Ragna í New York

31. október 2006

Hrekkjavakan

Just came back from the movies with my friend Margrét. We went down to Times Square, got something to eat and then saw the movie The Departed. Good movie, I recommend it.

As everyone knows, today is Halloween so we saw a lot of people wearing costumes. Before going to see the movie, my personal favorites were this one lady on the subway that was wearing kind of regular clothes but she had this paper sticked on her back saying: "The Devil wears Ralph Lauren". Also this guy dressed up like a gift (square decorated box) and on the gift it said: "From: God, To: Women". Oh, and of course the Pippi Longstocking, our waitress.

On my way home after having said goodbye to Margrét, I'll have to say I saw the best costumes of the night. On the subway there were two guys, dressed up like mimes, with white faces and everything. They entertained me for the rest of the ride. Did all kinds of stupid stuff, e.g. on couldn't sit down in the beginning because his sword was always in the way. On the subway there was also a black Gladiator. Since the mimes had swords they had to see who had the better sword, them or the gladiator. All this ended with one of the mimes standing up, walking towards me and putting his hat on me and giving me his sword! The other one then sat down between me and this other girl that was one seat away from me and put his hat on her head and gave her his sword. Then the called the gladiator to come and sit on my other side and the mime that was not sitting next to me took a photo of the whole group. I guess they just had to have something to remember the girls on the subway that laughed so much at them. They actually left at the same stop as I did and of course kept on being funny. It actually was really funny. There was one creepy thing though, when the gladiator started telling me that he used to be 250 pounds but was now 156 and then asked me where I was from and if his costume was silly...

All in all, Halloween is really funny here - I guess nobody's weird this one day of the year.



Var að koma úr bíói með Margréti. Við kíktum niður á Times Square, fengum okkur að borða og sáum svo The Departed. Bara nokkuð góð mynd. Mæli með henni.

Í dag er Hrekkjavakan svo á leiðinni sáum við fullt af fólki í búningum. Fyrir bíó þá voru bestu búningarnir, að mínu mati, kona í lestinni frekar venjulega klædd en aftan á henni var límdur miði þar sem á stóð: "The Devil wears Ralph Lauren". Svo sáum við strák sem var eins og pakki og utan á pakkanum stóð: "Frá: Guði, Til: Kvenna". Má svo ekki gleyma Línu Langsokks þjóninum okkar.

Á leiðinni heim skildust leiðir okkar Margrétar og ég steig upp í eina lestina. Í henni voru tveir strákar klæddir eins og látbragðsleikarar með hvítt andlit og hvað eina. Þeir skemmtu mér það sem eftir var ferðarinnar. Gerðu alls kyns heimskulega hluti, t.d. gat annar þeirra ekki setist niður þar sem sverðið hans var alltaf fyrir. Inni í lestinni var svo líka svartur Gladiator. Þar sem látbragðsleikararnir voru með sverð þá fóru þeir að metast um hvor var með betra sverð, þeir eða gladiatorinn. Endaði á því að annar látbragðsleikaranna stóð allt í einu upp, labbaði að mér og setti hattinn sinn á hausinn á mér og lét mig fá sverðið sitt. Hinn settist svo á milli mín og einnar stelpu sem var einu sæti frá mér og lét hana fá hattinn sinn og sverðið sitt. Svo kölluðu þeir á gladiatorinn og það var tekinn mynd af hópnum. Ætli þeim hafi ekki fundist þeir verða að hafa minjagrip af stelpunum í lestinni sem hlógu svo mikið af þeim. Reyndar fóru þeir út á sömu stöð og ég og héldu áfram leiknum. Mjög svo fyndið. Varð reyndar smá krípí þegar gladiatorinn fór að segja mér að hann hafi einu sinni verið 250 pund en væri núna orðinn 156 pund og spurði mig síðan hvaðan ég væri og hvort búningurinn hans væri asnalegur...

Lokaniðurstaða, þá er hrekkjarvakan mjög skemmtilegur dagur hér - enginn er skrítinn þennan eina dag ársins (eða þá allir eru skrítnir) :D

Þann 01 nóvember, 2006 16:35, sagði Blogger Hákon...

I really love the way you communicate both in English and Icelandic. Its what the nice girl next door should do!

Hæ bara að heilsa upp á þig! Nú halda Bandaríkjamennirnir að þetta sé bein þýðing á enskunni eins og hjá þér. Aumingja þeir :)

PS. Congrats about your hard-earned Master's degree!

PS. Til hamingju með þessa tímamóta mastersgráðu!

 
Þann 01 nóvember, 2006 23:37, sagði Blogger Ragna...

Thanks Hákon.
So I'm the nice girl next door??

 
Þann 09 nóvember, 2006 08:37, sagði Blogger Hákon...

More like the super nice girl ;)

 
Viltu tjá þig?

26. október 2006

Master

Gleymdi að minnast á að ég náði í mastersgráðuskírteinið mitt fyrir viku síðan. Voða fínt og hátíðlegt skírteini. Hverjum hefði dottið þetta í hug fyrir einu og hálfu ári síðan...

Just letting the people know that I actually have gotten my master's degree from Columbia. That I've even gotten the paper to prove it...

Þann 27 október, 2006 05:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

Til lukku með gráðuna:D

kveðja
Ragna:D

 
Þann 27 október, 2006 13:42, sagði Anonymous Nafnlaus...

innilega til hamingju! uss við höfðum sko örugglega öll trú á þér!;)

 
Þann 27 október, 2006 16:38, sagði Anonymous Nafnlaus...

þetta gekk nú hratt fyrir sig, en já óska þér til hamingju, Lára

 
Þann 27 október, 2006 17:04, sagði Blogger Albína...

Til hamingju gella!
Kannski ég verði í sömu sporum að ári ef allt gengur eftir, þarf samt fyrst að taka próf og berja saman eitt stykki ritgerð en það er ekkert mál er það nokkuð?

 
Þann 29 október, 2006 07:50, sagði Blogger Ragna...

Takk takk

 
Þann 30 október, 2006 06:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæ hæ

Til hamingju með masterinn!!

Kveðja
Ásdís Björk

 
Þann 30 október, 2006 15:13, sagði Blogger Ragna...

Takk, aftur ;)

 
Þann 31 október, 2006 17:51, sagði Blogger Herdis...

Til hamingju með masterinn Ragna! kenndi var að lesa gömul blogg hjá þér. kenndi davíð þér nokkuð eðlisfræði? bara spyr.

 
Þann 01 nóvember, 2006 00:01, sagði Blogger Ragna...

hvernig datt þér það í hug Herdís? ;)

 
Þann 01 nóvember, 2006 03:34, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hjartanlega til hamingju með masterinn :)

 
Viltu tjá þig?

24. október 2006

Sms

Ef þið hafið aðgang að netinu (sem ég býst við fyrst þið eruð að lesa þetta) þá er hægt að senda mér ókeypis sms (amk fyrir ykkur) hjá Verizon.
Endilega prófið - þessi sms komast amk til skila ólíkt þegar skilaboð eru send beint úr farsímum frá Íslandi.

Just letting people know that you can send free text messages to Verizon cell phones from this page. In the past I've usually not received text messages sent to me from Icelandic cell phones so I hope this will work instead.

Þann 25 október, 2006 18:45, sagði Anonymous Nafnlaus...

var að prófa - fékkstu skilaboðin?

 
Þann 25 október, 2006 20:43, sagði Blogger Ragna...

jább ég fékk það - takk takk

 
Viltu tjá þig?

23. október 2006

The attack of the gummi bears

Anyone's welcome to stop by at my office and get a gummi bear from me. A moment of craziness on last Wednesday night ended in me now having a lots and lots of gummi bears. Thanks Tim ;) Actually Tim is supposed to be the next one having that moment of craziness... we'll see how that goes...


Allir velkomnir að kíkja í heimsókn og fá hlaupbangsa. Smá stundarbrjálæði olli því að ég á nú alveg fullt af hlaupböngsum, þökk sé Tim (hann hefði getað stoppað mig sko). Reyndar er það Tim sem á að splæsa næst... hlaupkókflöskur...mmmm

22. október 2006

Hringið í mig - eða ekki (uppfært)

Það er ókeypis að hringja í alla síma í USA í gegnum Skype út árið 2006. Svo allir að hringja í mig. Ef ÞÚ, já ÞÚ lest þetta þá verðurðu að hringja. Númerið er 16466781662.

Uppfært: Hins vegar var ég að lesa Terms of Service. Þar segir að þú verðir að vera í bandaríkjunum eða kanada til að þetta virki. Sorrý - ég var of fljót á mér. Þetta kennir manni að lesa smáa letrið í öllum samningun...

En... þið getið samt alveg skypað mig þrátt fyrir allt saman...

Just letting my Icelandic people know that it's free to call every US number through Skype until the end of this year. So I'm basically ordering them to call me. Now they have no excuse.

Updated: Just read the Terms of Service for this and there they say that you have to be in the US or Canada to use this. Teach you right to read the small letters...

Þann 22 október, 2006 13:39, sagði Anonymous Nafnlaus...

ógeðslega kúl, ég ætla að pottþétt að hringja í þig! Sérstaklega þegar þú átt afmæli

 
Viltu tjá þig?

20. október 2006

Girls and math

Lucy pointed this article out to me, Exposure to Scientific Theories Affects Women's Math Performance.
I reccomend everyone should read it.

Since high school I've gone through the most math orientated studies you can go through in Iceland (at least in my opinion). Because of my "math knowledge" and being a female, I've also been interviewed more than once. What is my point, well Iceland is a small country and I basically know everyone my age that is studying math/statistics. You can just plainly see how terrified a lot of women are of math and that I've been interviewed just because I'm female and doing something math related just plainly tells you this is something unusual, at least in the publics eye.

Now about this article, I remember from high school, there were four of us girls in my class. All of us had so much trouble with our physics class (or at least we thought we had so much trouble). From what we had heard before taking the physics class was that the girls the year before us at so much trouble too. I remember when, before one of our exams, Ásdís said to Valla, Bjarnheiður and I: "Girls we just have to tell ourselves, We do know physics, We do know physics".

Now this article just convinced me that what we did before this exam some years ago actually might have worked, thanks Ásdís ;)

Just for your information, Ásdís is a 2nd year PhD student in engineering at UCSB, Bjarnheiður is starting her masters program in operation research (am I right Bjarnheiður?) in Freiburg, Germany and Valla just started her masters program in biomedical engineering at Drexel, Philadelphia. You all know what I'm doing these days. Obviously our physics mantra worked, all I want to say now is power to all girls!

Þann 22 október, 2006 03:06, sagði Anonymous Nafnlaus...

i agree - ásdís was our #1 physics coach :D

yup, around here they don't have masters programme for mathematics yet, but i'm doing the latter part of the german diplom which is a program that equals our bachelor and masters program (puts these two together). initially i went here for operations research, but then i discovered such an exciting thing called "mathematical methods within the computer sciences and communication technologies" - so that's what i'm doing now :)

 
Þann 08 desember, 2006 20:56, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hi there. This is someone from the statistics department, with whom you recently did a project for a modeling class. :)

Anyway, I found this article when googling for your blog, although this article isn't attached to your blog any more. It reminded me of this blog: http://talldarkandmysterious.ca/

She has a lot of sarcastic and darkly humorous things to say about math, math education, graphing calculators, politics and finally the "girls and math" issue. I enjoy it a LOT.

 
Viltu tjá þig?

18. október 2006

My hair...

is back.
That’s right, it isn’t flat anymore. One reason, I washed it. I guess I could have just not washed it though I’m not sure if my office mates would have liked that...


Hárið mitt er komið aftur. Þ.e.a.s. það er ekki slétt lengur. Eina ástæðan er sú að ég þvoði það. Ég hefði svo sem getað sleppt því að þvo það en ég er bara ekki viss um að skrifstofufélögum mínum hefði líkað það...


Þann 19 október, 2006 01:23, sagði Anonymous Nafnlaus...

i just drop by and say hi. it's great you are doing this in english.
BTW, this is li^^

 
Þann 19 október, 2006 16:00, sagði Anonymous Nafnlaus...

haha, vá hvað ég skil þig, á við sama vandamál að stríða, bara ein undantekning ég á sléttujárn, virkilega snilldargræja!!!!

 
Þann 19 október, 2006 19:30, sagði Blogger Ragna...

heldurðu að ég eigi ekki sléttujárn? ;) hinsvegar er það gamla heima á Íslandi en keypti nýtt núna bara fyrir tveimur dögum þ.a. hárið er hálf orðið slétt aftur ;)

 
Viltu tjá þig?

How To Guide

Thanks all you guys that have taken the time to look at my blog. Harold just told me that even though you can’t understand Icelandic but are still interested in understanding my previous entries you can always use www.tranexp.com. Actually I found out that my favorite word is not anyways as I thought but snuggle. I guess it’s because I like to snuggle a lot...

Now a short guide to this page, below every post you can click on a link and comment, i.e. “skoða álit annarra” will let you look at other peoples comments and if you want to contribute you can go to the bottom of the comments and click “viltu tjá þig?”. Now on the right side of the page you can find my photopage by clicking “myndasíða” which is located under my contact info. I do have to admit that it has not been changed for a year now, I realized that when I took my picture the other day and found some, uhu, 1 year old pictures on my camera. Everything else is just links to my friends blogs and if I remember correctly it’s all in Icelandic. Of course you could use the www.tranexp.com site to translate those blogs too, you’ll be surprised how much Icelanders like to snuggle...


Hæ sorrý allir Íslendingar, þetta eru bara smá leiðbeiningar fyrir enskumælandi fólk sem að skoðar síðuna mína. Ekkert merkilegt hér að ofan mæli þó með að þið prófið þýðandann www.tranexp.com góða skemmtun...

17. október 2006

Hárgreiðsla


I'm going to write this post in English. Someone asked me to do that and I always try to do what other people wish, at least if I like them ;)
The Icelandic translation is below.

I had a haircut the other day. Really like the outcome.

The thing is that everyone, and I literally mean everyone mentions how great my hair looks like after the haircut. So I started thinking, I think this has never happened to me before, that everyone would say this after my haircut. Even my students in the class I'm teaching and my Paris mentioned this. So I think there's only one thing logical - I must have looked quite awful before I had my haircut.

So please, tell me the truth.

Oh and yes, by request I've taken few pictures of myself, after the haircut. Bad photographs because I took the pictures myself but I hope you can see the new me ;)

Þetta hér á íslensku er nákvæmlega það sama og hér fyrir ofan. Apa þetta eftir Láru vinkonu. Sé samt ekki alveg fyrir mér að ég muni endast í að skrifa sömu færsluna tvisvar í langan tíma.
Fór í klippingu um daginn. Er bara mjög ánægð með útkomuna.

Annars er málið það að allir og ég segi bókstaflega allir minnast á hvað hárið er flott eftir klippinguna. Þá fór ég að pæla, held þetta hafi aldrei komið fyrir mig áður að virkilega allir minnist á þetta. Meira að segja nemendurnir í bekknum mínum og Parísin mín minntust á þetta. Því held ég að það sé virkilega bara eitt sem kemur til greina - ég hlýt að hafa litið alveg hræðilega út áður en ég fór í klippinguna.

Segið mér sannleikann.

Já og svo eftir nokkrar áskoranir þá tók ég nokkrar myndir af sjálfri mér eftir klippinguna. Léleg myndataka þar sem ég tók þessa mynd sjálf en ég vona að klippingin sjáist.

Þann 17 október, 2006 04:02, sagði Anonymous Nafnlaus...

Mjög mjög flott klipping:) Fer þér rosa vel:D ...alltaf gaman að breyta smá til:)

kv.
Ragna:)

 
Þann 17 október, 2006 04:33, sagði Anonymous Nafnlaus...

Ragna mín, þessi klipping er bara mjög fín hjá þér, er að vísu ekki búin að sjá þig í þónokkuð langan tíma og get því ekki sagt hve mikil breyting er á þér. Annars ættiru eiginlega ekki að þurfa að skrifa færsluna 2svar, ég held að allir sem lesa færsluna þína ættu að vera nógu færir í ensku til að geta hraflað sig í gegnum bloggið þitt og því ættiru að geta sleppt því að skrifa á Íslensku, þá þarftu bara að skrifa einu sinni og allir, líka vinirnir í Ameríkunni geta lesið. Það er einfaldlega soldið flóknara hjá mér þar sem ég get ekki ætlast til af öllum að vera það færir í þýsku að nenna að lesa bloggið mitt ef það væri bara á þýsku. Svo já bara svona smá hugmynd, bið að heilsa, Lára

 
Þann 17 október, 2006 09:42, sagði Blogger Ragna...

Takk fyrir hugmyndina Lára. Málið er að foreldrar mínir eru ekki þau allra sterkustu í enskunni. Ætti kannski að vera duglegri að senda þeim tölvupóst...

 
Þann 17 október, 2006 09:57, sagði Anonymous Nafnlaus...

Flott á þér hárið. Fer þér ekkert smá vel :)

Kveðja
Emilía

 
Þann 17 október, 2006 12:17, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já nei ekki byrja að blogga bara á ensku. Ég þoli ekki að lesa ensku. Hárið er annars mjög flott. Ég er þó aðallega hrifin af litinum.

 
Þann 17 október, 2006 14:01, sagði Blogger Valla...

Mjög flott :) Passaðu þig á þjóninum núna, hann sleppir þér ekki ef hann sér þig með nýju hárgreiðsluna ;)

 
Þann 17 október, 2006 16:40, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já, vá, nýja klippingin er ekkert smá flott!!

 
Þann 17 október, 2006 18:31, sagði Anonymous Nafnlaus...

ég tók samt meira eftir því að þú hafir FARIÐ í klippingu og ég klappa fyrir því. Mikilll dugnaður :)

 
Þann 24 október, 2006 17:37, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá flott klipping :) ég er sammála ræðumanninum hér að ofan :) þú ættir núna að passa þig á þjóninum sæta hehehe

 
Viltu tjá þig?

13. október 2006

Allt á flugi

Kíkti í imax bíó á superman returns áðan. Ég er nú bara hálfringluð eftir þessa mynd.
Margrét fór með mér og við fengum okkur að borða á diner á undan. Okkur leist ágætlega á þennan stað þar sem matseðillinn virtist hafa aðeins öðruvísi mat heldur en venjulegir dinerar. Við föttuðum ekki strax að eftir að við komum inn lækkaði meðalaldurinn um svona tíu ár... enginn undir 60 þarna inni - fyrir utan kannski okkur og þjónana.

Annars er Columbia búin að fá tvö nóbelsverðlaun í þessari viku, eða kannski eitt og hálft. Edmund S. Phelps sem vann hagfræðiverðlaunin er prófessor hér og Orhan Pamuk sá sem fékk bókmenntaverðlaunin er gestaprófessor hérna núna þessa önn. Hann hefur víst lengi verið tengdur skólanum.

Já og fyrir þá sem eru með áhyggjur þá er allt í lagi með mig - ekki eins og flugvélin hafi eitthvað lent nálægt mér. Hins vegar veit ég ekki hvort ég eigi að móðgast yfir því að enginn virtist hafa áhyggjur af mér eftir þetta slys... annars er þetta voða skrítið, þetta er jafnnálægt mér og þegar 9/11 gerðist og þá var ég á Íslandi, reyndar er kaldhæðnislegt að ég man eftir því þegar kastarinn fyrir Yankees, sá sem lést í slysinu, var keyptur yfir frá Phillies. Held sú frétt hafi verið með þeim einu sem ég tók eftir í sumar - þökk sé Stefáni Helga.

9. október 2006

I'm bad, I'm bad...

Hanna og Ingi fóru í dag - eða réttara sagt þá er flugvélin þeirra rétt í þessu að fara af stað. Búið að vera nóg um að vera. Síðustu helgi byrjuðum við á því að kíkja til Siggu Sóleyjar. Við lentum í garðveislu hjá nágrannanum en hann hafði keypt heilt svín og steikti það í tunnu úti í garði. Á sunnudeginum fórum við svo til Washington D.C. og skoðuðum það helsta þar. Ingi var næstum því handtekinn fyrir að taka mynd af ungri lögreglukonu fyrir utan Hvíta húsið. Hanna og Ingi fóru svo í skoðunarferðir á mánudag og þriðjudag en svo tók ég mér frí fyrri partinn á miðvikudeginum og fór í Macy’s með Hönnu að versla. Nikkíta stoppaði hér svo á aðfaranótt föstudags - skruppum með henni í lítið Íslendingapartí hjá Rabba. Tilefnið var fimmtugsafmæli mömmu hans - flott hjá honum að halda svona upp á það hérna megin Atlantshafsins líka. Lentum reyndar í skondnum aðstæðum þegar við reyndum að fara í burtu frá Rabba. Það var engin leið að opna hurðina á íbúðinni hans svo hann neyddist til að hringja í vin sinn sem kom og fékk lyklana undir hurðina svo hann gæti opnað utan frá. Kíktum niður í SoHo, Chinatown og Little Italy á föstudag og við Hanna náðum að sjálfsögðu að versla mikið. Held við séum að vissu leiti orðnar tvíburar eftir þessar verslunarferðir ;). Á laugardaginn kíktum við á svona götumarkað hérna í hverfinu ásamt því að fara niður í Central Park og á 5th Av til að kíkja í Tiffany’s (o.fl staði). Um kvöldið héldum við svo með Meha og nokkrum innfæddum New York vinum hennar niður í East Village, nánar tiltekið á St. Marks Place. Skemmtilegt hverfi og fullt af skemmtilegum börum sem við römbuðum á milli. Hittum reyndar gamlan bekkjarbróður, vinkonu Meha sem sagðist þekkja stelpu sem hefði kennt á Íslandi. Komst reyndar að því þegar hann hringdi í hana að hún hafði verið á Grænlandi. Í gær komu svo Sigga og fjölskylda í heimsókn og náðu að kveðja Hönnu og Inga. Þau fórum með okkur ásamt Meha út að borða á indverska staðinn. Að sjálfsögðu var Þjónninn þar. Það var mikið hlegið á minn hlut - ef ég man rétt þá var hluti af samræðum Harolds og þjónsins eitthvað á þessa leið:

H: “kemur hún með marga stráka hingað út að borða? (e. does she bring a lot of boys here for dinner?)”
Þ: “Já alveg fullt - er hún þá óþekk/slæm? (e. Yes all the time - does that make her a bad girl then?)”
Þ: “Hvernig segirðu bad á íslensku? (how do you say bad in Icelandic?)”
H: “Það er ekki til orð yfir það á íslensku (there is no word for that in Icelandic)”

Þ: “Er hún gift? (is she married?)” (ha!!!, mitt innskot)
H: “Ég veit það ekki, hún var amk ekki gift þegar hún flutti hingað, ég veit nú ekki með eftir það. (I don’t know, she wasn’t when she moved here, I don’t know what she’s done since then.)”

Til að toppa allt saman þá ætlaði hann að bjóða okkur öllum upp á vín eftir matinn. Við þurftum að afþakka það (held að allir hafi vel verið til nema ég) en vegna óviðráðanlegra orsaka (lesist - einhver lítill ákvað að byrja að öskra) þá gekk það ekki upp.
Aumingja Meha lenti í því að allt í einu byrjuðu allir þjónarnir að taka eftir henni. Hún hefur farið þangað oftar en ég en núna í fyrsta sinn byrjuðu allir þjónarnir að tala við hana á Hindi. Þeir eru mjög forvitnir, það verður að segjast. Okkur öllum að óvörum byrjaði Þjónnninn líka að tala Hindi. Okkur fannst það mjög merkilegt því hann er ekki indverskur í útliti. Komumst þá að því að hann er frá Nepal.
Annars er ég ekki viss um hvort ég vilji nokkurn tíma fara þangað aftur þetta er orðið hálfskuggalegt, þrátt fyrir að öllum öðrum finnist þetta fyndið. Ætli ég verði ekki að fara á deit þangað e-n tímann til að reyna að losna við þessa athygli.

En já ég þakka Inga og Hönnu fyrir dvölina - ég skemmti mér alveg rosalega vel amk þann tíma sem ég gat varið með þeim. Þau fóru og skoðuðu náttúrulega ennþá meira heldur en ég, sérstaklega á meðan ég þurfti að sinna skólanum og kennslu (og Parísinni minni).

Þann 10 október, 2006 15:20, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hehehe, Frábært. Þú hefðir átt að segja að þú værir harðgift eða eitthvað. ;)Þetta er farið að verða svona hálf skuggalegt, ég verð bara að segja það. :D

 
Þann 12 október, 2006 14:41, sagði Blogger Stebbi...

haha, tær snilld :)

 
Þann 13 október, 2006 13:37, sagði Anonymous Nafnlaus...

hehe mér finnst þetta bara fyndið og ég skemmti mér konuglega yfir þessu öllu saman :)
...en takk enn og aftur fyrir mig og fyrir að vera svona æðisleg að taka á móti okkur Inga. Þetta var alveg frábær ferð. Knús og kossar

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)