Heitar fréttir
Fullt af fólki hérna að horfa á tunglmyrkvann sem er btw mjög flottur. Fyrir svona klukkutíma kom ein stelpan nánast hlaupandi með þær fréttir að John McCain hafi haldið framhjá með e-m lobbyista sem hann hefði síðan gert greiða fyrir. Það varð allt brjálað hérna, allir svo miklir demókratar að það var strax farið að hringja í annað fólk og spyrja út í þetta nánar. Svo komu fréttir af því seinna að þetta væri miklu minna bara að hann hafi tekið e-a fylgdarkonu út að borða en stelpan heldur því enn fram að hennar heimildir séu réttar. Aldrei ró og næði.
Gaman að vita hvað er rétt í þessu. Amk var fólk farið að spá hvort Huckabee gæti komið sér aftur inn í keppnina...