Ragna í New York

25. maí 2007

Ferðasaga fyrsti hluti

Hvar á ég að byrja? Ætla að reyna að skrifa upp það sem ég er búin að gera síðan síðast. Ragna kom í gær til að vera í fimm daga með okkur Ragnhildi. Hún kom í fyrstu morgunvélinni sem flugleiðir fljúga til New York City og fékk því frítt kampavín og hvítvín. Í morgun vorum við svo á leiðinni niður í bæ þegar ég tók eftir emaili um að ég ætti að vera mætt upp í skóla eftir hálftíma. Ætla því að hitta þær stúlkur niðri í bæ seinna í dag. Núna sit ég í ráðgjafaherberginu - enginn mættur og því hef ég tíma til að blogga.

Ragnhildur kom daginn eftir Eurovision og kosningarnar. Ég hafði kíkt í smápartí hjá Rabba og yfirgaf staðinn þegar hápunktinum var náð.
Ég beið eftir Ragnhildi í hátt í þrjá tíma - henni tókst að koma sér af flugvellinum með supershuttle (geri aðrir betur) en hún hafði víst verið langsíðust í gegn og ekki fundið allan farangurinn sinn strax. En það reddaðist.
Á mánudeginum byrjuðum við á að kíkja aðeins upp á skrifstofu - ég átti fund og Ragnhildur þurfti að klára heimaprófið sitt (í tölfræði hahahaha). Eftir það kíktum við í B&H photos sem er ljósmyndavörubúð sem gyðingar eiga. Mjög skemmtilegt að koma í hana og sjá alla slöngulokkagyðingana. Við keyptum okkur báðar myndavélar þ.a. nú er ég komin með fína canon powershot myndavél og verð vonandi dugleg að taka myndir. Kíktum svo í bíó á spiderman og ég fór næstum að gráta við endinn :(
Á þriðjudag röltum við um campus, fullt af útskriftum í gangi og á einum tímapunkti á meðan verið var að setja upp blóm og fínerí fyrir aðallútskriftina þá var blastað diskótónlist um new york borg. Við erum að tala um blastað sko...
Tókum svo lestina til Siggu seinna um daginn og var Ragnhildur dugleg að skrifa upp heimaprófið sitt í lestinni. Við vorum komnar um fimmleytið til Delaware. Þar fórum við beint á hafnaboltaleik til að horfa á Stefán spila. Hans staða er fyrsta höfn - þar sem iðulega eru settir bestu grípararnir. Held hann hafi þetta frá mér sko...
Lögðum svo í'ann á miðvikudagsmorguninn. Fengum nýþrifinn bíl, fylltan af bensíni og með ez-pass (til að borga tollana á kostnað systur minnar) ásamt Trudy, sem hjálpaði okkur mikið í ferðinni. Ágætt að hafa svona sinn eiginn leiðsögumann svo maður villist aldrei á ókunnugum slóðum. Við byrjuðum á stoppi í Princeton og fengum okkur hádegismat með Völlu og Geir. Svo skildi Geir við okkur en við stelpurnar gerðum tilraun til að fara á hádegistónleika í kapellunni á campus. Sú tilraun reyndist stutt - við flúðum þegar allir fóru að biðja. Fórum bara og skoðuðum hvar Hermione býr og fórum svo og fengum okkur ís. Lögðum svo af stað til Cape Cod rúmlega hálftvö og vorum komnar klukkan átta með smástoppi. Sáum margt á leiðinni eins og svín í búri á pallbíl og frábært landslag ásamt bílum af öllum stærðum og gerðum.
Það gekk vel að finna gistiheimilið og leit það bara mjög vel út. Við fengum krúttlegt herbergi með smásjávarsýn. Við vorum mjög svangar og ætluðum að fara út og finna okkur stað til að borða kvöldmat. Vorum á ferðinni rétt rúmlega níu og komumst að því að í sveitinni loka flestallir staðir kl. 9. Ein konan sagði okkur samt að það væri einn staður sem framreiddi mat dáldið seint (tökum það fram að maður getur fengið kvöldmat allan sólarhringinn í NYC) að lokum (eða sko dáldið mikið seinna) fundum við staðinn og var þá nánast fullt út úr dyrum - við ekki þau einu sem vildum borða seint :)
Daginn eftir ætluðum við að reyna að finna hjól til að leigja en svona eiginlega hættum við því það var hreinlega kalt úti. Ég sem hafði bara komið með sumarfötin mín og rétt gripið gallajakkann minn með en enga peysu og bara einar buxur - annars bara pils. Skítakuldi úti og mikið rok þegar við fyrst kíktum á ströndina. Við ákváðum samt að keyra upp í fingurnar á Cape Cod. Þeir sem ekki vita þá er Cape cod svona eins og 90° handleggur sem liggur út frá Massachussetts (búkurinn). Við fórum sem sagt alveg efst upp í puttana í bæ sem heitir Provincetown. Á leiðinni sáum við fullt af skemmtilegum gistiheimilum, mótelum, litlum sumarhúsum sem hægt er að leigja, allt niður í litla kofa. Verð e-n tíma að prófa að leigja svoleiðis og þá yfir hásumarið. Provincetown er skemmtilegur lítill bær. Þar er hægt að fara í hvalaskoðunarferðir og hjólreiðaferðir og svo er fullt af litlum skemmtilegum búðum. Við enduðum á að labba bara um og kíkja í búðir sem var bara skemmtilegt. Fengum okkur að sjálfsögðu New England Clam Chowder súpu í hádegismat sem reyndist mjög góð. Við fundum æðislega skemmtilega búð með fullt af flottum fötum frá Bali. Eigandinn reyndist búa á Bali hálft árið og hálft árið í Cape Cod. Kíktum aldeilis frábæra spila/púsl búð og keyptum okkur flugdreka og knock, knock brandarabók (passið ykkur nú). Fórum í draslbúð sem reyndist stærri en okkur grunaði. Þar fékkst allt milli himins og jarðar meira að segja samúræjasverð og gulir sjóstakkar ásamt flugvélapostulíni. Ég keypti mér stórflottan kjól í þessari búð - alveg æðislega flottur. Ég er að pæla að fara í honum í næsta brúðkaup sem mér verður boðið í (wink wink). Svo kíktum við í fudge búð þar sem ruglaður strákur fór algjörlega með okkur. Ég veit ekki ennþá hvort hann að vara að leika sér að vera svona skrítinn eða hvort hann virkilega var svona skrítinn... Á þessu tímabili vorum við Ragnhildur farnar að pæla í öllum regnbogafánunum sem voru við hverja einustu búð. Vorum komnar á þá skoðun að hérna hlytu þeir bara að tákna frið en ekki merki samkynhneigðra. Röltum svo inn í antíkbúð (flottur lampi á 1500 dollara takk fyrir) þar voru fyrir tveir karlmenn ásamt sölumanninum, held það hafi ekki farið á milli mála að við Ragnhildur vöktum enga athygli þeirra. Eftir þetta röltum við til baka í bílinn og eftir að hafa orðið vitni af kjaftasögu um eina "druslu" bæjarins sem hafði víst verið að dúlla sér með syni eins viðstaddra þá keyrðum við aðeins um bæinn. Komum að fallegu hringtorgi með útsýni yfir allt Cape Cod nánast. Þá tökum við eftir tveimur stúlkum, klæddum í hvítt - ein í kjól önnur í buxum. Hjá þeim var aðeins eldri kona með bók og stóð hún á milli þeirra. Svo var eitt par af foreldrum á fullu að taka myndir. Okkar kenning var sem sagt brúðkaup! Við ákváðum að googla þenna bæ þegar við komum til baka (internet á gistiheimilinu snilld!!!). Komumst að því að þessi bær er mjög vinsæll hjá samkynhneigðum og svo var Massachusetts að sjálfsögðu fyrsta fylkið til að leyfa hjónaband samkynhneigðra... við vorum sem sagt ekki alveg ruglaðar. Eftir að við komum til baka þá fórum við með flugdrekann okkar út á strönd og þar sem það var mikill vindur (og kalt) þá gekk bara ágætlega að koma honum á loft. Mjög gaman - hef ekki flogið flugdreka í langan tíma. Kíktum svo á suðurströnd Cape Cod um kvöldið - eftir mikið basl við að finna stað til að borða á (Trudy var ekki alveg með nýjustu upplýsingar) þá fundum við stað sem heitir Rooney's þar sem hægt var að fá steik og alles á um 9 dollara. Og steikin var bara mjög góð. Um kvöldið versnaði svo veðrið (hvernig var það hægt?) og ákváðum við Ragnhildur að prófa að athuga hvort Stebbi væri ekki til í að taka á móti okkur til Íþöku.
Það gekk eftir og daginn eftir þegar við kíktum á veðurspána þá átti að koma stormur yfir New England en Íþaka og upstate New York átti að sleppa. Við stukkum því upp í bílinn og lögðum af stað í sjö tíma keyrslu til Íþöku á föstudeginum. Það var hellirigning og rok þegar við lögðum af stað en eftir nokkurra tíma keyrslu, þegar við vorum komnar þrjá fjórðu af Massachusetts þá hætti rigningin og sólskinið tók við. Það var rosalega gaman að keyra þetta, tökum það fram að við Ragnhildur erum ábyggilega búin að hlusta amk tvisvar sinnum á hvern hinna 12 geisladiska sem við tókum með í ferðina. Æðislegt landslag þarna uppi í sveitinni og eftir að við fórum útaf hraðbrautunum þá byrjuðum við að keyra í gegnum litla bæi og upp og niður hæðir og brekkur. Sáum sveitabýli og kýr og hesta osfrv. Við meira að segja fórum í gegnum bæ sem var með skóla við veginn sem minnti mig á Simpsons og næsta búð hét meira að segja Kwikmart eða eitthvað álíka... Við komum um fimm leytið til Íþöku og þar sem Stebbi var aðeins upptekinn við að fara yfir próf þá hittum við Soumik vin minn sem útskrifaðist héðan frá Columbia fyrir ári síðan. Hann er postdoc hjá stærðfræðideildinni í Cornell og fór hann með okkur í skoðunarferð um campusinn. Við fengum að sjá þetta helsta ásamt því að kíkja á byggingu stærðfræði/tölfræði deildarinnar. Kom mér á óvart hversu rúmgóð hún er. Löbbuðum svo að litlu vatni með fullt af fossum, alveg frábært að geta labbað í svona fimm mínútur út af campus og vera komin út í náttúruna (og engir bílar að flauta og svona). Við hittum svo Stebba við klukkuturninn og gengum í áttina að bílnum. Vorum reyndar aðeins trufluð af stelpu sem var að klára prófin sín (ábyggilega að útskrifast) og var hún komin dáldið vel í glas. Henni leist sem sagt betur á okkur heldur en vinkonur sínar og vildi helst fara með okkur. Kíktum svo á sólina setjast við annað vatn þarna nálægt og var það alveg æðislega fallegt (myndir úr allri ferðinni koma síðar). Fengum svo kvöldmat með Soumik og Stebba, kíktum svo aðeins á íbúðina hans Soumik og fórum svo til Stebba, vorum sofnaðar svona tveimur tímum eftir að við komum til Stebba enda uppgefnar eftir langan dag.
Daginn eftir vöknuðum við snemma löbbuðum um campus og kíktum á bygginguna þar sem Stebbi er með skrifstofu. Hún er mjög flott og enduðum við á að kíkja í morgunmat í collegetown og rölta aðeins meira um verkfræðisvæðið áður en við lögðum af stað til baka um eitt leytið.

Restin kemur síðar - nú er ég búin með ráðgjöfina í dag og ætla að koma mér niður í bæ til Rögnu og Ragnhildar til að passa að þær fari ekki offari í verslunarleiðangrinum.

Þann 26 maí, 2007 13:45, sagði Blogger Unknown...

Þetta hefur greinilega allt saman verið mjög skemmtilegt. Ég er spennt að sjá kjólinn. ;)

 
Þann 26 maí, 2007 19:43, sagði Anonymous Nafnlaus...

vá! þvílíkt ævintýri :D hlakka til þegar myndirnar koma :)

 
Þann 26 maí, 2007 23:37, sagði Blogger Unknown...

Já, ég hlakka líka til að sjá myndirnar! Þetta hefur aldeilis verið viðburðaríkt ferðalag!

 
Þann 27 maí, 2007 21:05, sagði Anonymous Nafnlaus...

frábær ferðasaga :) þetta hefur greinilega verið mjög skemmtileg ferð :) hlakka mikið til að sjá myndirnar og ég tala nú ekki um kjólinn..... ooohhh veistu ég fæ alveg fiðring í maga við að lesa þetta mig langar svoooo að koma aftur út til þín :)

Ég á líka að skila kveðju til þín frá allri familýunni :) erum næstum öll núna stödd hjá Elsu systir fyrir norða í svokallaðri vinnuferð.... taka Saltvíkina í gegn :)

Knús og kossar
sjáumst vonandi eitthvað í sumar :)

Kveðja Hanna

 
Þann 03 júní, 2007 17:32, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæjó :) var svona að pæla er ekki vinkona þín komin heim ? Hvernig á ég að hafa samband við hana ?

bara svona pæling.. :D

-Heiðrún

 
Þann 03 júní, 2007 21:39, sagði Blogger Ragna...

Heiða: ég lét hana fá einhver símanúmer hjá ykkur fjölskyldunni. Held hún hringi. Ef þú vilt númerið hjá henni sendu mér email - vil ekki gefa öllum heiminum númerið hennar ;)

 
Viltu tjá þig?

11. maí 2007

Búin!

Kláraði að fara yfir prófin í dag og gat skilað inn einkunnum. Jibbý.

Annars eru allir grunnnemarnir önnum kafnir við að flytja í burtu þessa dagana. Segi nú kannski ekki alveg að þetta sé týpískt dæmi en ég sá fólk (eða amk bílstjórann) vera að fylla eina limmósínuna af dóti. Og þetta var limmósína sem var í einkaeign (þ.e. hún var ekki með svona dæmigerð leigubílanúmer eins og flestallar aðrar limmósínur í borginni.) Annars eru nú flestir bara á SUV-unum sínum að flytja...

Þann 12 maí, 2007 07:45, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

til hamingju með að vera búin :)

 
Þann 12 maí, 2007 10:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

glæsilegt :) hvað er SUV?

 
Þann 12 maí, 2007 10:36, sagði Blogger Ragna...

Svona jepplingar. Það sem maður sér mest hér eru benzjeppar, bmwjeppar, lexusjeppar osfrv.

 
Þann 12 maí, 2007 15:17, sagði Blogger Unknown...

Ohhhhh, heppin að vera búin!! Til hamingju með það! Nú tekur bara sældarlífið og Sex in the City (með þig í einu af aðalhlutverkunum) við, eða hvað? Hí hí ;)

 
Þann 14 maí, 2007 18:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

til hamingju með að verða búin :) vonandi sjáumst við eitthvað í sumar.

 
Þann 16 maí, 2007 11:15, sagði Blogger Hákon...

Glæsilegt!

Kíkirðu til Íslands í sumar?

 
Viltu tjá þig?

10. maí 2007

Fimmtudagur til...

Kláraði að flytja fyrirlesturinn í dag ásamt Mladen. Þungu fargi af manni létt. Bara eftir að fara yfir lokaprófin hjá krökkunum mínum og þá er önninni lokið. Verð víst að gera það fyrir morgundaginn. Annars er ég eitthvað rosalega á nálum þessa vikuna. Auðvitað að mestu leyti af því ég átti eftir að klára svo mikið en líka bara útaf kosningunum heima. Þetta er alltof tvísýnt, er ekki alveg að höndla þessa spennu. Fyndið hvernig kosningaáróðurinn nær alla leið hingað til New York, nefnum samt engin nöfn.

Annars er lífið bara alveg ágætt hérna. Er byrjuð að nýta pilsin mín og sólgleraugun eru alltaf á sínum stað. Næst skref er að muna eftir því að bera á mig sólarvörn. Ég held það hljóti að fara að koma að því að ég brenni mig (no pun intended) allsvakalega á gleymskunni.

9. maí 2007

4 dagar...

Æðislegt veður í dag - 28 stiga hiti. Reyndar smárakt en það var allt í lagi. Nú er ég að krókna inni á skrifstofu...
Ragnhildur kemur á sunnudaginn og ég vona að veðrið haldist gott. Á reyndar ekki að vera nema 20 gráður þá en ég þigg það alveg með þökkum.
Miðar á Damien Rice fengust ekki hjá gaurnum en eftir baráttu við ticketmaster þá fengum við Ragnhildur miða í þrettándu röð fyrir miðju. Ég er alltaf jafnundrandi hvað manni tekst að gera þegar skapið er alveg að fara yfir rauða strikið. Mætti halda að tölvur/símar hafi svona 6th sense í sambandi við það.
Ég held ég hafi á sínum tíma skrifað um atvikið þegar ég snappaði við UPS símsvarann. Ég las e-n tíma fyrir nokkrum mánuðum að svona símsvarar sem "hlusta" á mann þ.e. þekkja orð þeir geti líka fattað þegar fólk er reitt og þá er strax vísað áfram til "alvöru" manneskju. Er ekki frá því að það sé það sem gerðist. Þ.a. ef fólk er í vandræðum með að fá samband við manneskju þá bara að vera reiður þá fær maður sjálkrafa samband.

Þann 09 maí, 2007 11:45, sagði Blogger Ragnhildur...

Mín vegna þarf það ekkert að vera of heitt ;)

 
Viltu tjá þig?

7. maí 2007

Eurovision

Fyrst ég er orðin svona "dugleg" allt í einu að blogga þá verð ég að benda á
eurovision útvarpið
vona að tengillinn virki annars er hægt að fara inn á eurovision síðuna og smella á linka til vinstri.

Þann 07 maí, 2007 18:34, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

kl. 17:18 hmmm... eitthvað gruggugt ; )

 
Þann 07 maí, 2007 19:27, sagði Blogger Ragna...

hvað meinarðu?

 
Þann 08 maí, 2007 03:57, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

úps, sé að commentið mitt kemur kl. 17:34 - vissi ekki að þetta væri á NY tíma, hélt það væri eitthvað fiff í gangi því kl. var tíu hjá mér þegar ég sá að færslan kom inn... my bad!

 
Viltu tjá þig?

Prófatími =

Netpróf!!!

þetta hjá Kristínu Ástu og Sigga Smára og varð að prófa. Spurning er samt þessi kaus ég rétt?

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 62.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 18.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 29%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Sjálfstæðisflokksins!

Þann 07 maí, 2007 15:49, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

...og var kosið skv. þessu í apríl??

 
Þann 07 maí, 2007 16:40, sagði Blogger Ragna...

mamma kenndi mér að svara aldrei þessari spurningu
hef aldrei gert það og mun aldrei gera það en ef þú þekkir mig nógu vel þá veistu hvað ég kýs

 
Þann 07 maí, 2007 18:02, sagði Blogger Ragnhildur...

Haha... ég prófaði þetta líka og fékk 0% við Sjálfstæðisflokkinn

 
Þann 07 maí, 2007 18:06, sagði Blogger Ragna...

eins gott við tölum aldrei um stjórnmál... eða sko amk aldrei alvarlega hehe

 
Þann 07 maí, 2007 18:09, sagði Blogger Ásdís...

Ég kaus líka rétt, 75% fylgi við flokkinn sem ég kaus (sem ég gef náttúrulega heldur aldrei upp;))

 
Viltu tjá þig?

5. maí 2007

And the winner is...

...Siggi Smári.
Í gamni setti ég hulin skilaboð á síðuna mína. Byrjaði reyndar sem ótrúlegur pirringur yfir að eitthvað kom ekki á síðuna sem ég hélt að ætti að koma. Svo sá ég að það var hálfósýnilegt á síðunni svo ég bjó til leik. Þetta gerði ég um það leiti sem ég flutti hingað, þ.e. haust 2005. Núna um 21 mánuði síðar er loksins einhver búinn að sjá þetta. Þið getið séð þetta með því að highlighta textan fyrir neðan I power Blogger takkan hægra megin á síðunni fyrir neðan alla tenglana.
Siggi Smári - ég skulda þér kvöldmat ;)

Þann 05 maí, 2007 11:24, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

jibbí! :D

 
Þann 05 maí, 2007 15:08, sagði Blogger Unknown...

Ohh, hefði ég vitað að það væri leikur í gangi hefði ég leitað. ;)
Kristín Á.

 
Þann 05 maí, 2007 16:12, sagði Blogger Ragna...

Út á það gekk nátla leikurinn ;) hahaha
nei annars var ég bara forvitin að vita hversu langan tíma það tæki e-n að minnast á þetta og því lengra sem leið því minni áhuga hafði ég á að gefa fólki hint - var að vonast til þess að enginn myndi taka eftir þessu nokkurn tíma

 
Þann 07 maí, 2007 12:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæhæ Heiða litla frænka hér ;) ég er búin að panta mér bikiní og lét senda það til þín og þau eiga að koma 21. maí. En var að spá hvenar vinkona þín kæmi heim aftur frá þér hvort hún næði að taka þau eða hvort systir þín kemur bara með þau?

 
Þann 07 maí, 2007 15:00, sagði Blogger Ragna...

Hæ Heiða. Ertu ennþá lítil?? ;)
En já ekkert mál að taka bikiníið - planið hjá Siggu breyttist reyndar og hún stoppar ekki á klakanum (og er reyndar farin) en Ragnhildur vinkona er til í að taka pakkann - hún fer til baka aftur 2. júní. Sendu mér endilega email ef það er eitthvað meira. Ég er með gmail, ragnheidur.helga (hjá) gmail.com

 
Viltu tjá þig?

4. maí 2007

Fréttir úr góða veðrinu

Fór á Bjarkartónleika á miðvikudaginn. Þeir voru alveg æðislegir. Held ég muni jafnvel langa í nýju plötuna hennar þegar hún kemur út. Ef þið hafi séns á að fara á tónleika með henni þá endilega að skella sér. Hún kemur víst aftur til USA næsta haust - vonandi stoppa þau í NYC aftur. Miðvikudagurinn byrjaði á ferð á MOMA með lagatölfræðibekknum mínum (við erum sko tvær + 1 kennari situr hann líka) og prófessornum. Það reyndist hin ágætasta skemmtun, gaman að fá að vita meira um verkin en bara það sem stendur á safninu. Borðaði síðan hádegismat með Man Jin og Tian (sem fóru með mér) en við fórum á kínverskan stað, nánar tiltekið shanghæískan stað.
Eftir það labbaði ég í góða veðrinu og kíkti í heimsókn til Petu og fór svo og hitti Völlu þegar hún var komin til borgarinnar. Við fórum á eitthvað brugghús sem er rétt við Radio City og Brynja kíkti aðeins á okkur áður en allt varð vitlaust hjá henni. (Samt ábyggilega allt þegar orðið vitlaust hjá henni en hún kíkti samt á okkur.) Við hittum Albínu og Paulu vinkonu Albínu eftir smá(verslunar)ferð í H&M. Ekki okkur að kenna að búðin er á næsta horni við Radio City. Á undan Björk spilaði hljómsveit frá Kongó. Allsvakalegur taktur hjá þeim. Skildist af Brynju að meðlimirnir hefðu varla farið í flugvél áður en þeir komu til USA og svo bara beint í Radio City, magnað. Síðan komu Björk og stelpurnar á sviðið. Tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir eins og ég sagði hér efst. Einhver (mis)fyndinn gaur hljóp reyndar upp á svið og var svoleiðis tæklaður af öryggisverðinum. Ég hélt fyrst að þetta væri hluti af tónleikunum, þ.e. þangað til hann var tæklaður.

Í gær hitti ég svo Völlu, Albínu og Brynju og fórum við niður á St. Marks Place og svo áfram lengra niður í East Village og kíktum á Pianos. Við gátum amk hlegið af hávaxna gaurnum með skeggrótina í hvíta kjólnum. Búið að vera ágætisveður þessa síðustu daga sem er alveg rosalegt þegar maður er í miðjum klíðum við að klára önnina.


Framundan hjá mér er heimsókn Ragnhildar. Haha. Við erum sko með mikil og stór plön. Hún ætlar að koma 13. maí og verður alveg fram til 2. júní. Ég er búin að panta gistingu í tvær nætur á Bed & Breakfast í Cape Cod, við ætlum fyrst að kíkja á Siggu og fjölskyldu og ræna einum bíl frá þeim. Svo þegar við erum komin uppeftir er planið að amk kíkja á Martha's Vineyard (taka ferjuna sko) og svo bara sjá til. Svo er ég að reyna að kaupa miða á Damien Rice tónleika 21. maí. Er í sambandi við gaur sem er til að selja mér miðana sína á kostnaðarverði. Vonandi heppnast það allt saman.

Áðan tókst mér svo að lenda í viðtali. E-r stelpur með kvikmyndaupptökuvél að spyrja um eitthvað sem kallast Carbon offset. Þær vildu vita hversu mikið ég væri til í að borga til að friða samviskuna þegar ég flýg (til að koma á jafnvægi í koldíoxíð útblæstri þá er fólki boðið að borga svona pening í carbon offset sem að að duga til að bæta fyrir koldíoxíðið sem þú blæst út með því að fljúga). Tókst nátla algerlega að hljóma eins og fífl....

Þann 04 maí, 2007 15:08, sagði Blogger Unknown...

Það er einmitt eitthvað svipað að byrja hérna í sambandi við tré og bíla. Það kemur til með að vera á síðunni www.kolvidur.is . Manni gefst sem sagt tækifæri til að borga fyrir það að gróðursett verði jafn mörg tré og bíllinn manns mengar fyrir á ári.

Annars brjálað að gera hjá þér greinilega.

Kristín Ásta.

 
Þann 05 maí, 2007 09:34, sagði Blogger Ragnhildur...

Ég held að hvorug okkar segi eitthvað gáfulegt fyrir framan myndavélar

(manstu eftir falun gong fólkinu í Philadelphia? haha!)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)