Allt á flugi
Kíkti í imax bíó á superman returns áðan. Ég er nú bara hálfringluð eftir þessa mynd.
Margrét fór með mér og við fengum okkur að borða á diner á undan. Okkur leist ágætlega á þennan stað þar sem matseðillinn virtist hafa aðeins öðruvísi mat heldur en venjulegir dinerar. Við föttuðum ekki strax að eftir að við komum inn lækkaði meðalaldurinn um svona tíu ár... enginn undir 60 þarna inni - fyrir utan kannski okkur og þjónana.
Annars er Columbia búin að fá tvö nóbelsverðlaun í þessari viku, eða kannski eitt og hálft. Edmund S. Phelps sem vann hagfræðiverðlaunin er prófessor hér og Orhan Pamuk sá sem fékk bókmenntaverðlaunin er gestaprófessor hérna núna þessa önn. Hann hefur víst lengi verið tengdur skólanum.
Já og fyrir þá sem eru með áhyggjur þá er allt í lagi með mig - ekki eins og flugvélin hafi eitthvað lent nálægt mér. Hins vegar veit ég ekki hvort ég eigi að móðgast yfir því að enginn virtist hafa áhyggjur af mér eftir þetta slys... annars er þetta voða skrítið, þetta er jafnnálægt mér og þegar 9/11 gerðist og þá var ég á Íslandi, reyndar er kaldhæðnislegt að ég man eftir því þegar kastarinn fyrir Yankees, sá sem lést í slysinu, var keyptur yfir frá Phillies. Held sú frétt hafi verið með þeim einu sem ég tók eftir í sumar - þökk sé Stefáni Helga.
Margrét fór með mér og við fengum okkur að borða á diner á undan. Okkur leist ágætlega á þennan stað þar sem matseðillinn virtist hafa aðeins öðruvísi mat heldur en venjulegir dinerar. Við föttuðum ekki strax að eftir að við komum inn lækkaði meðalaldurinn um svona tíu ár... enginn undir 60 þarna inni - fyrir utan kannski okkur og þjónana.
Annars er Columbia búin að fá tvö nóbelsverðlaun í þessari viku, eða kannski eitt og hálft. Edmund S. Phelps sem vann hagfræðiverðlaunin er prófessor hér og Orhan Pamuk sá sem fékk bókmenntaverðlaunin er gestaprófessor hérna núna þessa önn. Hann hefur víst lengi verið tengdur skólanum.
Já og fyrir þá sem eru með áhyggjur þá er allt í lagi með mig - ekki eins og flugvélin hafi eitthvað lent nálægt mér. Hins vegar veit ég ekki hvort ég eigi að móðgast yfir því að enginn virtist hafa áhyggjur af mér eftir þetta slys... annars er þetta voða skrítið, þetta er jafnnálægt mér og þegar 9/11 gerðist og þá var ég á Íslandi, reyndar er kaldhæðnislegt að ég man eftir því þegar kastarinn fyrir Yankees, sá sem lést í slysinu, var keyptur yfir frá Phillies. Held sú frétt hafi verið með þeim einu sem ég tók eftir í sumar - þökk sé Stefáni Helga.