Bolludagur, sprengidagur
Kíkti í nokkrar matvörubúðir í dag til að ath hvort þeir ættu cream puffs aka rjómabollur. Fann þær ekki (fór nú ekki langt) en fékk mér í staðinn fruit tart aka litla ávaxtaköku.
Horfði á Super Bowl (úrslit ameríska fótboltans) í góðra vina hópi í gær. Aldrei séð jafnspennandi leik. Held að allt hverfið hafi fríkað út þegar við stálum sigrinum á lokamínútunni. Á morgun kl. 11 er víst búið að skipuleggja sigurskrúðgöngu til heiðurs New York Giants og á hún að enda við ráðhúsið. Þetta er víst fyrsta sigurskrúðgangan í tíð Bloomberg borgarstjóra.
Á morgun er svo líka Super Tuesday sem er viðeigandi þar sem það er sprengidagur á Íslandi haha. En já, sem sagt forkosningar í mörgum fylkjum þ.á.m. hér og í New Jersey. Maður fer ekki framhjá því, stuðningsmenn fyrir framan búðir að hvetja fólk til kjósa sinn frambjóðanda. Spennandi kvöld framundan á morgun.