Ragna í New York

27. febrúar 2008

Svona er þetta stundum ósanngjarnt

Einn strákur hérna í deildinni, ári á eftir mér í náminu var að mæta í skólann núna á mánudaginn eftir jólafríið. Ástæðan fyrir því að hann var svona seinn er að hann var að bíða eftir vegabréfsáritun. Hann fær nefnilega bara áritun fyrir eitt skipti í einu (ekki óteljandi skipti eins og ég fæ til 5 ára) þ.a. í hvert sinn sem hann fer úr landinu þarf hann að sækja um nýtt visa. Í þetta skiptið tók það 2 mánuði að fá það. Ég læt ykkur svo um að geta frá hvaða landi hann er.

Þann 28 febrúar, 2008 08:27, sagði Blogger beamia...

úfff já þetta er svona vesen hjá mörgum vinum mínum hérna, sérstaklega þeim sem eru frá palestínsku herstjórnarsvæðunum, írak, íran, sýrlandi, indlandi, bangladesh, pakistan, ...

 
Þann 28 febrúar, 2008 14:36, sagði Blogger Ragna...

Já passar,eitt af þessum löndum. Held að Bush hafi kallað það eitt af öxulveldum hins illa einu sinni. Annars held ég að það sé auðveldara fyrir Indverja að koma hingað, það er amk bandarískt sendiráð í Indlandi.

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)