Ragna í New York

28. september 2005

The Greatest Game Ever Played

Tvisvar sama dag - þið haldið ábygglega að ég sé orðin veik eða eitthvað

En jæja já, fór í bíó á svona forsýningu á myndina The Greatest Game Ever Played með Albínu. Albína hafði fengið einhvern frímiða svo við borguðum ekki krónu. Ekki slæmt.
Þetta vara bara hin fínasta mynd - sérstaklega fyrir mig sem hef mjög gaman af alls konar íþróttakvikmyndum.
Myndin er reyndar frekar langdregin á köflum en litli strákurinn bætir það sko vel upp ;) Það var líka gaman hversu vel salurinn tók undir. Fólk lifði sig inn í myndina og klappaði og úaði alveg á sama tíma og áhorfendurnir í myndinni. Mæli þess vegna með myndinni því þetta er mjög vel skrifuð saga sem fær mann virkilega til þess að finna til með persónunum.

Annars er ég bara mjög stolt af sjálfri mér. Labbaði í skólann og heim aftur án þess að nota hækjurnar. Síðan fór ég í Subway niður í bæ til að hitta Albínu og labbaði um allt Times Square - aftur án stuðnings. Er samt ábyggilega fyndið að horfa á mig labba því ég lít ábyggilega geðveikt skringilega út eins og ég labba núna. Það versta er eiginlega að fara niður tröppur, get nefnilega ekki ennþá beygt fótinn minn nógu vel til að labba almennilega niður tröppur.

Þann 28 september, 2005 23:24, sagði Blogger Stebbi...

Gott að heyra að þú ert að ná þér! Góðan bata :)

 
Þann 29 september, 2005 09:28, sagði Anonymous Nafnlaus...

Vá hvað ég er fegin að heyra að helv... hækjurnar fengu að fjúka og að þú sért kominn með "alvöru" lækni :). Takk annars fyrir síðast og bið að heilsa Meha!

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)