Á lífi
Jámm ég er lifandi ennþá.
Síðasta ein og hálfa vikan hefur verið erfið. Ég er búinn að haltra á hækjunum mínum en ég lagði þó ekki í það að labba á þeim í skólann. Þess vegna er ég orðin vel sjóuð í leigubílum hér um slóðir (eina sem þarf að gera er að standa ofan í götunni og halda uppi hendinni þar til að leigubíll stoppar, virkar vel amk). Ofan á þessi meiðsl mín þá var tölvan í ólagi og fékk ég loksins nýja tölvu á mánudaginn.
Það er nóg að gera í skólanum nokkur risastór heimaverkefni í hverri viku. Um síðustu helgi þá sótti Harold mig til New York og var ég hjá þeim Siggu yfir helgina. Það var mjög gott að komast svona aðeins í burtu og vera ekki háð íbúðinni sinni svona eina helgi.
Fór loksins til læknis í gær - hafði pantað tíma hjá heilsugæslunni viku áður og var mjög fegin að komast að. Læknirinn skoðaði hnéð og gaf mér svo tilvísun á bæði hnélækni og sjúkraþjálfun. Ég var svo sem sátt, en fannst þetta hálfvonlaust að fá ekki að vita neitt fyrr en eftir dúk og disk, þ.e. eftir að ég væri búin að fara til næsta læknis. Hringdi svo í þennan lækni þegar ég var komin heim - fékk til baka: "geturðu komið kl. 12.30?"- ég ætlaði varla að trúa mínum eyrum.
Þannig að alvöru læknir skoðaði mig í gær og léta mig henda í burtu spelkunum og lét mig fá svona stuðningshnéhlíf í staðinn. Sagði mér svo að reyna að hreyfa mig eins mikið og hnéð þolir því það væri það eina sem dyggði. Jámm labbaði brosandi út með spelkuna í annarri hendinni og tvær hækjur í hinni ;) (ásamt því að fá þessar fínu stuttbuxur sem ég þurfti að vera í á meðan ég var skoðuð).
Jámm allt lítur betur út núna - á pantaðan tíma í sjúkraþjálfun næsta þriðjudag. Þangað til ætla ég að reyna að vera dugleg að nota hnéð mitt, er meira að segja á leið í bíó í kvöld ;)