Ragna í New York

9. maí 2007

4 dagar...

Æðislegt veður í dag - 28 stiga hiti. Reyndar smárakt en það var allt í lagi. Nú er ég að krókna inni á skrifstofu...
Ragnhildur kemur á sunnudaginn og ég vona að veðrið haldist gott. Á reyndar ekki að vera nema 20 gráður þá en ég þigg það alveg með þökkum.
Miðar á Damien Rice fengust ekki hjá gaurnum en eftir baráttu við ticketmaster þá fengum við Ragnhildur miða í þrettándu röð fyrir miðju. Ég er alltaf jafnundrandi hvað manni tekst að gera þegar skapið er alveg að fara yfir rauða strikið. Mætti halda að tölvur/símar hafi svona 6th sense í sambandi við það.
Ég held ég hafi á sínum tíma skrifað um atvikið þegar ég snappaði við UPS símsvarann. Ég las e-n tíma fyrir nokkrum mánuðum að svona símsvarar sem "hlusta" á mann þ.e. þekkja orð þeir geti líka fattað þegar fólk er reitt og þá er strax vísað áfram til "alvöru" manneskju. Er ekki frá því að það sé það sem gerðist. Þ.a. ef fólk er í vandræðum með að fá samband við manneskju þá bara að vera reiður þá fær maður sjálkrafa samband.

Þann 09 maí, 2007 11:45, sagði Blogger Ragnhildur...

Mín vegna þarf það ekkert að vera of heitt ;)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)