Fimmtudagur til...
Kláraði að flytja fyrirlesturinn í dag ásamt Mladen. Þungu fargi af manni létt. Bara eftir að fara yfir lokaprófin hjá krökkunum mínum og þá er önninni lokið. Verð víst að gera það fyrir morgundaginn. Annars er ég eitthvað rosalega á nálum þessa vikuna. Auðvitað að mestu leyti af því ég átti eftir að klára svo mikið en líka bara útaf kosningunum heima. Þetta er alltof tvísýnt, er ekki alveg að höndla þessa spennu. Fyndið hvernig kosningaáróðurinn nær alla leið hingað til New York, nefnum samt engin nöfn.
Annars er lífið bara alveg ágætt hérna. Er byrjuð að nýta pilsin mín og sólgleraugun eru alltaf á sínum stað. Næst skref er að muna eftir því að bera á mig sólarvörn. Ég held það hljóti að fara að koma að því að ég brenni mig (no pun intended) allsvakalega á gleymskunni.