt að slengja sökinni á einn mann.
Kveðja; Kristín Ásta.

 
Viltu tjá þig?

9. febrúar 2009

Á laugardaginn

Kíkti í heimsókn til Petu frænku um helgina. Labbaði frá skrifstofunni upp á 125. stræti til að taka lestina. Á leiðinni sá ég í fyrsta sinn klíku hér í borg. Þetta voru svona ca. 20 ungir piltar á mótorhjólum og fjórhjólum og keyrðu þeir bæði á götunni og svo upp á gangstéttina til að komast leiðar sinnar. Ætli þeir hafi ekki verið að notfæra sér góða veðrið á laugardaginn eins og við hin til að sýna sig og sjá aðra...

Svo þegar ég var komin niður í midtown, austanmeginn var það fyrsta sem ég sá gulur lamborghini, ótrúlega flottur, bílstjórinn var nýstoppaður þar sem löggan hafði eitthvað við hann að segja. 

Svona geta hverfin verið mismunandi hér í borg. 

Ætlar annars enginn að kommenta á hvað ég var dugleg að fara í kick boxing um helgina?

Þann 11 febrúar, 2009 23:37, sagði Blogger Unknown...

Voru klíkugæjarnir allir í eins fötum? p.s. Hringi á morgun!

 
Þann 16 febrúar, 2009 15:18, sagði Blogger Ragna...

Neibb, bara svona venjulegir Harlem guttar...

 
Viltu tjá þig?

7. febrúar 2009

Ég lifði af...

...fyrsta kick boxing tímann minn. Næsta verk á dagskrá er að lifa af næstu 9 eða svo. Reyndar var þetta mjög gaman :)

Það sniðuga við þetta er líka að ég er í tímum klukkan hálfellefu á laugardagsmorgnum, þarf því að takmarka skemmtanalífið á föstudagskvöldum. Svo er ég í tímum kl. 9 á föstudagsmorgnum þ.a. ég þarf að takmarka skemmtanalífið á fimmtudagskvöldum. Vonandi leiðir þetta til þess að ég kem meiru frá mér :) Ég má síðan sko skemmta mér á laugardögum í staðinn ;)

Þann 09 febrúar, 2009 15:09, sagði Blogger beamia...

vá hjálp og gastu hreyft þig eftir tímann? ég fékk svo svaaakalegar harðsperrur eftir svona tíma í baðhúsinu í denn (einhvern tíma í fjórða bekk ef ég man rétt) að ég ætlaði varla að komast úr rúminu daginn eftir. spratt upp við vekjaraklukkuna og bara átsj! nei, ekki hoppa meir...

en kickbox er skemmtilegt :) ef ég væri ekki bara með svona mikið ofnæmi fyrir líkamsræktarstöðvum... jah... þá...

 
Þann 11 febrúar, 2009 23:36, sagði Blogger Unknown...

ohhh já, þú ert rosa dugleg! á laugardagsmorgni!

 
Þann 16 febrúar, 2009 15:19, sagði Blogger Ragna...

Það hjálpar til að koma sér af stað að vera í svona tíma á laugardögum ;) Fór aftur núna á laugardaginn og losnaði við kvefið sem ég var með :)

 
Viltu tjá þig?

4. febrúar 2009

Colorado

Jæja, ætli það sé ekki kominn tími á frásögn um skíðaferðina.

Dagur 1: Um kvöldið 14. janúar flaug ég til Denver.  Átti flug frá LaGuardia, einkar gott útsýni sérstaklega yfir Hudson ána sem reyndar olli mér sjokki tæpum sólarhring síðar þegar ég heyrði af flugvélinn sem nauðlenti þar (degi eftir að ég flaug). Nú þegar ég pæli í því þá er skárra að sjá hluti minnka en stækka þegar maður er í flugtaki...
Flugið gekk vel, Hákon var svo vænn að taka á móti mér á flugvellinum og svo leigðum við bíl til að hafa fyrir dvölina. Keyrðum svo til Boulder (ca. 45 mín) þar sem við gistum fyrstu nóttina. 

Dagur 2: Veðurspáin var alveg hreint frábær fyrir alla ferðina, niðri á sléttunni (Denver, Boulder) var um 15 stiga hiti og uppi í fjöllunum í kringum frostmarkið. Reyndar var veðrið mjög skrítið þennan fimmtudag þar sem það var svo mikil þoka að ég sá ekki neitt fyrr en við vorum komin upp í fjöllin og upp fyrir þokuna. Höfðum ákveðið að fyrsti dagurinn yrði notaður í skoðunarferðir svo ég hefði tíma til að jafna mig á hæðarmismuninum (gat farið upp í 8000 fet eða ca. 2500m bara við veginn). Þannig að fyrsta daginn eyddum við í Aspen, skíðabæ ríka fólksins. Mjög skemmtilegur lítill bær, gaman að rölta um og skoða allar dýru búðirnar. Skíðalyftan endaði í miðbænum og þeir gáfu gestum og gangandi heitan eplacider að drekka. Við sáum líka flugvöllinn þar sem var nú eitthvað af litlum sætum einkaþotum. Á leiðinni heim gerðist ekkert markvert nema að ég keyrði í sjokki allan tímann eftir að hafa farið að ráðum Hákons og keyrt út af veginum vegna umferðar til að fara aðra leið. Sú leið var aðeins fáfarnari og með brekkum upp og niður sem voru sumar hverjar ekki alveg lausar við hálku. 2-hjóladrifni bíllinn okkar var ekki alveg að meðtaka eina brekkuna en allt fór vel á endanum. Um kvöldið enduðum við svo í Silverthorne í skíðaíbúðinni sem Hákon leigir með vinum sínum. Mjög fín íbúð með tveimur svefnherbergjum, svefnlofti (fyrir svona 8) og tveimur baðherbergjum.

Dagur 3: Fyrsti skíðadagurinn. Áður en við gátum farið þurfti ég að leigja mér skíðaútbúnað. Það var ódýrara en ég hélt ($60-$70 fyrir 4 daga). Ég var búin að steingleyma hversu erfitt getur verið að troða sér í klossana en það hófst á endanum. Ég ákvað að fá hjálm líka enda eru víst um 70-80% fólks komið með hjálma í brekkurnar núna. Ótrúlegt hvað hlutirnir geta breyst á 10 árum. Ég var sem sagt að fara á skíði í fyrsta sinn í rúm 10 ár. Fyrsta daginn fórum við í Breckenridge, sem er skíðasvæði frekar nálægt íbúðinni. Vinir Hákonar höfðu ákveðið að fara þangað líka þ.a. við skelltum okkur með. Þetta var frábært val þar sem brekkurnar eru aðeins auðveldari þarna heldur en annars staðar. Við komumst fljótt að því að hlutir eins og að beygja og stoppa gleymast seint þ.a. ég gat bara nánast rennt mér strax af stað.  Ég held reyndar að ég sé ekki eins kræf og ég var þegar ég var yngri. Alveg ótrúlegt hvað maður gat verið hugrakkur á sínum yngri árum. Dagurinn var alveg frábær, um hádegið borðuðum við hádegismat með félögum Hákonar uppi í fjallinu og vorum við alveg að steikjast úr hita. 

Dagur 4: Laugardagurinn 17. janúar. Við Hákon ákváðum að fara til Beaver Creek þennan dag. Það sem ég sá af þorpinu sjálfu er það mjög sætt. Það er víst mikið af ríku fólki sem á skála þarna og þar sem það er aðeins dýrara en sum svæði þá er oft minna að gera og minni bið í lyfturnar. Það eftirminnilegasta svona um morguninn var þegar Hákon ætlaði að tryllast við að reyna að koma sér í skóna. Það tókst með herkjum eftir svona 15 mínútna áreynslu. Brekkurnar voru aðeins erfiðari en í Breckenridge en snilldin við þetta svæði var að maður gat tekið lyftu alla leið upp á topp og svo skíðað í byrjendabrekku niður (sum svæðin hafa bara byrjendabrekkur neðst). Þetta hentaði okkur vel þar sem Hákon gat skíðað niður erfiðari brekkur á meðan ég fór mína auðveldu leið. Um hádegisleitið hittum við íslenska vini Hákonar sem eru með skíðaskála þarna í brekkunum. Þau voru öll allt of góð fyrir mig þannig að ég rak lestina það sem eftir var dagsins. Þau buðu okkur svo í kvöldmat hjá sér sem við þáðum og enduðum við því daginn á að skíða niður að húsinu. Þetta var risastór þriggja hæða höll með öllum útbúnaði sem hægt er að nefna. Það endaði með því að við þáðum boð um að gista í gestasvítunni og skíða svo aftur í Beaver Creek næsta dag. Kvöldinu eyddum við svo m.a. í píanóleik, rommý, party&co.

Dagur 5: Var svipaður og laugardagurinn, nema þegar við löbbuðum út um morguninn þá byrjuðum við á því að smella á okkur skíðaskóna og svo renna okkur af stað niður að lyftunum. Reyndar ákvað Hákon að prófa nýja snjóbrettið sitt og ég komst að því að ég er betri á skíðum en hann á snjóbretti, amk get ég komið mér niður brekkuna að sjálfdáðum :) Hákon ákvað svo að skella sér til baka og ná í skíðin á meðan ég skíðaði aðeins. Þegar restin af hópnum var mætt komst ég að því að það var alveg passlegt að taka lyftuna upp með hópnum og svo renna mér á eiginspýtum niður, bíða svo í nokkrar mínútur eftir að þau voru komin niður aðra ferð og taka lyftuna upp með þeim. Ég held ég þurfi nokkura tuga ára æfingu í viðbót til að geta skíðað svona hratt niður. Í lok dags skíðuðum við aftur niður, þökkuðum Sóleyju, Huga og Mæju fyrir gestrisnina og keyrðum aftur til Silverthorne.

Dagur 6: Við ákváðum á sunnudeginum að fara ekki á skíði á mánudeginum heldur fara bara til Boulder og eyða deginum þar. Það var alveg frábær hugmynd þar sem það var um 16 stiga hiti. Við röltum um bæinn, fengum okkur voða gott hádegismatarhlaðborð á nepölskum stað og settumst loks niður á útiborði á kaffihúsi þar sem við sátum í nokkra tíma. Það sem ég sá var fólk á stuttbuxum, krakkar á litlu hjólunum sínum og flestir með sólgleraugu enda fáránlega heitt. (Mín sólgleraugu urðu eftir hér í NYC.) Um kvöldið borðuðum við svo á Walnut Brewery þar sem við deildum buffaló fahitas. Staðurinn minnti mig rosalega á stað sem ég fór á tvisvar í Denver síðasta sumar og nú þegar ég var að googla hann þá kemur í ljós að þetta er hluti af sömu keðju.

Dagur 7: Vaknaði rúmlega 7 þar sem ég þurfti að leggja í hann kl. 8 út á flugvöll. Fyrst skilaði ég bílaleigubílnum, checkaði mig inn og tók lestina í hliðið mitt. Ég kom að hliðinu ca. 9:55 á fjallatíma sem er 11:55 á austurstrandatíma. Þá voru hópar af fólki standandi fyrir framan hvern einasta sjónvarpsskjá. Ég flýtti mér að sjálfsögðu líka og varð vitni að því þegar fyrst Joe Biden og svo Barak Obama sóru embættiseiðinn. Mjög sérkennilegt að verða vitni af því á svona stað þar sem allir eru ókunnugir en samt tengjast á einhvern sérkennilegan hátt við að horfa á innsetninguna. Líka gaman að sjá fólk klappa og vera glatt, enda kom fólk hlaupandi þegar klappið stóð sem hæst. Vélin mín byrjaði svo að boarda um 15 mínútum seinna og horfði ég á ca 30 mínútur í viðbót þar til þeir vildu að ég byrjaði að borga fyrir sjónvarpið í vélinni. Tók eftir því að mikið fleira fólk las öryggisleiðbeiningarbæklinginn í vélinni og ég er ekki frá því að hann hafi verið endurbættur. Amk man ég ekki eftir að hafa séð mismunandi leiðbeiningar um lendingu á vatni og jörðu... Við flugum sunnan að yfir NYC og þar sem það var heiðskírt sá ég Manhattan og frelsisstyttuna og gat virt betur fyrir mér Hudson ána. Komst að því að það er nóg pláss á ánni til að lenda flugvél þar sem flestir bátanna virðast sigla meðfram bökkunum, það er nú gott að vita :)

Var svo komin heim um hálfsjöleytið.


Þann 05 febrúar, 2009 08:02, sagði Blogger beamia...

Frábært! Mikið er ég líka fegin að þú lentir ekki magalendingu á Hudson ánni - jafnvel þótt maður segi að fall sé fararheill! Þess þurfti sko greinilega ekki við í þessari ferð :)

 
Þann 05 febrúar, 2009 18:47, sagði Blogger Albína...

Gvöð hvað þetta hljómar allt yndislega! Mig langar næstum til að fara á skíði! Verst að það er svona 45843526°C frost á Íslandi núna

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)