Nammi namm
Guðbjört og Árni voru að fara aftur til Flórída í dag. Þau voru hér til að heimsækja mig (að sjálfsögðu) og til að hitta Þröst bróður Guðbjartar. Var nú bara með þeim á kvöldin þ.a. í minningunni þá át ég bara og drakk með þeim. Góðar stundir. Reyndar allt gourmet matur sem ég fékk með þeim. Fórum m.a. á eitt af 10 bestu steikarhúsum í Bandaríkjunum, Bobby Van's (skv. e-m lista.) Hef aldrei smakkað eins góða steik. Kíktum svo á brunch á Sarabeth í dag. 50 mínútna biðin var alveg þess virði, sítrónu - ricotta pönnukökurnar mínar voru alveg æðislegar og eggjakakan ekki síðri.