Ragna í New York

4. september 2005

Íslendingar

Er núna í góðu yfirlæti í Delaware. Var sótt í gær og tók ferðin til Delaware bara 2 tíma. Ótrúlegt hvað það var lítil umferð. Annars var götunni minni víst hálfvegis lokað í gær þar sem flestir eru að flytja á campus þessa helgi.

Uppfyllti Cosmopolitan ákvæðið á föstudaginn ;)

Annars er ég búin að hitta rosalega mikið af Íslendingum síðustu dagana. Hitti tvo sem eiga heima í götunni minni um daginn, held það séu bara tvö hús á milli okkar. Við erum sko með sama húsvörð. Síðan sá ég 4 Íslendinga á kennslunámskeiðinu og hef einnig hitt 2 fjölskyldur af Íslendingum. Þetta eru bara gradstudent. Flesta hef ég hitt af tilviljun þannig að sjálfsagt eru enn fleiri þarna á svæðinu.

Í dag er svo verið að undirbúa 3 ára afmælisboð sem verður haldið seinna í dag. Hún Kristín Edda er orðin svo stór ;)

Bið annars að heilsa, skólinn byrjar á þriðjudag og þar sem ég tek lestina til New York á mánudagskvöld þá er ekkert víst að það heyrist í mér fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag.

Þann 05 september, 2005 11:52, sagði Anonymous Nafnlaus...

Sæl Ragna!
Gangi þér vel í skólanum á morgun og mikið er gott að heyra af þér. Vona að allt gangi vel. Bið að heilsa Siggu Sóley og krökkunum.
Kveðja Sigrún

 
Þann 06 september, 2005 04:51, sagði Anonymous Nafnlaus...

Váh... Íslendingar út um allt! Þá er bara að "tengja": nú varst þú í þeim skóla... já hérna þekkirðu þá... einmitt... úr skagafirðinum segirðu... ;-)

 
Þann 08 september, 2005 15:59, sagði Anonymous Nafnlaus...

hvað er cosmopolitan ákvæðið?

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)