Ragna í New York

10. febrúar 2008

Nammi namm

Guðbjört og Árni voru að fara aftur til Flórída í dag. Þau voru hér til að heimsækja mig (að sjálfsögðu) og til að hitta Þröst bróður Guðbjartar. Var nú bara með þeim á kvöldin þ.a. í minningunni þá át ég bara og drakk með þeim. Góðar stundir. Reyndar allt gourmet matur sem ég fékk með þeim. Fórum m.a. á eitt af 10 bestu steikarhúsum í Bandaríkjunum, Bobby Van's (skv. e-m lista.) Hef aldrei smakkað eins góða steik. Kíktum svo á brunch á Sarabeth í dag. 50 mínútna biðin var alveg þess virði, sítrónu - ricotta pönnukökurnar mínar voru alveg æðislegar og eggjakakan ekki síðri.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)