Ragna í New York

4. maí 2007

Fréttir úr góða veðrinu

Fór á Bjarkartónleika á miðvikudaginn. Þeir voru alveg æðislegir. Held ég muni jafnvel langa í nýju plötuna hennar þegar hún kemur út. Ef þið hafi séns á að fara á tónleika með henni þá endilega að skella sér. Hún kemur víst aftur til USA næsta haust - vonandi stoppa þau í NYC aftur. Miðvikudagurinn byrjaði á ferð á MOMA með lagatölfræðibekknum mínum (við erum sko tvær + 1 kennari situr hann líka) og prófessornum. Það reyndist hin ágætasta skemmtun, gaman að fá að vita meira um verkin en bara það sem stendur á safninu. Borðaði síðan hádegismat með Man Jin og Tian (sem fóru með mér) en við fórum á kínverskan stað, nánar tiltekið shanghæískan stað.
Eftir það labbaði ég í góða veðrinu og kíkti í heimsókn til Petu og fór svo og hitti Völlu þegar hún var komin til borgarinnar. Við fórum á eitthvað brugghús sem er rétt við Radio City og Brynja kíkti aðeins á okkur áður en allt varð vitlaust hjá henni. (Samt ábyggilega allt þegar orðið vitlaust hjá henni en hún kíkti samt á okkur.) Við hittum Albínu og Paulu vinkonu Albínu eftir smá(verslunar)ferð í H&M. Ekki okkur að kenna að búðin er á næsta horni við Radio City. Á undan Björk spilaði hljómsveit frá Kongó. Allsvakalegur taktur hjá þeim. Skildist af Brynju að meðlimirnir hefðu varla farið í flugvél áður en þeir komu til USA og svo bara beint í Radio City, magnað. Síðan komu Björk og stelpurnar á sviðið. Tónleikarnir voru í einu orði sagt frábærir eins og ég sagði hér efst. Einhver (mis)fyndinn gaur hljóp reyndar upp á svið og var svoleiðis tæklaður af öryggisverðinum. Ég hélt fyrst að þetta væri hluti af tónleikunum, þ.e. þangað til hann var tæklaður.

Í gær hitti ég svo Völlu, Albínu og Brynju og fórum við niður á St. Marks Place og svo áfram lengra niður í East Village og kíktum á Pianos. Við gátum amk hlegið af hávaxna gaurnum með skeggrótina í hvíta kjólnum. Búið að vera ágætisveður þessa síðustu daga sem er alveg rosalegt þegar maður er í miðjum klíðum við að klára önnina.


Framundan hjá mér er heimsókn Ragnhildar. Haha. Við erum sko með mikil og stór plön. Hún ætlar að koma 13. maí og verður alveg fram til 2. júní. Ég er búin að panta gistingu í tvær nætur á Bed & Breakfast í Cape Cod, við ætlum fyrst að kíkja á Siggu og fjölskyldu og ræna einum bíl frá þeim. Svo þegar við erum komin uppeftir er planið að amk kíkja á Martha's Vineyard (taka ferjuna sko) og svo bara sjá til. Svo er ég að reyna að kaupa miða á Damien Rice tónleika 21. maí. Er í sambandi við gaur sem er til að selja mér miðana sína á kostnaðarverði. Vonandi heppnast það allt saman.

Áðan tókst mér svo að lenda í viðtali. E-r stelpur með kvikmyndaupptökuvél að spyrja um eitthvað sem kallast Carbon offset. Þær vildu vita hversu mikið ég væri til í að borga til að friða samviskuna þegar ég flýg (til að koma á jafnvægi í koldíoxíð útblæstri þá er fólki boðið að borga svona pening í carbon offset sem að að duga til að bæta fyrir koldíoxíðið sem þú blæst út með því að fljúga). Tókst nátla algerlega að hljóma eins og fífl....

Þann 04 maí, 2007 15:08, sagði Blogger Unknown...

Það er einmitt eitthvað svipað að byrja hérna í sambandi við tré og bíla. Það kemur til með að vera á síðunni www.kolvidur.is . Manni gefst sem sagt tækifæri til að borga fyrir það að gróðursett verði jafn mörg tré og bíllinn manns mengar fyrir á ári.

Annars brjálað að gera hjá þér greinilega.

Kristín Ásta.

 
Þann 05 maí, 2007 09:34, sagði Blogger Ragnhildur...

Ég held að hvorug okkar segi eitthvað gáfulegt fyrir framan myndavélar

(manstu eftir falun gong fólkinu í Philadelphia? haha!)

 
Viltu tjá þig?

Ef einhver mun nokkurn tí­ma lesa þetta þá má hinn sami láta mig vita. Verðlaunin eru kvöldmatur - ég splæsi. If someone will ever read this then you can let me know. You'll have to tell me were on the webpage this code is. The prize, dinner on me. Condition is that you have to know me ;)