Ragna í New York

11. maí 2007

Búin!

Kláraði að fara yfir prófin í dag og gat skilað inn einkunnum. Jibbý.

Annars eru allir grunnnemarnir önnum kafnir við að flytja í burtu þessa dagana. Segi nú kannski ekki alveg að þetta sé týpískt dæmi en ég sá fólk (eða amk bílstjórann) vera að fylla eina limmósínuna af dóti. Og þetta var limmósína sem var í einkaeign (þ.e. hún var ekki með svona dæmigerð leigubílanúmer eins og flestallar aðrar limmósínur í borginni.) Annars eru nú flestir bara á SUV-unum sínum að flytja...

Þann 12 maí, 2007 07:45, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

til hamingju með að vera búin :)

 
Þann 12 maí, 2007 10:30, sagði Anonymous Nafnlaus...

glæsilegt :) hvað er SUV?

 
Þann 12 maí, 2007 10:36, sagði Blogger Ragna...

Svona jepplingar. Það sem maður sér mest hér eru benzjeppar, bmwjeppar, lexusjeppar osfrv.

 
Þann 12 maí, 2007 15:17, sagði Blogger Unknown...

Ohhhhh, heppin að vera búin!! Til hamingju með það! Nú tekur bara sældarlífið og Sex in the City (með þig í einu af aðalhlutverkunum) við, eða hvað? Hí hí ;)

 
Þann 14 maí, 2007 18:50, sagði Anonymous Nafnlaus...

til hamingju með að verða búin :) vonandi sjáumst við eitthvað í sumar.

 
Þann 16 maí, 2007 11:15, sagði Blogger Hákon...

Glæsilegt!

Kíkirðu til Íslands í sumar?

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)