Dugnaðurinn
Verð að monta mig smá. Þrátt fyrir að ég hafi sprungið í dag þá hef ég mætt fyrir kl. 9 á skrifstofuna alla hina dagana í þessari viku. Hápunkturinn var þegar ég mætti kl. 7:55 í gærmorgun. Við erum sko að tala um manneskju sem hefur ekki getað mætt fyrir klukkan 9 á skrifstofuna frá því vorönn 2006 þegar ég var í tíma sem byrjuðu kl. 9.
Alveg ótrúlegt hvað maður kemur meira úr verki með að mæta svona snemma.
Fór annars út að borða í Korea-town á miðvikudagskvöldið. Vorum að kveðja Madalenu sem ætlar að taka sér ársleyfi úr náminu. Fengum kóreskt BBQ og ef fólk sem kemur í heimsókn hefur áhuga á slíku þá veit ég um góðan stað. Fórum svo nokkur og fengum okkur drykk á bar þarna skammt frá þ.a. ég fór ekki að sofa fyrr en um kl. 2 það kvöldið. Var samt mætt á skrifstofuna fyrir kl. 8 næsta dag.
Karen hélt ég hefði gist e-s staðar annars staðar þar sem ég var ekki heima þegar hún fór að sofa og ekki heima þegar hún fór á fætur, held að það að ég hafi verið farin um morguninn hafi verið meginástæðan...