I'm bad, I'm bad...
Hanna og Ingi fóru í dag - eða réttara sagt þá er flugvélin þeirra rétt í þessu að fara af stað. Búið að vera nóg um að vera. Síðustu helgi byrjuðum við á því að kíkja til Siggu Sóleyjar. Við lentum í garðveislu hjá nágrannanum en hann hafði keypt heilt svín og steikti það í tunnu úti í garði. Á sunnudeginum fórum við svo til Washington D.C. og skoðuðum það helsta þar. Ingi var næstum því handtekinn fyrir að taka mynd af ungri lögreglukonu fyrir utan Hvíta húsið. Hanna og Ingi fóru svo í skoðunarferðir á mánudag og þriðjudag en svo tók ég mér frí fyrri partinn á miðvikudeginum og fór í Macy’s með Hönnu að versla. Nikkíta stoppaði hér svo á aðfaranótt föstudags - skruppum með henni í lítið Íslendingapartí hjá Rabba. Tilefnið var fimmtugsafmæli mömmu hans - flott hjá honum að halda svona upp á það hérna megin Atlantshafsins líka. Lentum reyndar í skondnum aðstæðum þegar við reyndum að fara í burtu frá Rabba. Það var engin leið að opna hurðina á íbúðinni hans svo hann neyddist til að hringja í vin sinn sem kom og fékk lyklana undir hurðina svo hann gæti opnað utan frá. Kíktum niður í SoHo, Chinatown og Little Italy á föstudag og við Hanna náðum að sjálfsögðu að versla mikið. Held við séum að vissu leiti orðnar tvíburar eftir þessar verslunarferðir ;). Á laugardaginn kíktum við á svona götumarkað hérna í hverfinu ásamt því að fara niður í Central Park og á 5th Av til að kíkja í Tiffany’s (o.fl staði). Um kvöldið héldum við svo með Meha og nokkrum innfæddum New York vinum hennar niður í East Village, nánar tiltekið á St. Marks Place. Skemmtilegt hverfi og fullt af skemmtilegum börum sem við römbuðum á milli. Hittum reyndar gamlan bekkjarbróður, vinkonu Meha sem sagðist þekkja stelpu sem hefði kennt á Íslandi. Komst reyndar að því þegar hann hringdi í hana að hún hafði verið á Grænlandi. Í gær komu svo Sigga og fjölskylda í heimsókn og náðu að kveðja Hönnu og Inga. Þau fórum með okkur ásamt Meha út að borða á indverska staðinn. Að sjálfsögðu var Þjónninn þar. Það var mikið hlegið á minn hlut - ef ég man rétt þá var hluti af samræðum Harolds og þjónsins eitthvað á þessa leið:
H: “kemur hún með marga stráka hingað út að borða? (e. does she bring a lot of boys here for dinner?)”
Þ: “Já alveg fullt - er hún þá óþekk/slæm? (e. Yes all the time - does that make her a bad girl then?)”
Þ: “Hvernig segirðu bad á íslensku? (how do you say bad in Icelandic?)”
H: “Það er ekki til orð yfir það á íslensku (there is no word for that in Icelandic)”
Þ: “Er hún gift? (is she married?)” (ha!!!, mitt innskot)
H: “Ég veit það ekki, hún var amk ekki gift þegar hún flutti hingað, ég veit nú ekki með eftir það. (I don’t know, she wasn’t when she moved here, I don’t know what she’s done since then.)”
Til að toppa allt saman þá ætlaði hann að bjóða okkur öllum upp á vín eftir matinn. Við þurftum að afþakka það (held að allir hafi vel verið til nema ég) en vegna óviðráðanlegra orsaka (lesist - einhver lítill ákvað að byrja að öskra) þá gekk það ekki upp.
Aumingja Meha lenti í því að allt í einu byrjuðu allir þjónarnir að taka eftir henni. Hún hefur farið þangað oftar en ég en núna í fyrsta sinn byrjuðu allir þjónarnir að tala við hana á Hindi. Þeir eru mjög forvitnir, það verður að segjast. Okkur öllum að óvörum byrjaði Þjónnninn líka að tala Hindi. Okkur fannst það mjög merkilegt því hann er ekki indverskur í útliti. Komumst þá að því að hann er frá Nepal.
Annars er ég ekki viss um hvort ég vilji nokkurn tíma fara þangað aftur þetta er orðið hálfskuggalegt, þrátt fyrir að öllum öðrum finnist þetta fyndið. Ætli ég verði ekki að fara á deit þangað e-n tímann til að reyna að losna við þessa athygli.
En já ég þakka Inga og Hönnu fyrir dvölina - ég skemmti mér alveg rosalega vel amk þann tíma sem ég gat varið með þeim. Þau fóru og skoðuðu náttúrulega ennþá meira heldur en ég, sérstaklega á meðan ég þurfti að sinna skólanum og kennslu (og Parísinni minni).
H: “kemur hún með marga stráka hingað út að borða? (e. does she bring a lot of boys here for dinner?)”
Þ: “Já alveg fullt - er hún þá óþekk/slæm? (e. Yes all the time - does that make her a bad girl then?)”
Þ: “Hvernig segirðu bad á íslensku? (how do you say bad in Icelandic?)”
H: “Það er ekki til orð yfir það á íslensku (there is no word for that in Icelandic)”
Þ: “Er hún gift? (is she married?)” (ha!!!, mitt innskot)
H: “Ég veit það ekki, hún var amk ekki gift þegar hún flutti hingað, ég veit nú ekki með eftir það. (I don’t know, she wasn’t when she moved here, I don’t know what she’s done since then.)”
Til að toppa allt saman þá ætlaði hann að bjóða okkur öllum upp á vín eftir matinn. Við þurftum að afþakka það (held að allir hafi vel verið til nema ég) en vegna óviðráðanlegra orsaka (lesist - einhver lítill ákvað að byrja að öskra) þá gekk það ekki upp.
Aumingja Meha lenti í því að allt í einu byrjuðu allir þjónarnir að taka eftir henni. Hún hefur farið þangað oftar en ég en núna í fyrsta sinn byrjuðu allir þjónarnir að tala við hana á Hindi. Þeir eru mjög forvitnir, það verður að segjast. Okkur öllum að óvörum byrjaði Þjónnninn líka að tala Hindi. Okkur fannst það mjög merkilegt því hann er ekki indverskur í útliti. Komumst þá að því að hann er frá Nepal.
Annars er ég ekki viss um hvort ég vilji nokkurn tíma fara þangað aftur þetta er orðið hálfskuggalegt, þrátt fyrir að öllum öðrum finnist þetta fyndið. Ætli ég verði ekki að fara á deit þangað e-n tímann til að reyna að losna við þessa athygli.
En já ég þakka Inga og Hönnu fyrir dvölina - ég skemmti mér alveg rosalega vel amk þann tíma sem ég gat varið með þeim. Þau fóru og skoðuðu náttúrulega ennþá meira heldur en ég, sérstaklega á meðan ég þurfti að sinna skólanum og kennslu (og Parísinni minni).
Hehehe, Frábært. Þú hefðir átt að segja að þú værir harðgift eða eitthvað. ;)Þetta er farið að verða svona hálf skuggalegt, ég verð bara að segja það. :D
haha, tær snilld :)
hehe mér finnst þetta bara fyndið og ég skemmti mér konuglega yfir þessu öllu saman :)
...en takk enn og aftur fyrir mig og fyrir að vera svona æðisleg að taka á móti okkur Inga. Þetta var alveg frábær ferð. Knús og kossar