Ragna í New York

8. febrúar 2008

Arggggggg!!!! - anda inn - anda út

Ég er búin að eiga nýju tölvuna í eina og hálfa viku. Líkar bara ágætlega við hana. Sérstaklega Google Desktop sem virkar eins og Spotlight í makkanum, ctrl ctrl og þú getur opnað hvað sem er. En vegna e-a minnisörðuleika með matlab (ekki tölvan heldur meira að ég er með 1GB gögn sem þurfa að komast inn), þá ákvað ég að taka internet explorer út, þ.e. ég uninstalled internet explorer. Eftir það var allt í lagi þangað til í morgun. Í morgun var í fyrsta sinn sem ég endurræsti tölvuna eftir þetta. Og upp kom villa um að e-ð ákveðið skjal fyndist ekki og svo var bara auður skjár (með skjámyndinni minni). Eina sem ég gat gert var að ýta á ctrl-Alt-Del og annað hvort logga mig út, slökkva eða fara í Task manager. Ég fékk næstum áfall á staðnum.
En iPhone-inn sannaði gildi sitt og hjálpaði mér að finna vefsíðu sem tók akkúrat á þessum sama vanda. Virðist vera vel þekkt vandamál þegar fólk "asnast" til að taka ie úr tölvunni. Á innan við 5 mínútum (eftir að ég fann síðuna) þá var ég búin að laga vandann. En vá hvað er að microsoft. Ef að mig langar að taka ie út úr tölvunni minni þá vil ég geta gert það án þess að þurfa að fá hjartaáfall, fara í aðra tölvu og með veseni sem ég er ekki viss um að allir geti framkvæmt, lagað hlutinn.

Spurning: er Google ekki að fara að gefa út stýrikerfi???
Btw. þetta sannfærði mig alveg endanlega um að ég mun aldrei kaupa PC inn á heimilið mitt. Frekar mun ég eyða aukaaurum í makka.

Þann 08 febrúar, 2008 17:00, sagði Blogger beamia...

úffjá! google stýrikerfi - það væri alveg brilljant :)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)