Ragna í New York

1. september 2005

Fyrri dagur kennslunámskeiðsins búinn. Að mestu leyti bara verið að segja okkur við hverju við megum búast.
Hitti samt 3 Íslendinga á þessu námskeiði. Finnst það bara nokkuð gott miðað við fjölda. Nánast eins og maður sé ekkert í öðru landi ;)

Annars fer ekki framhjá manni allt sem er að gerast í New Orleans. Einn prófessorinn talaði um í dag að við (sem kennarar) mættum búast við nemum sem áttu að fara í háskóla á svæðinu þar sem allt er í rugli. Columbia ætli sem sagt að taka við e-m nemum þar til búið verði að byggja upp allt saman á ný.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)