Ragna í New York

1. febrúar 2008

Dugnaðurinn

Verð að monta mig smá. Þrátt fyrir að ég hafi sprungið í dag þá hef ég mætt fyrir kl. 9 á skrifstofuna alla hina dagana í þessari viku. Hápunkturinn var þegar ég mætti kl. 7:55 í gærmorgun. Við erum sko að tala um manneskju sem hefur ekki getað mætt fyrir klukkan 9 á skrifstofuna frá því vorönn 2006 þegar ég var í tíma sem byrjuðu kl. 9.

Alveg ótrúlegt hvað maður kemur meira úr verki með að mæta svona snemma.

Fór annars út að borða í Korea-town á miðvikudagskvöldið. Vorum að kveðja Madalenu sem ætlar að taka sér ársleyfi úr náminu. Fengum kóreskt BBQ og ef fólk sem kemur í heimsókn hefur áhuga á slíku þá veit ég um góðan stað. Fórum svo nokkur og fengum okkur drykk á bar þarna skammt frá þ.a. ég fór ekki að sofa fyrr en um kl. 2 það kvöldið. Var samt mætt á skrifstofuna fyrir kl. 8 næsta dag.

Karen hélt ég hefði gist e-s staðar annars staðar þar sem ég var ekki heima þegar hún fór að sofa og ekki heima þegar hún fór á fætur, held að það að ég hafi verið farin um morguninn hafi verið meginástæðan...

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)