Eldur eldur - úlfur úlfur
Hugsa sér, ég held þetta sé í fimmta sinn frá því ég flutti inn sem slökkviliðið hefur komið með ljós (engin læti samt) fyrir utan hjá mér. Það eru nefnilega tvær heimavistir, ein á móti húsinu mínu og ein við hliðina. Það virðist sem að amk. einu sinni í viku þá fari brunakerfið að stað í annarri hvorri. Hvað er málið?
Er ansi hrædd um að e-n tíma eigi eitthvað slæmt eftir að gerast og fólk muni ekki taka brunakerfið alvarlega. Annars er eins og brunaliðið hér í borg sé alltaf á fullu. Enda var eitt ráðið í handbók fyrir nýja graduate-nema svo hljóðandi: "if someone attacks you don't yell help, yell fire".
Munið þetta þegar þið komið til New York borgar.