Ragna í New York

29. september 2005

Eldur eldur - úlfur úlfur

Hugsa sér, ég held þetta sé í fimmta sinn frá því ég flutti inn sem slökkviliðið hefur komið með ljós (engin læti samt) fyrir utan hjá mér. Það eru nefnilega tvær heimavistir, ein á móti húsinu mínu og ein við hliðina. Það virðist sem að amk. einu sinni í viku þá fari brunakerfið að stað í annarri hvorri. Hvað er málið?

Er ansi hrædd um að e-n tíma eigi eitthvað slæmt eftir að gerast og fólk muni ekki taka brunakerfið alvarlega. Annars er eins og brunaliðið hér í borg sé alltaf á fullu. Enda var eitt ráðið í handbók fyrir nýja graduate-nema svo hljóðandi: "if someone attacks you don't yell help, yell fire".

Munið þetta þegar þið komið til New York borgar.

28. september 2005

The Greatest Game Ever Played

Tvisvar sama dag - þið haldið ábygglega að ég sé orðin veik eða eitthvað

En jæja já, fór í bíó á svona forsýningu á myndina The Greatest Game Ever Played með Albínu. Albína hafði fengið einhvern frímiða svo við borguðum ekki krónu. Ekki slæmt.
Þetta vara bara hin fínasta mynd - sérstaklega fyrir mig sem hef mjög gaman af alls konar íþróttakvikmyndum.
Myndin er reyndar frekar langdregin á köflum en litli strákurinn bætir það sko vel upp ;) Það var líka gaman hversu vel salurinn tók undir. Fólk lifði sig inn í myndina og klappaði og úaði alveg á sama tíma og áhorfendurnir í myndinni. Mæli þess vegna með myndinni því þetta er mjög vel skrifuð saga sem fær mann virkilega til þess að finna til með persónunum.

Annars er ég bara mjög stolt af sjálfri mér. Labbaði í skólann og heim aftur án þess að nota hækjurnar. Síðan fór ég í Subway niður í bæ til að hitta Albínu og labbaði um allt Times Square - aftur án stuðnings. Er samt ábyggilega fyndið að horfa á mig labba því ég lít ábyggilega geðveikt skringilega út eins og ég labba núna. Það versta er eiginlega að fara niður tröppur, get nefnilega ekki ennþá beygt fótinn minn nógu vel til að labba almennilega niður tröppur.

Þann 28 september, 2005 23:24, sagði Blogger Stebbi...

Gott að heyra að þú ert að ná þér! Góðan bata :)

 
Þann 29 september, 2005 09:28, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá hvað ég er fegin að heyra að helv... hækjurnar fengu að fjúka og að þú sért kominn með "alvöru" lækni :). Takk annars fyrir síðast og bið að heilsa Meha!

 
Viltu tjá þig?

Á lífi

Jámm ég er lifandi ennþá.
Síðasta ein og hálfa vikan hefur verið erfið. Ég er búinn að haltra á hækjunum mínum en ég lagði þó ekki í það að labba á þeim í skólann. Þess vegna er ég orðin vel sjóuð í leigubílum hér um slóðir (eina sem þarf að gera er að standa ofan í götunni og halda uppi hendinni þar til að leigubíll stoppar, virkar vel amk). Ofan á þessi meiðsl mín þá var tölvan í ólagi og fékk ég loksins nýja tölvu á mánudaginn.

Það er nóg að gera í skólanum nokkur risastór heimaverkefni í hverri viku. Um síðustu helgi þá sótti Harold mig til New York og var ég hjá þeim Siggu yfir helgina. Það var mjög gott að komast svona aðeins í burtu og vera ekki háð íbúðinni sinni svona eina helgi.

Fór loksins til læknis í gær - hafði pantað tíma hjá heilsugæslunni viku áður og var mjög fegin að komast að. Læknirinn skoðaði hnéð og gaf mér svo tilvísun á bæði hnélækni og sjúkraþjálfun. Ég var svo sem sátt, en fannst þetta hálfvonlaust að fá ekki að vita neitt fyrr en eftir dúk og disk, þ.e. eftir að ég væri búin að fara til næsta læknis. Hringdi svo í þennan lækni þegar ég var komin heim - fékk til baka: "geturðu komið kl. 12.30?"- ég ætlaði varla að trúa mínum eyrum.

Þannig að alvöru læknir skoðaði mig í gær og léta mig henda í burtu spelkunum og lét mig fá svona stuðningshnéhlíf í staðinn. Sagði mér svo að reyna að hreyfa mig eins mikið og hnéð þolir því það væri það eina sem dyggði. Jámm labbaði brosandi út með spelkuna í annarri hendinni og tvær hækjur í hinni ;) (ásamt því að fá þessar fínu stuttbuxur sem ég þurfti að vera í á meðan ég var skoðuð).

Jámm allt lítur betur út núna - á pantaðan tíma í sjúkraþjálfun næsta þriðjudag. Þangað til ætla ég að reyna að vera dugleg að nota hnéð mitt, er meira að segja á leið í bíó í kvöld ;)

17. september 2005

Æææ

Hvernig tekst mér alltaf að lenda í leiðinlegum aðstæðum?

Eins og kannski flestir vita sem lesa þetta þá er ekki alveg í lagi með hægra hnéð mitt. Þetta eru gömul meiðsli úr handbolta frá árinu 1997 þegar mér tókst að láta hnéskelina fara úr lið í miðjum leik á Reykjavíkurmóti í 4. flokki.

Í gær kom þetta aftur fyrir mig í miðjum stórmarkaði :(
Fékk að kynnast góðmennsku kanans ásamt sjúkrabíl og bráðamóttöku. Skrítið að koma svona inn á bráðamóttöku hérna því þó þessu svipi til Íslands þá er þetta samt allt öðruvísi (sérstaklega vegna hverfisins sem ég bý í)

Til að gera langa sögu stutta þá er ég nú með heljarinnar spelku á fætinum og haltra um á svona ekta amerískum tréhækjum sem ná upp að öxlum. Oh hvað ég óska þess núna að hafa venjulegar hækjur. Þessar eru svo óþægilegar.
Núna eru allar stuttu fjarlægðirnar hér á campus skyndilega orðnar tíu sinnum lengri. Við sjáum til hvernig þetta verður. Ég er amk heppin að Helga og Siggi voru hérna enn (þau eru að fara heim á eftir) og þau ásamt meðleigjandanum og kærastanum hennar fóru með mér á spítalann.

Þann 19 september, 2005 12:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

Kyrrsetan gefur þér kannski tækifæri á að setja inn myndir ;)

 
Þann 20 september, 2005 08:22, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vótsj! Dauðansóheppni!!!

 
Þann 28 september, 2005 03:47, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvernig ertu í hnénu núna? Vona alla vega að þú sért að verða góð :)

 
Viltu tjá þig?

15. september 2005

Bahaaaaaaa

Var að enda við að hringja í Citibank bankann minn. Hef sterkan grun um að ég hafi verið að tala við einhvern í annarri heimsálfu. Geðveikt fyndið ;)

Fyrsti "office hour"/dæmatíminn var í dag, gekk bara vel. Námsefnið er amk. mjög auðvelt.

Ég er rosalega fegin núna að hafa tekið mál&teg í fyrra - frábært að vita nákvæmlega hvað um er verið að tala og geta leyst dæmi. Verst að það eru bara ein skiladæmi yfir allt misserið.

Fór á e-n hádegisverðarfund í dag. Það er verið að meta deildina mína og tveir menn spurðu 10 stúdenta spjörunum úr. Voða fyndið í ljósi þess að ég er búin að vera þarna í svo stuttan tíma að ég eiginlega veit ekki neitt. Amk frír hádegisverður.

Er búin að vera dugleg síðustu tvo morgna og hef vaknað snemma til að mæta í skólann að læra. Enda varla annað hægt þegar allir eru komnir af stað kl. 8 á morgnanna og ekki er hægt að sofa fyrir hávaða í alls konar atvinnutækjum. Þið þurfið samt ekki að hafa áhyggjur yfir svefnleysi ef þið viljið heimsækja mig því stofan snýr út að bakgarðinum þ.a. minni truflun þar. Reyndar höfum við séð ógeðslegar pöddur, en ég ætla að reyna að skrá okkur á lista hjá meindýraeyðinum svo það ætti að komast í lag.

Það er búið að rigna í dag, rigndi reyndar aðeins í gær líka. Fyrsta sinn síðan ég kom hingað. Alveg ótrúlegt hvað það er búið að vera gott veður. Hins vegar er það eina slæma við rigninguna að henni fylgir svo mikill raki í loftinu rétt á meðan ekki rignir og það er það versta sem getur komið í svona hita. Ég er sko komin með þvílíkt tan eftir þessar þrjár vikur hérna. Er alltaf með armband og úr og það er alveg þvílíkt far.

Hvað er annars að frétta að heiman? Mig langar að fá smá viðbrögð frá ykkur. (Þið þurfið reyndar ekki að segja mér að Davíð sé að hætta, tók alveg eftir því sko)

Vel á minnst - kaffið hérna í NYC er bara gott. Var dálítið hrædd fyrst um að þetta yrði eitthvað þunnt ógeð en alveg sama hvar ég fer þá er kaffið gott. Kannski er þetta bara háskólasvæðið - því ég er búin að prófa 5 staði hérna með kaffi og það er alls staðar gott.

Hafið þið séð nýju iPod nano? Þeir eru svo sætir. Helga og Siggi keyptu tvo þannig (samt ekki fyrir sig heldur fyrir aðra) og þeir eru svo sætir. Svo sætir að ef þeir hefðu kinnar þá myndi maður vilja klípa í kinnarnar þeirra ;)

Jæja ég læt heyra í mér seinna með fleiri fréttir - hver veit nema ég verði búin að kaupa mér nýja tölvu!!!

Þann 16 september, 2005 08:28, sagði Blogger Stebbi...

Mig langar alveg svakalega í einn svona iPod nano!!

 
Viltu tjá þig?

13. september 2005

Sigur Rós

Mest lítið að frétta.
Rölti um campus með Helgu og Sigga á laugardaginn. Römbuðum á götumarkað sem var bara þennan eina dag - þvílíkt stuð þar. Seinna um daginn komu Sigga og fjölskylda færandi hendi. Nú erum við komin með borðstofuborð. Við fengum okkur svo kvöldmat með þeim. Eftir að þau voru farinn kíktum við niður á Times Square og löbbuðum svo að Rockefeller Center og svo upp 5th Av. Tókst að fá ókeypis geisladisk frá Amish kór sem var að syngja á Times Square.

Á sunnudeginum þá gerði ég mest lítið fyrri part dags nema að setja upp kommóðuna mína. Fékk Sigga og Harold komu nefnilega einnig með þau stykki sem vöntuðu. Nú á ég stæðilega kommóðu í herberginu mínu. Um kvöldið fórum við svo í æðislega sunset cruise um höfnina í New York. Þetta var ferð á vegum Columbia og var matur innifalinn. Við sáum allt fyrst í dagsbirtu og svo þegar það var orðið dimmt þá sáum við ljósin. Vona að myndirnar sem ég tók hafi komið vel út. Ég þarf að fara að setja einhverjar myndir inn.

Í gær var það svo skólinn - var í skólanum til að verða 6. Dreif mig svo heim því að planið var að fara á tónleika með Albínu. Hún hafði sem sagt reddað miðum á Sigur Rós-ar tónleikana sem voru í New York í gær (aðrir í dag). Hún átti bara einn aukamiða svo Helga og Siggi fóru á Broadway sýningu í staðinn. En tónleikarnir heppnuðust í alla staði mjög vel fannst mér. Fólk var mikið hrifið. Amína spilaði með þeim og voru stelpurnar ekki síðri. Fékk hroll þegar ein tók upp sögina til að spila á.

Hitti líka einhverja 4. árs nema í tölfræði í dag. Einn hafði stoppað þrjú okkar til að spjalla (hann er TA fyrir einn kúrs sem við erum í). Ég hafði ekki tækifæri til að segja neitt því hann byrjaði: "þú hlýtur að vera stelpan frá Íslandi". Svo kom annar fjórða árs nemi og hann sagði "aha, you are the famious girl from the land of Björk". Vitið þið, þetta fer að verða freaky.

Í dag ætlaði ég að vera heima í allan dag og gera heimadæmi. Komst svo að því að þegar kennarinn sagði við okkur í gær að við ættum að skila þeim "next Wednesday" þá þýðir það ekki miðvikudaginn í þessari viku heldur næstu. Hvað á maður að vita svona?

Jæja, eitthvað þarf ég samt að fara læra, vona að þetta hafi verið nóg í þetta skipti.

Þann 13 september, 2005 18:58, sagði Blogger Valla...

Oj hvað þið Albína voruð heppnar! Mig langaði þvílíkt :D

 
Þann 13 september, 2005 20:15, sagði Blogger Ragna...

Já er það ekki ;)

 
Þann 14 september, 2005 17:21, sagði Anonymous Nafnlaus...

Já þeir eru magnaðir á tónleikum, alveg ma-gna-ðir!

 
Viltu tjá þig?

9. september 2005

Fyrsta vikan liðin

Byrjaði í tímum á þriðjudaginn líst bara ágætlega á þetta allt saman. Það eru samt sætavandamál í einum kúrsinum og ástæðan er sú að ekki allir eru búnir að skrá sig.

Fór í Dean's BBQ í gær svo sem ágætt amk frír matur ;)

Í kvöld er svo Íslendingapartí sem ég skrepp kannski í.

Það er fyrirmynda líkamsræktaraðstaða hér á campus fyrir alla viðloðna háskólanum. Er að pæla að reyna að kíkja eitthvað á það. Hef amk stuðning frá meðleigjandanum.

Helga og Siggi voru að lenda núna í kvöld og ætla að vera hjá mér í 8 daga. Það verður gaman að sjá kunnugleg andlit vona bara að íbúðin sé þeim boðleg ;)

Já og vel á minnst, engir tímar á föstudögum, hversu kúl er það?

4. september 2005

Íslendingar

Er núna í góðu yfirlæti í Delaware. Var sótt í gær og tók ferðin til Delaware bara 2 tíma. Ótrúlegt hvað það var lítil umferð. Annars var götunni minni víst hálfvegis lokað í gær þar sem flestir eru að flytja á campus þessa helgi.

Uppfyllti Cosmopolitan ákvæðið á föstudaginn ;)

Annars er ég búin að hitta rosalega mikið af Íslendingum síðustu dagana. Hitti tvo sem eiga heima í götunni minni um daginn, held það séu bara tvö hús á milli okkar. Við erum sko með sama húsvörð. Síðan sá ég 4 Íslendinga á kennslunámskeiðinu og hef einnig hitt 2 fjölskyldur af Íslendingum. Þetta eru bara gradstudent. Flesta hef ég hitt af tilviljun þannig að sjálfsagt eru enn fleiri þarna á svæðinu.

Í dag er svo verið að undirbúa 3 ára afmælisboð sem verður haldið seinna í dag. Hún Kristín Edda er orðin svo stór ;)

Bið annars að heilsa, skólinn byrjar á þriðjudag og þar sem ég tek lestina til New York á mánudagskvöld þá er ekkert víst að það heyrist í mér fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag.

Þann 05 september, 2005 11:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sæl Ragna!
Gangi þér vel í skólanum á morgun og mikið er gott að heyra af þér. Vona að allt gangi vel. Bið að heilsa Siggu Sóley og krökkunum.
Kveðja Sigrún

 
Þann 06 september, 2005 04:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Váh... Íslendingar út um allt! Þá er bara að "tengja": nú varst þú í þeim skóla... já hérna þekkirðu þá... einmitt... úr skagafirðinum segirðu... ;-)

 
Þann 08 september, 2005 15:59, sagði Anonymous Nafnlaus...

hvað er cosmopolitan ákvæðið?

 
Viltu tjá þig?

1. september 2005

Fyrri dagur kennslunámskeiðsins búinn. Að mestu leyti bara verið að segja okkur við hverju við megum búast.
Hitti samt 3 Íslendinga á þessu námskeiði. Finnst það bara nokkuð gott miðað við fjölda. Nánast eins og maður sé ekkert í öðru landi ;)

Annars fer ekki framhjá manni allt sem er að gerast í New Orleans. Einn prófessorinn talaði um í dag að við (sem kennarar) mættum búast við nemum sem áttu að fara í háskóla á svæðinu þar sem allt er í rugli. Columbia ætli sem sagt að taka við e-m nemum þar til búið verði að byggja upp allt saman á ný.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)