Sigur Rós
Mest lítið að frétta.
Rölti um campus með Helgu og Sigga á laugardaginn. Römbuðum á götumarkað sem var bara þennan eina dag - þvílíkt stuð þar. Seinna um daginn komu Sigga og fjölskylda færandi hendi. Nú erum við komin með borðstofuborð. Við fengum okkur svo kvöldmat með þeim. Eftir að þau voru farinn kíktum við niður á Times Square og löbbuðum svo að Rockefeller Center og svo upp 5th Av. Tókst að fá ókeypis geisladisk frá Amish kór sem var að syngja á Times Square.
Á sunnudeginum þá gerði ég mest lítið fyrri part dags nema að setja upp kommóðuna mína. Fékk Sigga og Harold komu nefnilega einnig með þau stykki sem vöntuðu. Nú á ég stæðilega kommóðu í herberginu mínu. Um kvöldið fórum við svo í æðislega sunset cruise um höfnina í New York. Þetta var ferð á vegum Columbia og var matur innifalinn. Við sáum allt fyrst í dagsbirtu og svo þegar það var orðið dimmt þá sáum við ljósin. Vona að myndirnar sem ég tók hafi komið vel út. Ég þarf að fara að setja einhverjar myndir inn.
Í gær var það svo skólinn - var í skólanum til að verða 6. Dreif mig svo heim því að planið var að fara á tónleika með Albínu. Hún hafði sem sagt reddað miðum á Sigur Rós-ar tónleikana sem voru í New York í gær (aðrir í dag). Hún átti bara einn aukamiða svo Helga og Siggi fóru á Broadway sýningu í staðinn. En tónleikarnir heppnuðust í alla staði mjög vel fannst mér. Fólk var mikið hrifið. Amína spilaði með þeim og voru stelpurnar ekki síðri. Fékk hroll þegar ein tók upp sögina til að spila á.
Hitti líka einhverja 4. árs nema í tölfræði í dag. Einn hafði stoppað þrjú okkar til að spjalla (hann er TA fyrir einn kúrs sem við erum í). Ég hafði ekki tækifæri til að segja neitt því hann byrjaði: "þú hlýtur að vera stelpan frá Íslandi". Svo kom annar fjórða árs nemi og hann sagði "aha, you are the famious girl from the land of Björk". Vitið þið, þetta fer að verða freaky.
Í dag ætlaði ég að vera heima í allan dag og gera heimadæmi. Komst svo að því að þegar kennarinn sagði við okkur í gær að við ættum að skila þeim "next Wednesday" þá þýðir það ekki miðvikudaginn í þessari viku heldur næstu. Hvað á maður að vita svona?
Jæja, eitthvað þarf ég samt að fara læra, vona að þetta hafi verið nóg í þetta skipti.
Oj hvað þið Albína voruð heppnar! Mig langaði þvílíkt :D
Já er það ekki ;)
Já þeir eru magnaðir á tónleikum, alveg ma-gna-ðir!