Fyrri dagur kennslunámskeiðsins búinn. Að mestu leyti bara verið að segja okkur við hverju við megum búast.
Hitti samt 3 Íslendinga á þessu námskeiði. Finnst það bara nokkuð gott miðað við fjölda. Nánast eins og maður sé ekkert í öðru landi ;)
Annars fer ekki framhjá manni allt sem er að gerast í New Orleans. Einn prófessorinn talaði um í dag að við (sem kennarar) mættum búast við nemum sem áttu að fara í háskóla á svæðinu þar sem allt er í rugli. Columbia ætli sem sagt að taka við e-m nemum þar til búið verði að byggja upp allt saman á ný.