Fyrsta vikan liðin
Byrjaði í tímum á þriðjudaginn líst bara ágætlega á þetta allt saman. Það eru samt sætavandamál í einum kúrsinum og ástæðan er sú að ekki allir eru búnir að skrá sig.
Fór í Dean's BBQ í gær svo sem ágætt amk frír matur ;)
Í kvöld er svo Íslendingapartí sem ég skrepp kannski í.
Það er fyrirmynda líkamsræktaraðstaða hér á campus fyrir alla viðloðna háskólanum. Er að pæla að reyna að kíkja eitthvað á það. Hef amk stuðning frá meðleigjandanum.
Helga og Siggi voru að lenda núna í kvöld og ætla að vera hjá mér í 8 daga. Það verður gaman að sjá kunnugleg andlit vona bara að íbúðin sé þeim boðleg ;)
Já og vel á minnst, engir tímar á föstudögum, hversu kúl er það?