Ragna í New York

5. maí 2007

And the winner is...

...Siggi Smári.
Í gamni setti ég hulin skilaboð á síðuna mína. Byrjaði reyndar sem ótrúlegur pirringur yfir að eitthvað kom ekki á síðuna sem ég hélt að ætti að koma. Svo sá ég að það var hálfósýnilegt á síðunni svo ég bjó til leik. Þetta gerði ég um það leiti sem ég flutti hingað, þ.e. haust 2005. Núna um 21 mánuði síðar er loksins einhver búinn að sjá þetta. Þið getið séð þetta með því að highlighta textan fyrir neðan I power Blogger takkan hægra megin á síðunni fyrir neðan alla tenglana.
Siggi Smári - ég skulda þér kvöldmat ;)

Þann 05 maí, 2007 11:24, sagði Blogger Sigurður Smári Sigurðsson...

jibbí! :D

 
Þann 05 maí, 2007 15:08, sagði Blogger Unknown...

Ohh, hefði ég vitað að það væri leikur í gangi hefði ég leitað. ;)
Kristín Á.

 
Þann 05 maí, 2007 16:12, sagði Blogger Ragna...

Út á það gekk nátla leikurinn ;) hahaha
nei annars var ég bara forvitin að vita hversu langan tíma það tæki e-n að minnast á þetta og því lengra sem leið því minni áhuga hafði ég á að gefa fólki hint - var að vonast til þess að enginn myndi taka eftir þessu nokkurn tíma

 
Þann 07 maí, 2007 12:18, sagði Anonymous Nafnlaus...

Hæhæ Heiða litla frænka hér ;) ég er búin að panta mér bikiní og lét senda það til þín og þau eiga að koma 21. maí. En var að spá hvenar vinkona þín kæmi heim aftur frá þér hvort hún næði að taka þau eða hvort systir þín kemur bara með þau?

 
Þann 07 maí, 2007 15:00, sagði Blogger Ragna...

Hæ Heiða. Ertu ennþá lítil?? ;)
En já ekkert mál að taka bikiníið - planið hjá Siggu breyttist reyndar og hún stoppar ekki á klakanum (og er reyndar farin) en Ragnhildur vinkona er til í að taka pakkann - hún fer til baka aftur 2. júní. Sendu mér endilega email ef það er eitthvað meira. Ég er með gmail, ragnheidur.helga (hjá) gmail.com

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)