Ragna í New York

17. september 2005

Æææ

Hvernig tekst mér alltaf að lenda í leiðinlegum aðstæðum?

Eins og kannski flestir vita sem lesa þetta þá er ekki alveg í lagi með hægra hnéð mitt. Þetta eru gömul meiðsli úr handbolta frá árinu 1997 þegar mér tókst að láta hnéskelina fara úr lið í miðjum leik á Reykjavíkurmóti í 4. flokki.

Í gær kom þetta aftur fyrir mig í miðjum stórmarkaði :(
Fékk að kynnast góðmennsku kanans ásamt sjúkrabíl og bráðamóttöku. Skrítið að koma svona inn á bráðamóttöku hérna því þó þessu svipi til Íslands þá er þetta samt allt öðruvísi (sérstaklega vegna hverfisins sem ég bý í)

Til að gera langa sögu stutta þá er ég nú með heljarinnar spelku á fætinum og haltra um á svona ekta amerískum tréhækjum sem ná upp að öxlum. Oh hvað ég óska þess núna að hafa venjulegar hækjur. Þessar eru svo óþægilegar.
Núna eru allar stuttu fjarlægðirnar hér á campus skyndilega orðnar tíu sinnum lengri. Við sjáum til hvernig þetta verður. Ég er amk heppin að Helga og Siggi voru hérna enn (þau eru að fara heim á eftir) og þau ásamt meðleigjandanum og kærastanum hennar fóru með mér á spítalann.

Þann 19 september, 2005 12:26, sagði Anonymous Nafnlaus...

Kyrrsetan gefur þér kannski tækifæri á að setja inn myndir ;)

 
Þann 20 september, 2005 08:22, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vótsj! Dauðansóheppni!!!

 
Þann 28 september, 2005 03:47, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hvernig ertu í hnénu núna? Vona alla vega að þú sért að verða góð :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)