Ragna í New York

15. september 2005

Bahaaaaaaa

Var að enda við að hringja í Citibank bankann minn. Hef sterkan grun um að ég hafi verið að tala við einhvern í annarri heimsálfu. Geðveikt fyndið ;)

Fyrsti "office hour"/dæmatíminn var í dag, gekk bara vel. Námsefnið er amk. mjög auðvelt.

Ég er rosalega fegin núna að hafa tekið mál&teg í fyrra - frábært að vita nákvæmlega hvað um er verið að tala og geta leyst dæmi. Verst að það eru bara ein skiladæmi yfir allt misserið.

Fór á e-n hádegisverðarfund í dag. Það er verið að meta deildina mína og tveir menn spurðu 10 stúdenta spjörunum úr. Voða fyndið í ljósi þess að ég er búin að vera þarna í svo stuttan tíma að ég eiginlega veit ekki neitt. Amk frír hádegisverður.

Er búin að vera dugleg síðustu tvo morgna og hef vaknað snemma til að mæta í skólann að læra. Enda varla annað hægt þegar allir eru komnir af stað kl. 8 á morgnanna og ekki er hægt að sofa fyrir hávaða í alls konar atvinnutækjum. Þið þurfið samt ekki að hafa áhyggjur yfir svefnleysi ef þið viljið heimsækja mig því stofan snýr út að bakgarðinum þ.a. minni truflun þar. Reyndar höfum við séð ógeðslegar pöddur, en ég ætla að reyna að skrá okkur á lista hjá meindýraeyðinum svo það ætti að komast í lag.

Það er búið að rigna í dag, rigndi reyndar aðeins í gær líka. Fyrsta sinn síðan ég kom hingað. Alveg ótrúlegt hvað það er búið að vera gott veður. Hins vegar er það eina slæma við rigninguna að henni fylgir svo mikill raki í loftinu rétt á meðan ekki rignir og það er það versta sem getur komið í svona hita. Ég er sko komin með þvílíkt tan eftir þessar þrjár vikur hérna. Er alltaf með armband og úr og það er alveg þvílíkt far.

Hvað er annars að frétta að heiman? Mig langar að fá smá viðbrögð frá ykkur. (Þið þurfið reyndar ekki að segja mér að Davíð sé að hætta, tók alveg eftir því sko)

Vel á minnst - kaffið hérna í NYC er bara gott. Var dálítið hrædd fyrst um að þetta yrði eitthvað þunnt ógeð en alveg sama hvar ég fer þá er kaffið gott. Kannski er þetta bara háskólasvæðið - því ég er búin að prófa 5 staði hérna með kaffi og það er alls staðar gott.

Hafið þið séð nýju iPod nano? Þeir eru svo sætir. Helga og Siggi keyptu tvo þannig (samt ekki fyrir sig heldur fyrir aðra) og þeir eru svo sætir. Svo sætir að ef þeir hefðu kinnar þá myndi maður vilja klípa í kinnarnar þeirra ;)

Jæja ég læt heyra í mér seinna með fleiri fréttir - hver veit nema ég verði búin að kaupa mér nýja tölvu!!!

Þann 16 september, 2005 08:28, sagði Blogger Stebbi...

Mig langar alveg svakalega í einn svona iPod nano!!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)