Ragna í New York

4. febrúar 2008

Bolludagur, sprengidagur

Kíkti í nokkrar matvörubúðir í dag til að ath hvort þeir ættu cream puffs aka rjómabollur. Fann þær ekki (fór nú ekki langt) en fékk mér í staðinn fruit tart aka litla ávaxtaköku.

Horfði á Super Bowl (úrslit ameríska fótboltans) í góðra vina hópi í gær. Aldrei séð jafnspennandi leik. Held að allt hverfið hafi fríkað út þegar við stálum sigrinum á lokamínútunni. Á morgun kl. 11 er víst búið að skipuleggja sigurskrúðgöngu til heiðurs New York Giants og á hún að enda við ráðhúsið. Þetta er víst fyrsta sigurskrúðgangan í tíð Bloomberg borgarstjóra.

Á morgun er svo líka Super Tuesday sem er viðeigandi þar sem það er sprengidagur á Íslandi haha. En já, sem sagt forkosningar í mörgum fylkjum þ.á.m. hér og í New Jersey. Maður fer ekki framhjá því, stuðningsmenn fyrir framan búðir að hvetja fólk til kjósa sinn frambjóðanda. Spennandi kvöld framundan á morgun.

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)